K4F ískrapavél um borð í Bárði SH 81

Leika verkfærin í höndunum á þér?

Kæling óskar eftir öflugum starfskrafti í samsetningu og uppsetningu á kælikerfum

Starfið felur í sér

Starfið felur í sér skemmtilega og fjölþætta vinnu við kæli-og frystibúnað og lausnum bæði á starfstöð Kælingar og hjá viðskiptavinum.

Menntunar og hæfniskröfur

Skil á umsóknum og umsóknarfrestur

Umsóknir sendist á greta@cooling.is. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 15. desember 2023 en Kæling áskilur sér rétt á að ráða inn fólk áður en umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Atli Steinn Jónsson, framkvæmdastjóri í gegnum tölvupóst atli@cooling.is

Um Kælingu

Kæling er framsækið lausnafyrirtæki á sviði kælitækni sem selur og þjónustar kælilausnir fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað hér heima og erlendis. Gullið tækifæri til að vaxa í starfi og öðlast dýrmæta þekkingu í nútíma kælitækni. 

Hjá Kælingu starfar öflugt og samheldið teymi sem leggur mikið upp úr léttum og skemmtilegum anda á sama tíma og unnið er af krafti og metnaði að öllum verkefnum. Við fögnum áfangasigrum og gerum okkur reglulega glaðan dag saman og með fjölskyldum okkar.

Kæling er verkefnadrifið fyrirtæki þar sem boðið er upp á sveigjanleika þegar kemur að því hvernig starfsmenn mæta verkefnum sínum en leggjum á sama tíma áherslu á samvinnu og samveru á vinnustaðnum.

Stjórnendur félagsins leggja mikið upp úr því að fólki líði vel hjá fyrirtækinu og veita starfsfólki tækfæri til að vaxa og dafna í starfi. Að starfa hjá Kælingu veitir tækifæri til að öðlast fjölbreytta og dýrmæta reynslu í kæliiðnaði með möguleikum á að sækja sér frekari menntun á því sviði. Starfsánægja í fyrirtækinu er mjög góð sem endurspeglast m.a. í stöðugt hækkandi starfsaldri og lágri starfsmannaveltu.  

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um Kælingu.

Running Tide velur kælilausnir frá Kælingu

Running Tide velur lausnir frá Kælingu

Við hjá Kælingu fáum reglulega spennandi og skemmtilegar fyrirspurnir um lausnir á stýringu hitastigs vökva og eða lofttegunda fyrir fjölbreytta starfsemi. Á dögunum barst okkur skemmtileg fyrirspurn frá Running Tide sem er mjög áhugavert fyrirtæki á sviði umhverfismála.

Running Tide velur kælilausnir frá Kælingu

Spennandi samstarfsaðili

Running Tide er afar spennandi fyrirtæki sem vinnur að bættri heilsu sjávar með bindingu kolefnis í sjó. Í sinni einföldustu mynd þá byggist þeirra aðferð upp á því að rækta þörunga og koma þeim til á flothylkjum sem fleytt er langt út á haf þar sem flothylkin og þörungurinn sekkur til botns í djúpsævi og bindur kolefnið. Þörungurinn er ræktaður upp í hitastýrðu umhverfi á starfsstöð fyrirtækisins á Akranesi. Sérstök flothylki sem samanstanda af kalkstein og viðarkurli með þörungum sem er komið fyrir á ákveðnum hafsvæðum þar sem þau binda kolefni úr hröðu kolefnishringrásinni. Þörungarnir vaxa hratt og þyngjast sem endar með því að baujan með þörungunum sekkur til botns með kolefnið sem hefur bundis í baujunni og situr þar í hundruð eða jafnvel þúsundir ára.

