Photo 7.6.2024, 09 27 23

Kæling að leggja lokahönd á smíði færanlegrar ískrapaverksmiðju sem fer til Færeyja

Nú styttist í að við hjá Kælingu sendum nýja færanlega ískrapaverksmiðju til Færeyja. Þetta er gámlausn sem verður hluti af færanlegu sláturhúsi fyrir fiskeldi. Samstarfsaðilar okkar í Færeyrjum munu með þessari lausn geta farið á milli eldisstaða og séð um alla slátrun og frágang á afurðum til flutnings við fullkomnar aðstæður.

 

Vinna við K40PX2 færanlega ískrapaverksmiðju frá Kælingu

Dýrmætur sveigjanleiki

Það er mikil þróun í kringum fiskeldi í heiminum í dag og sú lausn sem við erum að leggja lokhönd á gefur dýrmætan ogmikilvægan sveigjanleika fyrir fiskeldisfyrirtæki og þá sérstaklega þau sem færa sig reglulega á milli staða með eldið.

 

Ískrapaverksmiðja í gám

Hlutur Kælingar í heildarlausninni snýr að framleiðslu og dælingu á ískrapa. Við höfum því hannað ískrapaverksmiðju sem komið er fyrir í 40 feta einangruðum gám. Í raun má segja að þetta sé „plug and play“ lausn þar sem þarf bara að tengja inntak fyrir sjó inn í gáminn, úttak fyrir ískrapa og rafmagn til að keyra búnaðinn.

 

 

K40PX2 ískrapaverksmiðja í vinnslu fyrir utan Kæilngu ehf.

Fjölþættar gámalausnir

Kæling býður fjölbreyttar gámalausnir sem passa fullkomlega fyrir vinnslur í landi hvort sem lausnirnar þurfa að vera færanlegar eða til að tengja varanlegum vinnslustöðum. Kostirnir eru fjölþættir, færanleikinn getur komið sér vel en ekki síður þeir kostir að það getur verið mjög fljótlegt að innleiða nýjar kælilausnir á vinnslustöðum þar sem gámum er komið fyrir á athafnasvæði og þeir svo tengdir við húsin með tilheyrandi lögnum og þar með getur kælimiðlar og eða ískrapi flætt á þá staði sem þeirra er þörf. Gámalausnirnar geta líka verið mjög hentugar og hagkvæmar lausnir á þeim stöðum sem húsnæði er takmarkað.

Vinna við K40PX2 færanlega ískrapaverksmðiju frá Kælingu í gám.
Skólamatur með svala nálgun í umhverfismálum. Með því að velja umhverfisvæna kælilausn frá Kælingu.

Skólamatur með svala og umhverfisvæna nálgun í kælimálum

Nú er allt að 70% minni raforkunotkun með nýjum kælilausnum frá Kælingu.
 
Víkurfréttir fjölluðu um samstarf Kælingar við Skólamat og þá miklu uppbyggingu sem er búin að eiga sér stað hjá þeim að undanförnu.
 
Hér má lesa meira um þetta ánægjulega og árangursríka samstarf
 

 

Skólamatur með kælilausn frá Kælingu kæld vörumóttaka.

Skólamatur afhendir yfir 23.000 máltíðir og millimál á dag

 

Það eru ekki allir sem átta sig hversu stórt fyrirtæki Skólamatur er orðið. En fyrirtækið sér um yfir 23.000 máltíðir og millimál á dag
Í dag þjónustar Skólamatur yfir 85 skóla á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu með yfir 23.000 máltíðir og millimál á dag fyrir leik- og grunnskólabörn. Kröfurnar um stærra og hentugra húsnæði voru því orðnar aðkallandi eftir vöxt undanfarinna ára.
 
 
Umhverfisvænar kælilausnir hjá Skólamat frá Kælingu megin kælibúnaður sem stýrir mest allri kælingu.

Tækifæri fyrir önnur fyrirtæki að taka hagkvæm umhverfisvæn skref

Mikil tækifæri fyrir önnur fyrirtæki að taka stór og umhverfisvæn skref líkt og Skólamatur hefur gert. En með því að minnka freon um allt að 80% á eldri kerfum er búið að taka mjög stórt skref og áhætta í rekstri minnkuð verulega.
Kæling býður upp á Hybrid leið fyrir eldri kælikerfi en með þeirri leið er dregið verulega úr notkun á dýrum og óumhverfisvænum kælimiðlum líkt og freon um allt að 80%. Í staðin fyrir freon er notað Co2 sem kuldberandi efni um lagnir kælikerfisins. Þetta er afar áhrifarík leið sem dregur einnig verulega úr raforkunotkun og áhættu á dýrum umhverfisslysum líkt og að missa freon út af kerfum.
Lagnir í kælikerfum tærast í mörgum tilfellum með aldrinum og því sækjast stjórnendur, sjávarútvegsfyrirtækja, fyrirtækja í matvælaiðnaði, verslunum, hótelum og veitingastöðum mikið eftir því að taka þessi mikilvægu skref í umhverfis- og öryggismálum fyrirtækja.
Skólamatur kældur vinnslusalur með umhverfisvænum kælilausnum frá Kælingu

