Saltpækilkerfi eða Brine system eru notuð til þess að búa til saltblöndu úr ferskvatni, eða til þess að auka saltstyrk á sjó sem þegar er fyrir hendi. Yfirleitt er verið að ná upp saltinnihaldi í vatni eða sjó til að nota til kælinga með ískrapavélum. En ískrapavélar verða að taka inn vatn eða sjó sem er með saltinnhald að lágmarki frá 2,5%. Algengt er að sjór sé með um 3% saltinnihaldi.
Hvernig virkar saltpækilkerfi
Í upphafi er saltpækill er búin til með því að taka gróft salt og leysa það upp í vatni, úr verður sterkur saltpækill sem er um 26%, saltpæklinum er því næst blandað við ferskvatn til þess að blanda 3% saltupplausn. Einnig má auka saltinnihald upp í allt að 5% bæði á vatni eða sjó og þar með er hægt að ná eða blandað saman við sjó og þá má ná kulda á ískrapa niður í allt að -5°.
Saltpækilkerfi þarf að tengja við vatnsleiðslu eða geta dælt sjó óhindrað inn á kerfið. Í gegnum stjórnbúnað er saltinnihaldi blöndunar stjórnað og alfarið sjálfvirkt eftir það fyrir utan að hella þarf salti í saltkarið.
Áfylling á kerfin
Yfirleitt þarf að fylla á saltkar einu sinni á sólarhring. Mögulegt er að fá lyftubúnað sem lyftir allt að 500kg. saltsekkjum yfir karið sem auðveldar áfyllingu.
Sérsmíðuð saltpækilkerfi eða staðlaðar stærðir
Kæling býður sérsmíði á saltpækilkerfum eftir óskum hvers og eins en einnig er hægt að fá kerfin eftir stöðluðum stærðum.
Hönnun og hreinlæti
Saltpækilkerfi frá Kælingu eru hönnuð samkvæmt EN1672-2:1997 staðli fyrir vélbúnað í matvælavinnslu. Allt efni sem notað er í búnaðinn er úr stáli og öðru efni sem samþykkt er til notkunar í matvælavinnslu. Allt er gert til að auðveld þrif og tryggja hreinlæti.
Allur rafbúnaður er vel rakaþéttur og þolir þrif með sápu.