Þörungar frá Running Tide þörunga og koma þeim til á flothylkjum sem fleytt er langt út á haf þar sem flothylkin og þörungurinn sekkur til botns í djúpsævi og bindur kolefnið

Lausnin frá Kælingu

Áskorunin frá Running Tide fólst í að skapa þrískipt vinnurými með ólíkum hitastigum fyrir hvert þrep framleiðslunnar á þörungunum. Lausnin fólst í að byggja upp þrjú einangruð og aðgreind rými úr einingum frá Kælingu með fullkominn stjórnbúnað til að stýra lofthita í hverju rými með umhverfisvænum hætti. Til að stýra lofthita nýtum við nýja kynslóð af mjög fullkomnum umhverfisvænum kælibúnaði sem nýta kolsýru – CO2 sem kælimiðil í stað t.d. Freon sem hefur verið ríkjandi sem kælimiðill um langt skeið.

Hvert rými er byggt upp sjálfstætt með vönduðum einingum sem falla einstaklega þétt saman og gefa mikla einangrun sem er einn af lykilþáttum í umhverfisvænum lausnum. Sveiflur eru óæskilegar og sífelldar leiðréttingar á kjörhitastigi kalla á meiri orkunýtingu. Vandaðar lokanir og hurðakerfi í kæliklefalausnum Kælingar leika þar stórt hlutverk.

Raforkunotkun í lágmarki

Raforkunotkun kælibúnaðar sem þessa er allt að 80% minni til samanburðar við eldri lausnir sem víða eru í notkun. Þess má geta að mikil aukning er einmitt á verkefnum hjá Kælingu þar sem eldri kælirými eru uppfærð með nýtíma kælibúnaði til þess bæði að taka stór umhverfisvæn skref m.a. með því að skipta út Freon sem kælimiðli en einnig til þess að stórminnka raforkunotkun og auka rekstraröryggi. Þar er ýmist alfarið skipt kerfum út eða nýttar svokallaðar Hybrid lausnir þar sem Freon magn er í algjöru lágmarki og nýtt til að kæla aðra umhverfisvæna kælimiðla í gegnum varmaskipta.

Binding kolefnis í sjó með þörungum sem sökkva til botns

 

Eftirlit og viðhald í gegnum fjartengingar

Ný kynslóð kælilausna frá Kælingu eru mun hagkvæmari í rekstri og með mun meira rekstraröryggi en eldri lausnir. Öll vöktun er orðin stafræn og hægt að tengja við öryggiskerfi og eða beinu viðbragðsafli hjá Kælingu sem getur sem skjótum hætti tengst kerfum og kannað stöðu og jafnvel framkvæmd viðgerðir í gegnum fjartengingar.

Við er stolt og ánægð af samstarfi við Running Tide og hvetjum fólk til að kynna sér þeirra spennandi viðfangsefni og nálgun. En við munum vinna áfram með þeim að þeirra mikilvæga verkefni við að bæta heilbrigði náttúrunnar.

Kæling - Þjónusta

Við leitum eftir vélstjóra

Við erum að ráða í ný störf

Kæling leitar að öflugum starfskrafti með vélstjórnarréttindi eða aðra sambærilega menntun í framtíðarstarf innan teymis sem vinnur að nýsköpun og þjónustu kælilausna. 

Starfið felur í sér

Starf sérfræðinga í kælitækni hjá Kælingu er fjölbreytt, skemmtileg og jafnframt nokkuð krefjandi starf. Sérfræðingar vinna við þróun, hönnun og uppsetningu á nýjum kælibúnaði en einnig viðhaldi og eftirliti á eldri búnaði. Þetta er lifandi og fjölbreytt starf sem unnið er ýmist á starfstöð fyrirtæksins í Hafnarfirði en einnig er talsvert á starfsstöðvum og eða um borð hjá viðskiptavinum víða um land og einnig erlendis.

 

Sérfræðingar hjá Kælingu eru sjálfstæðir í vinnubrögðum en vinna einnig mjög þétt sem ein heild í stærri verkefnum og að þróun kælilausna og búnaðar félagsins. Með nýjum meðlimum í teymið koma gjarnan nýjar hugmyndir sem tekið er fagnandi.

