Kælilausnir fyrir líftækniiðnað

Sérhæfðar kælilausnir fyrir líftækniiðnað

Í líftækniiðnaði getur kæling efna, afurða og jafnvel búnaðar skipt sköpum. Við hjá Kælingu höfum unnið þétt með líftæknifyrirtækjum að hanna og setja upp kælilausnir sem henta fullkomlega þeirra starfsemi.

Þegar stjórna þarf hitastiginu

Í líftækniiðnaði getur rétt hitastig skipt sköpum hvort sem það er vinnuumhverfið og eða staðir þar sem efni og afurðir eru geymdar.

Sjálfstæð stýring hitastigs í hverju rými

Við hönnum setjum upp og þjónustum kælikerfi sem stýra hitiastigi með nákvæmum og hagkvæmum hætti í hverju rými á hverjum tíma.

Fullkomið hitastig á öllum stigum

Sérsniðnar nútímalausnir eftir þörfum hvers og eins

Aðstæður eru gjarnan mjög ólíkar frá einum stað til annars. Kæling býður því sérsniðnar lausnir sem taka mið af umhverfi og þörfum hvers og eins.

Nákvæmar upplýsingar og rekjanleiki

Hitastig getur verið ríkjandi þáttur í því að uppgvötva nýja hluti eða ná árangri við framleiðslu á síðari stigum. Þá getur komið sér vel að geta skoðað upplýsingar um hitastig og geta rakið þær aftur í tímann.

Kæling býður fullkomin stjórnkefi fyrir kælilausnir sem veitir allar upplýsingar um þróun á hitastigi í hverju rými.

Kæliklefar af öllum stærðum og gerðum frá Kælingu

Kæliklefar

Kæling býður kæliklefa af öllum stærðum og gerðum. Við hönnum smíðum og setjum upp kæliklefa með öllum þeim útfærslum sem henta þinni starfsemi. Margar útgáfur af hurðum, gluggum, hólfaskiptingu og innréttingum.

Stjórnbúnaður fyrir lofthita

Stýring á lofthita sem hafa áhrif á vinnsluferli og starfsfólk er mikilvægur þáttur í starfsemi líftæknifyrirtækja.

Kæling býður vandaðan og hagkvæman loftkælibúnað fyrir stýringu lofthita í hverju rými.

Þjónusta og vöktun

Öryggi í rekstri kælikerfa í líftækniiðnaði er gjarnan gríðarlega mikilvægur. 

Kæling býður alla þjónustu, viðhald og vöktun á öllum kælibúnaði í gegnum fjartengingar.

Þannig næst aukið rekstraröryggi og stuttur viðbragðstími.

Hafðu samband og fáðu aðstoð sérfræðinga við að setja upp sérhæfða kælilausnir sem henta ykkar starfsemi.