Skref fyrir skref í rétta átt

Fyrirtæki geta því valið að taka umhverfis- og rekstrarmálin alla leið leið líkt og Skólamatur þegar kemur að kælimálum eða velja minni skref þar sem eldri fjárfesting er nýtt að hámarki og mjög stór umhverfisvæn skref tekin í rétta átt.

Running Tide velur kælilausnir frá Kælingu

Running Tide velur lausnir frá Kælingu

Við hjá Kælingu fáum reglulega spennandi og skemmtilegar fyrirspurnir um lausnir á stýringu hitastigs vökva og eða lofttegunda fyrir fjölbreytta starfsemi. Á dögunum barst okkur skemmtileg fyrirspurn frá Running Tide sem er mjög áhugavert fyrirtæki á sviði umhverfismála.

Running Tide velur kælilausnir frá Kælingu

Spennandi samstarfsaðili

Running Tide er afar spennandi fyrirtæki sem vinnur að bættri heilsu sjávar með bindingu kolefnis í sjó. Í sinni einföldustu mynd þá byggist þeirra aðferð upp á því að rækta þörunga og koma þeim til á flothylkjum sem fleytt er langt út á haf þar sem flothylkin og þörungurinn sekkur til botns í djúpsævi og bindur kolefnið. Þörungurinn er ræktaður upp í hitastýrðu umhverfi á starfsstöð fyrirtækisins á Akranesi. Sérstök flothylki sem samanstanda af kalkstein og viðarkurli með þörungum sem er komið fyrir á ákveðnum hafsvæðum þar sem þau binda kolefni úr hröðu kolefnishringrásinni. Þörungarnir vaxa hratt og þyngjast sem endar með því að baujan með þörungunum sekkur til botns með kolefnið sem hefur bundis í baujunni og situr þar í hundruð eða jafnvel þúsundir ára.

Þörungar frá Running Tide þörunga og koma þeim til á flothylkjum sem fleytt er langt út á haf þar sem flothylkin og þörungurinn sekkur til botns í djúpsævi og bindur kolefnið

Lausnin frá Kælingu

Áskorunin frá Running Tide fólst í að skapa þrískipt vinnurými með ólíkum hitastigum fyrir hvert þrep framleiðslunnar á þörungunum. Lausnin fólst í að byggja upp þrjú einangruð og aðgreind rými úr einingum frá Kælingu með fullkominn stjórnbúnað til að stýra lofthita í hverju rými með umhverfisvænum hætti. Til að stýra lofthita nýtum við nýja kynslóð af mjög fullkomnum umhverfisvænum kælibúnaði sem nýta kolsýru – CO2 sem kælimiðil í stað t.d. Freon sem hefur verið ríkjandi sem kælimiðill um langt skeið.

Hvert rými er byggt upp sjálfstætt með vönduðum einingum sem falla einstaklega þétt saman og gefa mikla einangrun sem er einn af lykilþáttum í umhverfisvænum lausnum. Sveiflur eru óæskilegar og sífelldar leiðréttingar á kjörhitastigi kalla á meiri orkunýtingu. Vandaðar lokanir og hurðakerfi í kæliklefalausnum Kælingar leika þar stórt hlutverk.

Raforkunotkun í lágmarki

Raforkunotkun kælibúnaðar sem þessa er allt að 80% minni til samanburðar við eldri lausnir sem víða eru í notkun. Þess má geta að mikil aukning er einmitt á verkefnum hjá Kælingu þar sem eldri kælirými eru uppfærð með nýtíma kælibúnaði til þess bæði að taka stór umhverfisvæn skref m.a. með því að skipta út Freon sem kælimiðli en einnig til þess að stórminnka raforkunotkun og auka rekstraröryggi. Þar er ýmist alfarið skipt kerfum út eða nýttar svokallaðar Hybrid lausnir þar sem Freon magn er í algjöru lágmarki og nýtt til að kæla aðra umhverfisvæna kælimiðla í gegnum varmaskipta.

Binding kolefnis í sjó með þörungum sem sökkva til botns

 

Eftirlit og viðhald í gegnum fjartengingar

Ný kynslóð kælilausna frá Kælingu eru mun hagkvæmari í rekstri og með mun meira rekstraröryggi en eldri lausnir. Öll vöktun er orðin stafræn og hægt að tengja við öryggiskerfi og eða beinu viðbragðsafli hjá Kælingu sem getur sem skjótum hætti tengst kerfum og kannað stöðu og jafnvel framkvæmd viðgerðir í gegnum fjartengingar.