Menntunar og hæfniskröfur

Skil á umsóknum og umsóknarfrestur

Umsóknir sendist á info@cooling.is. Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 14. apríl 2023 en Kæling áskilur sér rétt á að ráða inn fólk áður en umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Atli Steinn Jónsson, framkvæmdastjóri í gegnum tölvupóst atli@cooling.is

Um Kælingu

Kæling er framsækið lausnafyrirtæki á sviði kælitækni sem selur og þjónustar kælilausnir fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað hér heima og erlendis. Gullið tækifæri til að vaxa í starfi og öðlast dýrmæta þekkingu í nútíma kælitækni. 

Hjá Kælingu starfar öflugt og samheldið teymi sem leggur mikið upp úr léttum og skemmtilegum anda á sama tíma og unnið er af krafti og metnaði að öllum verkefnum. Við fögnum áfangasigrum og gerum okkur reglulega glaðan dag saman og með fjölskyldum okkar.

Kæling er verkefnadrifið fyrirtæki þar sem boðið er upp á sveigjanleika þegar kemur að því hvernig starfsmenn mæta verkefnum sínum en leggjum á sama tíma áherslu á samvinnu og samveru á vinnustaðnum.

Stjórnendur félagsins leggja mikið upp úr því að fólki líði vel hjá fyrirtækinu og veita starfsfólki tækfæri til að vaxa og dafna í starfi. Að starfa hjá Kælingu veitir tækifæri til að öðlast fjölbreytta og dýrmæta reynslu í kæliiðnaði með möguleikum á að sækja sér frekari menntun á því sviði. Starfsánægja í fyrirtækinu er mjög góð sem endurspeglast m.a. í stöðugt hækkandi starfsaldri og lágri starfsmannaveltu.  

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um Kælingu.

Byltingarkennd kælilausn frá Kælingu hjá Rio Tinto. Mynd af kælivélum sem eru hluti af kælilausn frá Kælingu.

Stór kæld umhverfisvæn skref

Byltingakennd kælilausn hjá Rio Tinto í Straumsvík

Nýlega var tekin í notkun byltingakennd og afar umhverfisvæn kælilausn fyrir mötuneyti Rio Tinto í Straumsvík.

Byltingarkennd kælilausn frá Kælingu hjá Rio Tinto. Mynd af kælivélum sem eru hluti af kælilausn frá Kælingu.

Rio Tinto leitaði til Kælingar

Við upphaf verkefnisins leituðu forsvarsmenn Rio Tinto til Kælingar með það að leiðarljósi að endurnýja kælibúnað til geymslu mætvæla fyrir mötuneyti álversins. En eldri kælikerfi nýttu alfarið Freon sem kælimiðil auk þess að vera orðin lúin og léleg eftir að hafa staðið vaktina í yfir 25 ár.

 

Skýrar kröfur og metnaðarfull umhverfissjónarmið

Markmiðin voru skýr og eitt af lykilatriðum að innleiða lausn sem væri í takt við metnaðarfulla umhverfisstefnu Rio Tinto. Rík áhersla var einnig lögð á að velja vandaða lausn sem væri bæði hagkvæm og örugg í rekstri.

Margþætt bylting

Sérfræðingar Kælingar hófust þegar til handa við hönnun á nýrri kælilausn en hún nær til átta kælirýma sem eru blanda af frystiklefa, hraðkæli og kæliklefum auk lagna og stjórnbúnaðar.

Skömmu síðar var hafist handa við uppsetningu á afar fullkominni og umhverfisvænni kælilausn í samræmi við metnaðarfull markmið og stefnur álversins. Stjórnbúnaður og kælivélar lausnarinnar taka t.a.m. meira en helmingi minna pláss en eldri búnaður. Nýja kælilausnin er afar fullkomin útgáfa af nýrri kynslóð kælilausna sem nýta kolsýru – CO2 sem kælimiðil í stað Freons

Allt að 70% minni raforkunýting

Raforkunotkun nýju lausnarinnar er allt að 70% minni fyrir ákveðnar einingar en í heild er orkunotkunin ríflega 50% minni. Þarna er stígið mikilvægt skref sem fleiri fyrirtæki ættu að huga að bæði vegna hækkunar á orkuverði og yfirlýsinga orkufyrirtækja um að það fari að vanta orku.

