Kælilausnir fyrir matvælaiðnað

Sérhannaðar kælilausnir fyrir matvælaiðnað

Kæling veitir fyrirtækjum í matvælaiðnaði alhliða þjónustu þegar kemur að kælilausnum bæði kælilausnir við vinnslu og geymslu. Kæling annast hönnun, uppsetningu og viðhald á kælilausnum. Fullkomin kæling frá upphafi til enda er lykilþáttur í að viðhalda gæðum og heilbrigði matvæla.

Helsti búnaður frá Kælingu fyrir matvælaiðnað

Vatnskælar

KP-150 sjókælir frá Kælingu

Kæliklefar

Frystiklefar og kæliklefar í öllum stærðum hönnun uppsetning og þjónusta hjá Kælingu

Loftkæling

Kæligeymslur

Kæliklefar og frystiklefar hönnun uppsetning og viðhaldsþjónusta hjá Kælingu

Fullkomin kæling frá upphafi til enda

Við meðferð matvæla er rétt hitastig á öllum stigum lykilatriði. Kæling býr yfir áralangri reynslu við að hanna og setja upp kælilausnir fyrir matvælafyrirtæki.

Þjónustuteymi Kælingar annast einnig alla þjónustu go viðhald kælilausna.

Með lausnum frá Kælingu er mögulegt að meðhöndla matvæli við kjöraðstæður frá móttöku og þar til þeim er komið í flutning.

Kælilausnir fyrir fiskvinnslur í landi. Þorskar í ískrapa í fiskikeri

Kælilausnir sem henta hverju vinnslustigi og hverri vinnsluaðferð

Sérfræðingar okkar eru vanir því að takast á við ólíkar þarfir hjá ólíkum fiskvinnslum eftir vinnslustigum og vinnsluaðferðum.

Hvort sem starfsemi fiskvinnslu er fjölþætt eða einföld þá getum við hannað og set upp lausnir sem henta fullkomlega til að hámarka gæði afurða þegar kemur að kælingu.

Hafðu samband og fáðu aðstoð sérfræðinga við að setja upp sérhæfða kælilausnir sem henta þinni fiskvinnslu.

Fullnýttu fjárfestinguna

Uppfærsla á eldri kælikerfum fyrir umhverfisvæna kælimiðla.

Minnkaðu freon notkun um allt að 90%

Nú er tækifæri til að uppfæra eldri kælikerfi með því að fara í hybrid lausn sem getur minnkað freon notkun um allt að 90%. 

Nú standa margar fiskvinnslur  frammi fyrir áskorun um að leysa eldri Freonkerfi af hólmi.

Lengi vel var eini kosturinn að skipta alfarið út Freonkerfunum með mjög miklum tilkostnaði, en nú býður Kæling upp á margfalt ódýrari og einfaldari lausnir. Lausnirnar eru Hybrid F/A eða blendingslausnir þar sem lítill hluti kerfisins er með Freoni þar sem upprunalega kælingin fer fram en hún er flutt yfir í vatnsblandað Ammoníak með kuldaberum. 

Ammoníaks blöndunni er dælt um lokaðar hringrásir þar sem kælingar er þörf. Við þetta minnkar Freon magnið sem þarf á hvert kerfi um allt að 90% og um leið verður kerfið öruggara, hagkvæmara og umhverfisvænna. 

 

Ávinningurinn er mikill þar sem hætta á Freonlekum er margfallt minni og þá staðbundin.  Sparnaðurinn byrjar strax að skila sér með meiri kæliafköstum og kaup á Freoni líklega úr sögunni næsta áratuginn auk jákvæðra umhverfisáhrifa. 

Kæling á óslægðum afla

Í þeim vinnslum þar sem tekið er á móti óslægðum afla er gjarnan unnið með sjókæla og ískrapavélar á fyrstu stigum vinnslunnar.

KP-100 sjókælir frá Kælingu fyrir kælingu á sjó

Sérsniðnar kælilausnir fyrir þarfir hverrar fiskvinnslu.

Aðstæður eru gjarnan mjög ólíkar frá einum stað til annars. Kæling býður því sérsniðnar lausnir sem taka mið af umhverfi og þörfum hvers og eins.

Sjókælar

Kældur sjór er afar hentugur til að tryggja rétt hitastig afla á öllum stigum allt frá því að hann er tekin úr kví og þar til geymslukæling hefst. Sjókælar geta boðið upp á úttöku á miskældum sjó fyrir hvert vinnslustig. Þannig er hægt að vera með fullkomna kælingu á öllum stigum og hámarka gæði afla. Rétt kæling hægir á vexti gerla og minnkar virkni ensíma.

KP-100 sjókælir frá Kælingu fyrir kælingu á sjó
Ískrapavélar fyrir ískrapa úr sjó

Ískrapavélar

Ískrapi er ein besta kælileið fyrir afla sem er í boði. Ískrapi umleikur allan aflann og tryggir þannig jafnari og betri kælingu t.d. í samanburði við hefðbundinn ís.  Flekkir á roði vegna ójafnrar kælingar heyra sögunni til. Auðvelt að dæla ískrapanum þar sem best er nýta hann í ferlinu hvort sem það er á sjó eða í landi.

Kælirými af öllum stærðum og gerðum

Í upphafi er valinn búnaður sem hentar umsvifum á hverjum stað. En á sama tíma er mikilvægt að hanna og velja búnað sem getur stutt við vöxt hjá fyrirtækinu. Með náinni samvinnu afhendum við lausnir sem styðja við markmið fyrirtækja um vöxt og gæði afurða.

Kæliklefar af öllum stærðum og gerðum frá Kælingu

Stjórnun hitastigs í vinnslurýmum

Lofthitastig í þeim rýmum sem afurðirnar fara í gegnum er mikilvægur þáttur í öllu ferlinu. Kæling býður alhliða lausnir frá því að setja upp rýmin og tryggja að rétt hitastig haldist þó að umferð starfsmanna og vinnutækja fari um svæðið.

Nýr stjórnbúnaður

Uppfærsla á eldri kælikerfum sem bæta alla stjórnun og rekstraröryggi

Stuttur viðbragðstími með fjarþjónustu

Kæling hefur þróað af öruggan og nákvæman stjórnbúnað fyrir kælilausnir sem hentar einnig eldri lausnum frá Kælingu.

Allur nýr kælibúnaður frá Kælingu kemur með afar fullkomnum rafeindastýrðum stjórnbúnaði sem passar einnig við eldri búnað.

Nýr stjórnbúnaður opnar fyrir fjarþjónustu. Nú er hægt að greina og vandamál án þjónustuteymi Kælingar þurfi að mæta á staðinn.  Afköstum er stýrt með mun nákvæmari hætti og orkunýting mun betri. Nákvæmar greiningar og álagsstýringar bæta rekstraröryggi og endingu búnaðar sem hefur verið rýflega 15 ár hingað til.

Uppfærsla sem getur borgað sig hratt til baka. Nýr stjórnbúnaður býr yfir mun nákvæmari stillingum á hitiastigi og stjórnar opnunum og lokunum með mun nákvæmari hætti en áður hefur þekkst. Þetta þýðir mun nákvæmara hitastig, mikinn raforkusparnað, skráningu upplýsinga um stöðu kerfis og búnað því tengdu, fjarþjónustu og vöktun. Taktu örugg skref í átt að sparnaði með Kælingu. 

Hafðu samband og fáðu aðstoð sérfræðinga við að setja upp sérhæfða kælilausnir sem henta ykkar starfsemi.