Gullver og Þórunn Sveinsdóttir VE minnka freon notkun um allt að 90%

Gullver og Þórunn Sveinsdóttir minnka freon notkun um allt að 90%

Stöðugt fleiri útgerðir velja umhverfisvænni kosti og vilja t.d. minnka freon notkun um borð í fiskiskipum sínum.

Nýlega lukum við hjá Kælingu uppsetningum á umhverfisvænum Hybrid F/A lestar kælikerfum um borð í Þórunni Sveinsdóttur
VE-401 og Gullver NS-012

Hybrid F/A lestar kælikerfi minnkar freon um allt að 90%
Hybrid F/A lestar kælikerfi minnkar freon um allt að 90%

Stór umhverfisvæn skref

Með þessum nýju Hybrid F/A lestar kælikerfum taka útgerðirnar Ós ehf. með Þórunni Sveins og Síldarvinnslan hf með Gullver 
stór umhverfisvæn skref og spara samhliða í rekstri og minnka verulega áhættu á freon tengdum vandamálum um borð.

Dregið allt að 90% úr freon notkun um borð

Til þess að auka rekstaröryggi og auka afköst kælikerfa þá höfum við hjá Kælingu þróað lausn sem gengur út á að breyta kælikerfunum í kuldabera kerfi. Settur er varmaskiptir á kælikerfið sem er með freon öðru megin og glycol hinumegin. Glycolinu sem er kælt niður -10 til -15°C er svo dælt inn á spirala í lestinni  með þessu má minnka freon magnið um 85 til 90% og halda því á við varmaskiptinn í stað þess að leiða það um allt skip.
Uppfærsla á lestar kælikerfum - freonið minnkað
Uppfærsla á lestar kælikerfum – freonið minnkað

Mikill rekstrarsparnaður

Á hefðbundnu  lestar kælikerfi eru gjarnan 50-100 kg af freon sem kælimiðli og þegar að kílógrammið af freon kostar  á milli 15 og 20.000 + vsk þá getur það verið mikið tjón ef það lekur af kælikerfinu. Freonið sem var á kerfinu áður en Hybrid F/A lausnin var sett um borð má geyma og nota næstu árin.

Helstu kostir Hybrid F/A (kuldabera) lausnar frá Kælingu eru:

  • Freon sem kælimiðilsmagn aðeins um 10% af fyrra magns á kælikerfinu
  • Jafnari kæling á kælispírulum.
  • Afbræðsla á spírölum einföld með því að hita upp glycol.
  • Ef núverandi kælikerfi er í góðu standi þá má nota spírala, stjórntöflu og stóran hluta af þjöppu samstæðunni við innleiðingu á Hybrid F/A kerfinu
  • Mun minni rekstraráhætta gagnvart Freoni – hætt á dýrum lekum heyrir sögunni til og
    innkaup á freon líklega óþörf næstu árin.       
  • Umhverfisvæn lausn. 
Við hjá Kælingu ehf. óskum Ós ehf. og Síldarvinnslunni Hf.  til lukku með þessu mikilvægu og umhverfisvænu skref.
Kæling á Sjávarútvegssýningunni 2022 í Fífunni fólk á sýningarbásnum

Mikill fjöldi á sýningarbás Kælingar

Það var vel mætt og góð stemning á sýningarbás Kælingar á Sjávarútvegssýningunni 2022 í Fífunni. 

Margir góðir gestir stöldruðu við hjá Kælingu til að kynna sér nýjungar og ræða þau fjölmörgu tækifæri sem nú bjóðast á sviði kælitækni bæði til að auka aflaverðmæti en einnig til að auka rekstrarhagkvæmni og velja umhverfisvæna kælingalausnir.

Heimsóknir erlendra gesta eru oft mjög áhugaverðar á svona sýningum og þessi var engin undantekning. Við hér á Íslandi gerum okkur ekki oft grein fyrir hversu öflug íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í því að innleiða betri tækni og umhverfisvænni lausnir í samanburði við erlend fyrirtæki. 

Eitt af því sem við tökum tökum nánast sem sjálfsögðum hlut í dag er að framleiða allan ís um borð úr sjó en það virðist mjög algengt að erlend skip þurfi að kaupa og tanka verulegt magni áður en haldið er á miðinn til þess að geta framleitt ís um borð. 

Við hjá Kælingu viljum þakka öllum sem lögðu leið sína á bás okkar og skipuleggjendum fyrir góða sýningu og þá sérstaklega fyrir verðlaunin sem Kæling hlut fyrir sýningarbásinn á sýningunn

Takk fyrir okkur.

 

Kæling og Micro básinn valinn flottasti básinn á Sjávarútvegssýningunni 2022

Kæling og Micro sigurvegarar á Sjávarútvegssýningunni 2022

Sýningarbás Kælingar og Micro hefur verið valinn flottasti básinn á Sjávarútvegssýningunni 2022.

Þetta er skemmtileg viðurkenning og enn einn sigurinn fyrir samstarf þessara fyrirtækja en þau hafa innleitt fullkomnar vinnslu og kælilausnir um borð í nokkur fiskiskip hér á landi. 

