Lausnir fyrir útfarastofur, líkhús og sjúkrahús

Alhliða kælilausnir fyrir útfarastofur, líkhús og sjúkrahús.

Kæling býður vandaðar og traustar alhliða kælilausnir fyrir útfararstofur, líkhús og sjúkrahús. Við hjá Kælingu skiljum mikilvægi kælingar frá andláti til útfarar. Í boði eru staðlaðar kælieiningar og kælibúnaður en einnig bjóðum við sérsniðnar lausnir eftir þörfum hvers og eins.

Stöðug vöktun og aukið rekstraröryggi

Kælilausnirnar eru allar búnar vönduðum kælistýringum sem geta sent boð með tölvupósti og eða haft samband við farsíma til að tilkynna frávik á kælingu og stöðu búnaðarins. Þetta getur skipt sköpum og komið í veg fyrir ómetanleg tjón.

Umhverfisvænar lausnir sem lækka rekstrarkostnað

Allar stýringar eru mjög nákvæmar og hámarka orkunýtingu auk þess sem unnt er að velja umhverfisvæna kælimiðla. Draga má verulega úr raforkukostnaði og halda jafnari kælingu allan sólarhringinn með nýtímalegum stýringum og umhverfisvænum kælimiðlum.

Sérsniðnar nútímalausnir eftir þörfum hvers og eins

Aðstæður eru gjarnan mjög ólíkar frá einum stað til annars. Kæling býður því sérsniðnar lausnir sem taka mið af umhverfi og þörfum hvers og eins.

Lausnir sem geta vaxið með auknum þörfum

Í upphafi er valinn búnaður sem hentar umsvifum á hverjum stað. En mögulegt er að bæta við kælirými þegar umsvif aukast. 

Ýmsar útfærslur og valmöguleikar

Mögulegt er að velja á milli sjálfstæðra eininga þar sem hurð er að hverju hólfi fyrir hvern líkama en einnig er hægt að velja stærri lausnir þar sem gengið er inn í stærri kælirými. Í öllum lausnum eru flutningskerfi fáanleg s.s. lyftur og útdraganlegar hólf sem auðvelda vinnu við þessar aðstæður.

Búnaður sem auðveldar störfin

Kæling býður heildarlausnir með ýmsum útfærslum og aukabúnaði sem auðvelda störf.

Hæðarstillanlegur flutningavagn

Eitt af því sem mögulegt er að velja sem hluta af heildarlausninni eru hæðarstillanlegir flutningavagna sem auðvelda alla vinnu og tilfærslur á útfarastofum og í líkhúsum. Sterkir og áreiðanlegir vagnar úr ryðfríu stáli með öflugum rafknúnum tjökkum og hjólum sem standast álagið og auðvelt er að ýta vögnunum á.

Hafðu samband og fáðu aðstoð sérfræðinga við að setja upp sérhæfða kælilausnir sem henta ykkar starfsemi.