Aukið öryggi - vöktun allan sólarhringinn - sneggra viðbragð

Auk betri orkunýtingar þá er öll vöktun og stýring rafeindastýrð og nettengjanleg. Öll vöktun og eftirlit með kerfinu er „on-line“ með sólarhringsvöktun og skilgreindu viðbragðsafli. En sérfræðingar Kælingar geta tengst kerfinum með öruggum og hröðum hætti til þess að greina villur og í flestum tilfellum gert lagfæringar ef eitthvað fer úrskeiðis.

Eitt af því sem gert var til þess að mæta kröfum um aukið rekstraröryggi er að mikilvægustu kælirýmin eru nú með tvöfallt kerfi sem þýðir að ef eitt kerfi bilar þá tekur annað yfir „redundant“ og gerir áhættu á að matvæli geti skemmst vegna bilunar nánast að engu.

Við óskum Rio Tinto til hamingju með þennan mikilvæga og umhverfisvæna áfanga í því að nýta orku með sem bestum hætti.

K4F ískrapavél um borð í Bárði SH 81

Ferskt starf hjá svölu fyrirtæki

Ferskt starf hjá svölu fyrirtæki Kæling er að ráða laus störf

Við erum að ráða í ný störf

Kæling leitar að öflugum starfskrafti í teymi sem vinnur að nýsköpun og þjónustu kælilausna. 

Starfið felur í sér

Starf sérfræðinga í kælitækni hjá Kælingu er fjölbreytt, skemmtileg og jafnframt nokkuð krefjandi starf. Sérfræðingar vinna við þróun, hönnun og uppsetningu á nýjum kælibúnaði en einnig viðhaldi og eftirliti á eldri búnaði. Þetta er lifandi og fjölbreytt starf sem unnið er ýmist á starfstöð fyrirtæksins í Hafnarfirði en einnig er talsvert á starfsstöðvum og eða um borð hjá viðskiptavinum víða um land og einnig erlendis.

 

Sérfræðingar hjá Kælingu eru sjálfstæðir í vinnubrögðum en vinna einnig mjög þétt sem ein heild í stærri verkefnum og að þróun kælilausna og búnaðar félagsins. Með nýjum meðlimum í teymið koma gjarnan nýjar hugmyndir sem tekið er fagnandi.

Menntunar og hæfniskröfur

Skil á umsóknum og umsóknarfrestur

Umsóknir sendist á info@cooling.is. Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 17. mars 2023 en Kæling áskilur sér rétt á að ráða inn fólk áður en umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Atli Steinn Jónsson, framkvæmdastjóri í gegnum tölvupóst atli@cooling.is

Um Kælingu

Kæling er framsækið lausnafyrirtæki á sviði kælitækni sem selur og þjónustar kælilausnir fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað hér heima og erlendis. Gullið tækifæri til að vaxa í starfi og öðlast dýrmæta þekkingu í nútíma kælitækni. 

Hjá Kælingu starfar öflugt og samheldið teymi sem leggur mikið upp úr léttum og skemmtilegum anda á sama tíma og unnið er af krafti og metnaði að öllum verkefnum. Við fögnum áfangasigrum og gerum okkur reglulega glaðan dag saman og með fjölskyldum okkar.

Kæling er verkefnadrifið fyrirtæki þar sem boðið er upp á sveigjanleika þegar kemur að því hvernig starfsmenn mæta verkefnum sínum en leggjum á sama tíma áherslu á samvinnu og samveru á vinnustaðnum.

Stjórnendur félagsins leggja mikið upp úr því að fólki líði vel hjá fyrirtækinu og veita starfsfólki tækfæri til að vaxa og dafna í starfi. Að starfa hjá Kælingu veitir tækifæri til að öðlast fjölbreytta og dýrmæta reynslu í kæliiðnaði með möguleikum á að sækja sér frekari menntun á því sviði. Starfsánægja í fyrirtækinu er mjög góð sem endurspeglast m.a. í stöðugt hækkandi starfsaldri og lágri starfsmannaveltu.  