Í pípunum eru talsvert af spennandi verkefnum hér heima og nokkur verkefni á döfinni með erlendum aðilum. 

Lausnir þessara fyrirtækja falla mjög vel saman í heildarlausnum fyrir fiskiskip og vinnslur í landi. 

Við hvetjum alla áhugasama að mæta á Sjávarútvegssýninguna sem fer fram 8. til 10. júní 2022 í Fífunni Kópavogi og renna við hjá okkur á bás númer 33.

 

Kaeling bakgrunnur sjor

Laus störf hjá Kælingu – leitum að öflugu fólki til framtíðarstarfa

Vilt þú starfa að nýsköpun og framleiðslu á framúrskarandi kælibúnaði?

Ef þú ert eða þekkir dugmikinn og áræðin einstakling sem hefur áhuga á að starfa við nýsköpun og þjónustu í kælitækni, þá er Kæling með starfið.

Við leitum að eftir öflugum starfskröftum í framleiðslu, uppsetningu og þjónustu á kælikerfum og kælibúnaði.

Um framtíðarstarf er að ræða.

Kæling er framsækið fyrirtæki í hönnun og framleiðslu, uppsetningu og viðhaldi á kælikerfum og ískrapavélum. Fyrirtækið selur og þjónustar kælibúnað á Íslandi, í Norður Ameríku auk fleiri landa.

Um er að ræða fram­tíð­ar­starf

Starfssvið

  • Reglubundið eftirlit og viðhald kælikerfa
  • Samsetning á kælibúnaði og kælitækjum í starfstöð Kælingar
  • Uppsetning og þjónusta á kælibúnaði og kælitækjum hjá viðskiptavinum
  • Nýsmíði – málmvinnsla

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun eða reynsla á sviði kælitækni og eða vélstjórnunar æskileg
  • Reynsla og þekking á málmiðnaði
  • Jákvæðni og áhuga­semi í starfi.
  • Sveigj­an­leiki í starfi og lausn­a­miðuð hugsun.
  • Sjálfstæð í vinnubrögð

ATH: Við hvetjum laghenta og reynslumikla aðila til að sækja um þó að menntun skorti.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Atli Steinn Jónsson, framkvæmdastjóri í gegnum tölvupóst atli@cooling.is

Umsóknir sendist á info@cooling.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2022 en áskilkjum okkur rétt að ráða fólk inn fyrr.

Ekki hika, sendu inn umsókn strax í dag!

Þórsnes SH109

Umhverfisvæn bylting um borð í Þórsnesi SH-109

Þórsnesið siglir inn í umhverfisvænni tíma

Kæling um borð í fiskiskipum er afar mikilvægur þáttur í verðmætasköpun veiðanna. Það skiptir því miklu máli að kælikerfin séu hagkvæm í rekstri og áreiðanleg. Kæling hefur unnið með íslenskum og erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum í yfir 15 ár við að hámarka aflaverðmæti með bestu mögulegu kælingu frá veiðum til löndunar. Umbreytingar um borð í Þórsnesi SH-109 eru gott dæmi um slíkt verkefni.

Bylting í pípunum – nýjar lausnir leysa Freonið af

Kæli og frystikerfi sem nýta Freon sem kælimiðil hafa verið mjög algeng um borð í íslenskum fiskiskipum en þessi kælimiðill er dýr, óumhverfisvænn og rekstur slíkra kælikerfa oft mjög áhættusamur.

 

Þar sem Freon er á útleið standa útgerðarfyrirtæki frammi fyrir áskorun um að leysa eldri Freonkerfi af hólmi. Hingað til hefur eini kosturinn verið að skipta alfarið út Freonkerfunum með mjög miklum tilkostnaði. En nú býður Kæling upp á nýjan byltingarkennda lausn sem er margfalt ódýrari og einfaldari. Lausnin sem Kæling býður upp á hefur verið nefnd Hydbrid F/A eða blendingslausn með Freon og vatns blönduðu Ammoníaki (NH4OH) þessi kerfið eru oft kölluð „kuldabera kerfi“. Í stað þess að keyra eingöngu Freon um kælikerfi er það einungis notað í litlum afmörkuðum hluta kerfisins. Eldri kælipressur eru yfirleitt notaðar áfram til að kæla kuldaberann niðu í allt að -40°C með hjálp varmaskiptis.  

Ammoníaks blöndunni  er svo dælt um lokuðar hringrásir til plötufrysta, lestarkælinga o.s.frv.

Minni áhætta, meiri hagkvæmni og mun umhverfisvænni kostur

Með því að velja Hybrid lausn frá Kælingu eru útgerðir og sjávarútvegsfyrirtæki að hljóta margþættan ávinningu líkt og gert var með Þórsnes SH-109. 

Hætta á Freonlekum er allt að 70% minni, sparnaðurinn byrjar strax að skila sér með meiri kæliafköstum og kaup á Freoni líklega úr sögunni næsta áratuginn auk jákvæðra umhverfisáhrifa.

