Saltpækilkerfi

Saltpækilkerfi eða Brine system eru notuð til þess að búa til saltblöndu úr ferskvatni, eða til þess að auka saltstyrk á sjó sem þegar er fyrir hendi. Yfirleitt er verið að ná upp saltinnihaldi í vatni eða sjó til að nota til kælinga með ískrapavélum. En ískrapavélar verða að taka inn vatn eða sjó sem er með saltinnhald að lágmarki frá 2,5%. Algengt er að sjór sé með um 3% saltinnihaldi.

Hvernig virkar saltpækilkerfi

Í upphafi er saltpækill er búin til með því að taka gróft salt og leysa það upp í vatni, úr verður sterkur saltpækill sem er um 26%, saltpæklinum er því næst blandað við ferskvatn til þess að blanda 3% saltupplausn. Einnig má auka saltinnihald upp í allt að 5% bæði á vatni eða sjó og þar með er hægt að ná   eða blandað saman við sjó og þá má ná kulda á ískrapa niður í allt að -5°.

Saltpækilkerfi þarf að tengja við vatnsleiðslu eða geta dælt sjó óhindrað inn á kerfið. Í gegnum stjórnbúnað er saltinnihaldi blöndunar stjórnað og alfarið sjálfvirkt eftir það fyrir utan að hella þarf salti í saltkarið.

Áfylling á kerfin

Yfirleitt þarf að fylla á saltkar einu sinni á sólarhring. Mögulegt er að fá lyftubúnað sem lyftir allt að 500kg. saltsekkjum yfir karið sem auðveldar áfyllingu.

Sérsmíðuð saltpækilkerfi eða staðlaðar stærðir

Kæling býður sérsmíði á saltpækilkerfum eftir óskum hvers og eins en einnig er hægt að fá kerfin eftir stöðluðum stærðum.

Hönnun og hreinlæti

Saltpækilkerfi frá Kælingu eru hönnuð samkvæmt EN1672-2:1997 staðli fyrir vélbúnað í matvælavinnslu. Allt efni sem notað er í búnaðinn er úr stáli og öðru efni sem samþykkt er til notkunar í matvælavinnslu. Allt er gert til að auðveld þrif og tryggja hreinlæti.

Allur rafbúnaður er vel rakaþéttur og þolir þrif með sápu. 

Kæling býður saltpækilkerfi af ýmsum stærðum

Fullkomin kæling frá upphafi til enda. Leitaðu til Kælingar eftir nútíma kælilausnum hvort sem þær eiga að fara um borð í fiskiskip eða hugsaðar fyrir vinnslu í landi.