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um Kælingu.

Rafmagnstafla Kaelistyring 1920x1360

Rafvirki – Kæling leitar að rafvirkja í leiðandi framtíðarstarf

Við hjá Kælingu leitum að reynslumiklum og metnaðarfullum rafvirkja sem vill starfa nýsköpun og framleiðslu á framúrskarandi kælibúnaði?

Framtíðarstarf fyrir rafvirkja

Kæling leitar nú að rafvirkja í leiðandi hlutverk í félaginu til framtíðar.

Starf rafvirkja hjá Kælingu er eitt af lykilstörfum í sérfræðiteymi okkar.

Rafvirki sem við leitum að mun hafa yfirumsjón með hönnun, uppsetningu og viðhald á stjórntöflum og stjórnkerfum fyrir kælibúnað og kælilausnir.

Um er að ræða lifandi og spennandi framtíðarstarf sem felur í sér fjölbreytt verkefni á starfstöð félagsins í Hafnarfirði en einnig víða um land og jafnvel erlendis.

Starfssvið

Starf rafvirkja hjá Kælingu felst m.a. í:

Hæfniskröfur

Við óskum umsóknum frá einstaklingum sem haldbæra þekkingu og reynslu af hönnun og uppsetningu iðnstýrikerfa. Helstu hæfniskröfur og menntun sem við leitum eftir hjá umsækjendum eru:

Umsóknarfrestur

Umsóknir sendist á info@cooling.is. Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 17. mars 2023 en Kæling áskilur sér rétt á að ráða inn fólk áður en umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Atli Steinn Jónsson, framkvæmdastjóri í gegnum tölvupóst atli@cooling.is

Um Kælingu

Kæling er framsækið lausnafyrirtæki á sviði kælitækni sem selur og þjónustar kælilausnir fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað hér heima og erlendis. Gullið tækifæri til að vaxa í starfi og öðlast dýrmæta þekkingu í nútíma kælitækni. 

Hjá Kælingu starfar öflugt og samheldið teymi sem leggur mikið upp úr léttum og skemmtilegum anda á sama tíma og unnið er af krafti og metnaði að öllum verkefnum. Við fögnum áfangasigrum og gerum okkur reglulega glaðan dag saman og með fjölskyldum okkar.

Kæling er verkefnadrifið fyrirtæki þar sem boðið er upp á sveigjanleika þegar kemur að því hvernig starfsmenn mæta verkefnum sínum en leggjum á sama tíma áherslu á samvinnu og samveru á vinnustaðnum.

Stjórnendur félagsins leggja mikið upp úr því að fólki líði vel hjá fyrirtækinu og veita starfsfólki tækfæri til að vaxa og dafna í starfi. Að starfa hjá Kælingu veitir tækifæri til að öðlast fjölbreytta og dýrmæta reynslu í kæliiðnaði með möguleikum á að sækja sér frekari menntun á því sviði. Starfsánægja í fyrirtækinu er mjög góð sem endurspeglast m.a. í stöðugt hækkandi starfsaldri og lágri starfsmannaveltu.  

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um Kælingu.

Kæling og Micro básinn valinn flottasti básinn á Sjávarútvegssýningunni 2022

Kæling og Micro sigurvegarar á Sjávarútvegssýningunni 2022

Sýningarbás Kælingar og Micro hefur verið valinn flottasti básinn á Sjávarútvegssýningunni 2022.

Þetta er skemmtileg viðurkenning og enn einn sigurinn fyrir samstarf þessara fyrirtækja en þau hafa innleitt fullkomnar vinnslu og kælilausnir um borð í nokkur fiskiskip hér á landi. 

Í pípunum eru talsvert af spennandi verkefnum hér heima og nokkur verkefni á döfinni með erlendum aðilum. 