Umtalsverður sparnaður með nýrri lausn frá Kælingu

Reikna má með að einungis sé notast við 1/6 af því Freoni sem áður var notað um borð. Miðað við kælikerfi um borð í Þórsnesi sem áður notaðist við 1.200 lítra af Freon en notast nú eingöngu við 200 lítra af Freon og allt bundið við notkun í vélarrúmi í stað þess að það streymdi um allt skipið í pípum. Búast má við svipuðum hlutföllum eða að 1/6 af því Freoni sem áður var notað verði áfram notað um borð.

Núverandi Freon getur dugað næsta áratuginn

Allt það Freon sem ekki þarf að nota um borð eða 5/6 hlutar er hægt að geyma og nýta næsta áratuginn til að fylla á nýtt kerfi ef þess gerist þörf, þetta kemur til af því að samhvæmt nýjum reglum má nota endurunnið freon af vissum gerðum áfram.

Nokkuð algengt að kælilagnir séu komnar á tíma

Mörg þeirra kælikerfa sem nýta Freon á öllu kerfinu eru með lagnir sem er komnar á tíma vegna tæringar.  Freon leki getur verið mjög kostnaðarsamur þar sem verð á Freon er á bilinu 15.000 til 20.000 kr/kg á móti um 800 kr/kg af Ammoníak blöndunni. Beinn kostnaður við að missa Freon út af kerfi er mikill, umhverfisáhrif eru annað en kostnaður sem hlýst af því að missa niður kæligetu úti á sjó getur verið verið verulegur. Það er því mörgum mikill léttir að komin sé kælilausn á móti eldri Freonkerfum sem hefur í för með sér margvíslegan ávinning.

Lausnin um borð í Þórsnesi SH-109 í hnotskurn

Endurbæturnar sem voru unnar um borð Þórsnesi felast í innleiðingu á Hybrid F/A – (Freon 507/Ammoníak hydroxide NH4OH) kælikerfi frá Kælingu sem í hnotskurn er:

Fullkomið skjámyndakerfi til stjórnunar og eftirlits

Eldri frystipressur yfirfarnar og nýttar áfram.

Ný kælivél sett á kerfi, sem notuð er þegar að skipið er á ferskfiski, lestar hitatigi haldið í 0-2°C. Því þarf ekki að nota stórar frystipressur nema á þegar að skipið er á frystingu.

Aukin frystigeta

Nýir varmaskiptar

Nýjar kælilagnir frá vélarúmi að:

  • Plötufrystum
  • Lestarkælikerfi

Freon magn minnkað úr 1.200 lítrum í 200

Hagkvæm leið fyrir fleiri fiskiskip

Leiðin sem farin var um borð í Þórsnesi hefur reynst afar vel en nú þegar þetta er skrifað hefur Þórsnes verið meira og minn á veiðum í 6 vikur og ný Hybrid lausn reynst afar vel. Þetta getur því reynst afar góður og umhverfisvænn kostur fyrir útgerðir þeirra sem standa frammi fyrir áskorunum vegna áhættu sem felst í eldri kælikerfum í þeirra fiskiskipum. Sérfræðingar Kælingar eru fulltrúum þeirra innan handar við að gera forkönnun á umfangi slíkra breytinga.

Kaeling bakgrunnur sjor

Laus störf hjá Kælingu – leitum að öflugu fólki til framtíðarstarfa

Vilt þú starfa að nýsköpun og framleiðslu á framúrskarandi kælibúnaði?

Ef þú ert eða þekkir dugmikinn og áræðin einstakling sem hefur áhuga á að starfa við nýsköpun og þjónustu í kælitækni, þá er Kæling með starfið.

Við leitum að eftir öflugum starfskröftum í framleiðslu, uppsetningu og þjónustu á kælikerfum og kælibúnaði.

Um framtíðarstarf er að ræða.

Kæling er framsækið fyrirtæki í hönnun og framleiðslu, uppsetningu og viðhaldi á kælikerfum og ískrapavélum. Fyrirtækið selur og þjónustar kælibúnað á Íslandi, í Norður Ameríku auk fleiri landa.

Um er að ræða fram­tíð­ar­starf

Starfssvið

  • Reglubundið eftirlit og viðhald kælikerfa
  • Samsetning á kælibúnaði og kælitækjum í starfstöð Kælingar
  • Uppsetning og þjónusta á kælibúnaði og kælitækjum hjá viðskiptavinum
  • Nýsmíði – málmvinnsla

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun eða reynsla á sviði kælitækni og eða vélstjórnunar æskileg
  • Reynsla og þekking á málmiðnaði
  • Jákvæðni og áhuga­semi í starfi.
  • Sveigj­an­leiki í starfi og lausn­a­miðuð hugsun.
  • Sjálfstæð í vinnubrögð

ATH: Við hvetjum laghenta og reynslumikla aðila til að sækja um þó að menntun skorti.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Atli Steinn Jónsson, framkvæmdastjóri í gegnum tölvupóst atli@cooling.is

Umsóknir sendist á info@cooling.is. Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2021 en áskilkjum okkur rétt að ráða fólk inn fyrr.

Ekki hika, sendu inn umsókn strax í dag!