Sérhæfðar lausnir fyrir fiskeldi

Sérhæfðar alhliða kælilausnir fyrir fiskeldi

Kæling býður sérhæfðar nútíma kælilausnir fyrir fiskeldi sem tryggja fullkomið hitastig frá slátrun til lestunar á flutningstæki.

Slátrun og blæðing við fullkomið hitastig

Meðferð og kæling á eldisfiski þarf að vera hárrétt frá upphafi til enda til þess að tryggja hámarks verðmæti.

Niðurkæling fyrir kæligeymslu eða flutning

Að ná fullkomnu hitastigi fyrir afurðir úr fiskeldi er lykilatriði til að tryggja hámarks ferskleika hvort sem um er að ræða kælingu áður en afurðir fara í kæligeymslu eða beint í flutning.

Sérsniðnar nútímalausnir eftir þörfum hvers og eins

Aðstæður eru gjarnan mjög ólíkar frá einum stað til annars. Kæling býður því sérsniðnar lausnir sem taka mið af umhverfi og þörfum hvers og eins.

Sjókælar

Kældur sjór er afar hentugur til að tryggja rétt hitastig afla á öllum stigum allt frá því að hann er tekin úr kví og þar til geymslukæling hefst. Sjókælar geta boðið upp á úttöku á miskældum sjó fyrir hvert vinnslustig. Þannig er hægt að vera með fullkomna kælingu á öllum stigum og hámarka gæði afla. Rétt kæling hægir á vexti gerla og minnkar virkni ensíma.

KP-100 sjókælir frá Kælingu fyrir kælingu á sjó
Ískrapavélar fyrir ískrapa úr sjó

Ískrapavélar

Ískrapi er ein besta kælileið fyrir afla sem er í boði. Ískrapi umleikur allan aflann og tryggir þannig jafnari og betri kælingu t.d. í samanburði við hefðbundinn ís.  Flekkir á roði vegna ójafnrar kælingar heyra sögunni til. Auðvelt að dæla ískrapanum þar sem best er nýta hann í ferlinu hvort sem það er á sjó eða í landi.

Kælirými af öllum stærðum og gerðum

Í upphafi er valinn búnaður sem hentar umsvifum á hverjum stað. En á sama tíma er mikilvægt að hanna og velja búnað sem getur stutt við vöxt hjá fyrirtækinu. Með náinni samvinnu afhendum við lausnir sem styðja við markmið fyrirtækja um vöxt og gæði afurða.

Kæliklefar af öllum stærðum og gerðum frá Kælingu

Stjórnun hitastigs í vinnslurýmum

Lofthitastig í þeim rýmum sem afurðirnar fara í gegnum er mikilvægur þáttur í öllu ferlinu. Kæling býður alhliða lausnir frá því að setja upp rýmin og tryggja að rétt hitastig haldist þó að umferð starfsmanna og vinnutækja fari um svæðið.

Hafðu samband og fáðu aðstoð sérfræðinga við að setja upp sérhæfða kælilausnir sem henta ykkar starfsemi.