Lausnir þessara fyrirtækja falla mjög vel saman í heildarlausnum fyrir fiskiskip og vinnslur í landi. 

Við hvetjum alla áhugasama að mæta á Sjávarútvegssýninguna sem fer fram 8. til 10. júní 2022 í Fífunni Kópavogi og renna við hjá okkur á bás númer 33.

 

home_header_img-1

Laus störf hjá Kælingu – leitum að öflugu fólki til framtíðarstarfa

Vilt þú starfa að nýsköpun og framleiðslu á framúrskarandi kælibúnaði?

Ef þú ert eða þekkir dugmikinn og áræðin einstakling sem hefur áhuga á að starfa við nýsköpun og þjónustu í kælitækni, þá er Kæling með starfið.

Við leitum að eftir öflugum starfskröftum í framleiðslu, uppsetningu og þjónustu á kælikerfum og kælibúnaði.

Um framtíðarstarf er að ræða.

Kæling er framsækið fyrirtæki í hönnun og framleiðslu, uppsetningu og viðhaldi á kælikerfum og ískrapavélum. Fyrirtækið selur og þjónustar kælibúnað á Íslandi, í Norður Ameríku auk fleiri landa.

Um er að ræða fram­tíð­ar­starf

Starfssvið

 • Reglubundið eftirlit og viðhald kælikerfa
 • Samsetning á kælibúnaði og kælitækjum í starfstöð Kælingar
 • Uppsetning og þjónusta á kælibúnaði og kælitækjum hjá viðskiptavinum
 • Nýsmíði – málmvinnsla

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun eða reynsla á sviði kælitækni og eða vélstjórnunar æskileg
 • Reynsla og þekking á málmiðnaði
 • Jákvæðni og áhuga­semi í starfi.
 • Sveigj­an­leiki í starfi og lausn­a­miðuð hugsun.
 • Sjálfstæð í vinnubrögð

ATH: Við hvetjum laghenta og reynslumikla aðila til að sækja um þó að menntun skorti.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Atli Steinn Jónsson, framkvæmdastjóri í gegnum tölvupóst atli@cooling.is

Umsóknir sendist á info@cooling.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2022 en áskilkjum okkur rétt að ráða fólk inn fyrr.

Ekki hika, sendu inn umsókn strax í dag!

Þórsnes SH109

Umhverfisvæn bylting um borð í Þórsnesi SH-109

Þórsnesið siglir inn í umhverfisvænni tíma

Kæling um borð í fiskiskipum er afar mikilvægur þáttur í verðmætasköpun veiðanna. Það skiptir því miklu máli að kælikerfin séu hagkvæm í rekstri og áreiðanleg. Kæling hefur unnið með íslenskum og erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum í yfir 15 ár við að hámarka aflaverðmæti með bestu mögulegu kælingu frá veiðum til löndunar. Umbreytingar um borð í Þórsnesi SH-109 eru gott dæmi um slíkt verkefni.

Bylting í pípunum – nýjar lausnir leysa Freonið af

Kæli og frystikerfi sem nýta Freon sem kælimiðil hafa verið mjög algeng um borð í íslenskum fiskiskipum en þessi kælimiðill er dýr, óumhverfisvænn og rekstur slíkra kælikerfa oft mjög áhættusamur.

 

Þar sem Freon er á útleið standa útgerðarfyrirtæki frammi fyrir áskorun um að leysa eldri Freonkerfi af hólmi. Hingað til hefur eini kosturinn verið að skipta alfarið út Freonkerfunum með mjög miklum tilkostnaði. En nú býður Kæling upp á nýjan byltingarkennda lausn sem er margfalt ódýrari og einfaldari. Lausnin sem Kæling býður upp á hefur verið nefnd Hydbrid F/A eða blendingslausn með Freon og vatns blönduðu Ammoníaki (NH4OH) þessi kerfið eru oft kölluð „kuldabera kerfi“. Í stað þess að keyra eingöngu Freon um kælikerfi er það einungis notað í litlum afmörkuðum hluta kerfisins. Eldri kælipressur eru yfirleitt notaðar áfram til að kæla kuldaberann niðu í allt að -40°C með hjálp varmaskiptis.  

