Frystiklefar

Frystiklefar – sala, uppsetning og þjónusta

Kæling sérsmíðar frystiklefa sem hannaðir eru út frá þörfum viðskiptavina. Frystiklefarnir eru fáanlegir í öllum stærðum og annast Kæling alla uppsetningu og viðhald á þeim, jafnt stórum sem smáum. Ef þú þarfnast frystiklefa þá hefur Kæling lausnina fyrir þig.

Kæling annast þjónustu á flestum tegundum frystiklefa hvort sem þeir eru keyptir hjá okkur eða ekki.

Kæling hefur sett upp fjölan allan af frystiklefum um allt land enda eru klefarnir mjög góðir og hafa þeir reynst einstaklega vel.

  • Vönduð uppsetning
  • Fjölbreyttir uppsetningarmöguleikar
  • Mjög margar stærðir í boði
  • Fjölbreytt úrval af innréttingum og hillukerfum klefanna
  • Fjöldi kælikerfa í boði

Hafðu samband við okkur hjá Kælingu í síma 565-7918 eða sendu okkur tölvupóst á info@cooling.is

Kæling býður hvers kyns frystiklefa

Allt frá dagróðrabátum upp í stærstu togara. Ef þú vilt hámarka ferskleika þinna sjávarafurða þá er Kæling með lausnirnar fyrir þig.