Um okkur
Um okkur
Við erum
leiðandi á sviði kælilausna
Kæling ehf. er meðal leiðandi fyrirtækja á sviði kæli-, frysti- og ískrapakerfa, einkum fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað. Fyrirtækið framleiðir meðal annars krapavélar, sjókæla og kælikerfi fyrir fiskiskip. Kerfin hafa náð fótfestu bæði hér á landi og erlendis enda varðveita þau gæði og ferskleika hráefnisins við vinnslu þess og geymslu í skipunum.
Með því að kæla sjó og dæla í þar til gerð kör á dekki fiskiskipa og færa fiskinn sem fyrst þangað við veiðar hefst varðveisluferli aflans um leið og fiskurinn kemur um borð. Þar koma sjókælar Kælingar ehf. til sögunnar. Kæling framleiðir síðan búnað til ís- eða krapaframleiðslu í skipunum og kælikerfi sem heldur kjörhitastigi á farminum þar til komið er í land. Þannig má hámarka gæði hráefnisins frá veiðum til vinnslu.
Fyrirtækið var stofnað þann 1. september árið 2005 af þeim Atla Steini Jónssyni og Erlendi Stefáni Kristjánssyni. Upphaflega var starfsemin í bílskúrnum heima hjá Atla en eftir aðeins sex mánuði hafði hún sprengt það rými utan af sér og þá var flutt í núverandi húsnæði að Stapahrauni 6 í Hafnarfirði.

Atli Steinn Jónsson
Framkvæmdastjóri
Netfang: atli@cooling.is
891-7918

E Stefán Kristjánsson
Sérfræðingur í kælikerfum.

Gréta Guðmundsdóttir
Tækniteiknari




Staðsetning
Kíktu í heimsókn
Kæling þjónustar viðskiptavini um allt land og víða um heim en höfuðstöðvarnar eru við Stapahraun 6 í Hafnarfirði.
Þú finnur okkur í Hafnarfirðinum við Staphraun 6, Þú getur einnig haft samband í gegnum tölvupóst eða síma.