Ammoníaks blöndunni  er svo dælt um lokuðar hringrásir til plötufrysta, lestarkælinga o.s.frv.

Minni áhætta, meiri hagkvæmni og mun umhverfisvænni kostur

Með því að velja Hybrid lausn frá Kælingu eru útgerðir og sjávarútvegsfyrirtæki að hljóta margþættan ávinningu líkt og gert var með Þórsnes SH-109. 

Hætta á Freonlekum er allt að 70% minni, sparnaðurinn byrjar strax að skila sér með meiri kæliafköstum og kaup á Freoni líklega úr sögunni næsta áratuginn auk jákvæðra umhverfisáhrifa.

Umtalsverður sparnaður með nýrri lausn frá Kælingu

Reikna má með að einungis sé notast við 1/6 af því Freoni sem áður var notað um borð. Miðað við kælikerfi um borð í Þórsnesi sem áður notaðist við 1.200 lítra af Freon en notast nú eingöngu við 200 lítra af Freon og allt bundið við notkun í vélarrúmi í stað þess að það streymdi um allt skipið í pípum. Búast má við svipuðum hlutföllum eða að 1/6 af því Freoni sem áður var notað verði áfram notað um borð.

Núverandi Freon getur dugað næsta áratuginn

Allt það Freon sem ekki þarf að nota um borð eða 5/6 hlutar er hægt að geyma og nýta næsta áratuginn til að fylla á nýtt kerfi ef þess gerist þörf, þetta kemur til af því að samhvæmt nýjum reglum má nota endurunnið freon af vissum gerðum áfram.

Nokkuð algengt að kælilagnir séu komnar á tíma

Mörg þeirra kælikerfa sem nýta Freon á öllu kerfinu eru með lagnir sem er komnar á tíma vegna tæringar.  Freon leki getur verið mjög kostnaðarsamur þar sem verð á Freon er á bilinu 15.000 til 20.000 kr/kg á móti um 800 kr/kg af Ammoníak blöndunni. Beinn kostnaður við að missa Freon út af kerfi er mikill, umhverfisáhrif eru annað en kostnaður sem hlýst af því að missa niður kæligetu úti á sjó getur verið verið verulegur. Það er því mörgum mikill léttir að komin sé kælilausn á móti eldri Freonkerfum sem hefur í för með sér margvíslegan ávinning.

Lausnin um borð í Þórsnesi SH-109 í hnotskurn

Endurbæturnar sem voru unnar um borð Þórsnesi felast í innleiðingu á Hybrid F/A – (Freon 507/Ammoníak hydroxide NH4OH) kælikerfi frá Kælingu sem í hnotskurn er:

Fullkomið skjámyndakerfi til stjórnunar og eftirlits

Eldri frystipressur yfirfarnar og nýttar áfram.

Ný kælivél sett á kerfi, sem notuð er þegar að skipið er á ferskfiski, lestar hitatigi haldið í 0-2°C. Því þarf ekki að nota stórar frystipressur nema á þegar að skipið er á frystingu.

Aukin frystigeta

Nýir varmaskiptar

Nýjar kælilagnir frá vélarúmi að:

 • Plötufrystum
 • Lestarkælikerfi

Freon magn minnkað úr 1.200 lítrum í 200

Hagkvæm leið fyrir fleiri fiskiskip

Leiðin sem farin var um borð í Þórsnesi hefur reynst afar vel en nú þegar þetta er skrifað hefur Þórsnes verið meira og minn á veiðum í 6 vikur og ný Hybrid lausn reynst afar vel. Þetta getur því reynst afar góður og umhverfisvænn kostur fyrir útgerðir þeirra sem standa frammi fyrir áskorunum vegna áhættu sem felst í eldri kælikerfum í þeirra fiskiskipum. Sérfræðingar Kælingar eru fulltrúum þeirra innan handar við að gera forkönnun á umfangi slíkra breytinga.