Lestarkrælikerfi fyrir fiskiskip
Kæling býður góða valkosti í lestarkælikerfum
Við bjóðum upp á sérsniðnar lausnir eftir þörfum í hverri lest. Okkar markmið er að finna hentugustu lausnina fyrir hvert skip sem tryggir fullkomna geymslukælingu. Hjá okkur fást umhverfisvænar lausnir sem draga úr orkunotkun og auka rekstraröryggi.
Tvær megin kæliaðferðir fyrir lestarkælingu
Tvær megin aðferðir eru í boði þegar kemur að kælingu í lestum um borð í fiskiskipum.
Önnur er notkun kæliblásara og hin að nota kælispírala.
Lestarkæling með kæliblásurum
Helsti kostur þess að nota kæliblásara við lestarkælingu er lægri startkostnaður.
Ókostir eru hins vegar nokkrir og má þar nefna hærri viðhaldskostnað, fyrirferð er almennt meiri, blástur frá viftum bræðir ís og þurrkar aflann
Endingartími er gjarnan innan við 10 ár
Lestarkæling með kælispírulum
Almennt er talið betra að kælispírala til lestarkælinga. Kælispíralar þurrka aflann minna, viðhaldskostnaður er mjög lítill, fyriferð er og enginn blástur.
Helsti ókosturinn er nokkuð hár startkostnaður . Hellsti kosturinn við kæliblásarana er að þeir eru ódýrari í byrjun, en ókostirnir eru nokkrir, t.d viðhaldskostnaðurinn er meyri, fyrirferðin almennt meyri, blásurinn frá viftonum bræðir ís og þurkar aflann, endingartíminn oft ekki meyri en 10 ár.
Hægt er að fá báðar týpur með umhverfisvænum kælimiðlum.
Spíralakerfin er hægt að hanna með á nokkra vegu fyrir stærri og minni fiskiskip.
Stærri fiskiskip
Í stærri fiskiskipum sem eru með Ammoíak sem kælimiðil er annars vegar kælimiðilinn beint inná spíralana, eða á hinn veginn með varmaskiptir á milli og kuldabera dælt inná spíralana, þetta er gert til þess að verja vöruna í lestinni, ef að leki kemur á spiralana, það gæti skemmt farminn.
Minni fiskiskip.
Freon notað sem aðal kælimiðill á kerfinu. Ókosturinn við þessa leið er að það er mikið magn af ósóneiðandi efni á kælikerifnu, oft 50-100 kg.
Hibrit freon kælikerfi, í þessari aðferð er notas við 5-10 kg af freoni á kælikefinu sem eingöngu í vélarrúmi á meðalsóru skipsins, en inn á spíronunum er – 10 gr kuldaberi (frostlögur), hann er kældur með kælikerfinu og dælt inná spiralana og þannig kólnar lestin. Það er hægt að breyta gömlum kerfum eins og lýst er í laið 1 í þessa gerð með ekki miklum tilkostnaði og minka þannig kælimiðilsmagnið og lekamöguleikann um 80-90 %.
100 % umhverfisvæn leið. Kuldabera leið eins og í leið 2, nema að kælikerfið notar CO2, kolsýru sem kælimiðil. Allt að 70 % minni orkunotkun.
Minni fiskiskip
Freon notað sem aðal kælimiðill á kerfinu. Ókosturinn við þessa leið er að það er mikið magn af ósóneiðandi efni á kælikerifnu, oft 50-100 kg.
Hibrit freon kælikerfi, í þessari aðferð er notas við 5-10 kg af freoni á kælikefinu sem eingöngu í vélarrúmi á meðalsóru skipsins, en inn á spíronunum er – 10 gr kuldaberi (frostlögur), hann er kældur með kælikerfinu og dælt inná spiralana og þannig kólnar lestin. Það er hægt að breyta gömlum kerfum eins og lýst er í laið 1 í þessa gerð með ekki miklum tilkostnaði og minka þannig kælimiðilsmagnið og lekamöguleikann um 80-90 %.
100 % umhverfisvæn leið. Kuldabera leið eins og í leið 2, nema að kælikerfið notar CO2, kolsýru sem kælimiðil. Allt að 70 % minni orkunotkun.
Fullnýttu fjárfestinguna
Uppfærsla á eldri lestarkælikerfum yfir í umhverfisvæna kælimiðla.
Minnkaðu freon notkun um allt að 90%
Nú er tækifæri til að uppfæra eldri kælikerfi um borð með því að fara í Hybrid F/A lausn sem getur minnkað freon notkun um allt að 90%.
Kæling hefur þróað aðferð sem gerir útgerðum kleift að fara í sparneytnar og umhverfisvænar kælilausnir með því að uppfæra eldri kerfi með óumhverfisvænum kælimiðlum líkt og freon.
Lengi vel var eini kosturinn að skipta alfarið út Freonkerfunum með mjög miklum tilkostnaði, en nú býður Kæling upp á margfalt ódýrari og einfaldari lausnir. Lausnirnar eru Hybrid F/A eða blendingslausnir þar sem lítill hluti kerfisins er með Freoni þar sem upprunalega kælingin fer fram en hún er flutt yfir í vatnsblandað Ammoníak með kuldaberum.
Ammoníaks blöndunni er dælt um lokaðar hringrásir þar sem kælingar er þörf. Við þetta minnkar Freon magnið sem þarf á hvert kerfi um allt að 90% og um leið verður kerfið öruggara, hagkvæmara og umhverfisvænna.
Ávinningurinn er mikill þar sem hætta á Freonlekum er margfallt minni og þá staðbundin. Sparnaðurinn byrjar strax að skila sér með meiri kæliafköstum og kaup á Freoni líklega úr sögunni næsta áratuginn auk jákvæðra umhverfisáhrifa.
Sérsniðnar nútíma kælilausnir eftir þörfum í hverju skipi
Aðstæður eru gjarnan mjög ólíkar frá einum stað til annars. Kæling býður því sérsniðnar lausnir sem taka mið af umhverfi og þörfum hvers og eins.
Hafðu samband og fáðu aðstoð sérfræðinga við að setja upp sérhæfða kælilausnir sem henta ykkar starfsemi.