Við er stolt og ánægð af samstarfi við Running Tide og hvetjum fólk til að kynna sér þeirra spennandi viðfangsefni og nálgun. En við munum vinna áfram með þeim að þeirra mikilvæga verkefni við að bæta heilbrigði náttúrunnar.

Bardur SH81 feature

Allt að verða klárt um borð í Bárði SH 81

Nú er allt að verða klárt um borð í Bárði SH-81. Bárður er glæsilegt trefjaplast skip sem er smíðað er i Danmörku. Þetta er stærsta trefjaplastskip íslenska fiskiskipaflotans 153 tonn og 23,6 metrar á lengd.
Bárður er glæsilegt og vel búið skip til netaveiða og veiða með snurvoð.
Um borð er K4F krapavél frá Kælingu.
Þetta er sem notuð verðu til að kæla aflan um borð. Aflinn verður kældur um leið og hann er kominn í fiskikar í lestinni.
K-4F er nett en öflug krapavél, sem getur framleitt allt að 1.164 l/klst af ískrapa.
Krapavélar framleiða krapa úr sjó, sem er notaður til kælingar á afla þegar búið er að gera að honum. Krapa er dælt jafnt og þétt í kör eins og lagt er í þau.
Hægt er að stjórna þéttleika á ísþykkninu eftir því sem hentar á hverjum tíma og staðsetja stjórntæki í raun hvar sem er um borð s.s. uppi í brú, á dekki eða niðri í lest og jafnvel vera með fleir en eitt stjórntæki.
Kynntu þér krapavélar hjá Kælingu nánar með því að smella á hlekkinn https://cooling.is/kaelibunadur/iskrapavelar-med-forkaelingu/

Á meðfylgjandi myndum má sjá Bárð SH 81 við bryggju í Hafnarfirði og krapakerfið um borð.

6M2A0591

Indriði Kristins BA 751 með krapakerfi frá Kælingu

Nýverið var nýjum Indriða Kristins BA 751 hleypt af stokkunum úr skipasmíðastöðinni Trefjum í Hafnarfirði. Indriði verður með krapakerfi frá Kælingu.

Indriði er yfirbyggður 12 metra langur, 22 tonna bátur, smíðaður úr trefjaplasti. Báturinn verður gerður út frá Tálknafirði.  Hann er með 19.000 króka línubeitningarvél og róið daglega þegar gefur. Nýtt og öflugt krapakerfi frá Kælingu er um borð í bátnum en það gefur möguleika á lengri túrum ef svo ber undir. Kerfið tryggir hámarksgæði aflans þegar komið er í land þar sem hann er kældur um leið og fiskurinn kemur um borð og geymdur í lestinni við hárrétt hitastig.

Á meðfylgjandi myndum má sjá Indriða Kristins við bryggju í Hafnarfirði og krapakerfið um borð. Stefán Kristjánsson einn eigenda Kælingar er þarna að leggja lokahönd á ísetningu kerfisins og sjá til þess að allt gangi nú rétt og vel fyrir sig.

6M2A0591

Nýlega var Indriði Kristins BA-751 sjósettur í Hafnarfjarðarhöfn

Indriði Kristins er búinn mörgum nýjungum og er einstaklega stöðugur. Kæling hefur komið að hönnun og smíði þessa skips nánast frá upphafi og strax var ljóst að mikið væri lagt upp úr að hámarka gæði aflans á öllum stigum.

Verkefnið var nokkuð krefjandi þar sem gengið er lengra í kælibúnaði um borð í þessu skipi í samanburði við mörg önnur. Áskorunin fólst fyrst og fremst í því að tryggja kælingu á öllum stigum og að koma fyrir búnaði sem tæki sem minnst pláss en væri að sama skapi aðgengilegur.

Sérhönnuð samstæða sem hámarkar verðmæti aflans

Niðurstaðan var að velja KP40 sjókælir og K4F ískrapavél. En saman vinnur þessi kælibúnaðar einstaklega vel. KP40 sjókælirinn skilar allt að 2.000 l/klst. af 0°heitum sjó og hins vegar allt að 3.000 l/klst. af sjó sem er -2° frá yfirborðshita sjávar.

Fiskurinn er kældur með fullkomnum hætti á öllum stigum

Einstakt samspil þessa kælibúnaðar gerir það að verkum að fiskurinn fer beint í sjó sem er tveimur gráðum kaldari en yfirborð sjávar og þar blæðir fiskinum út við kjöraðstæður. Þegar fiskinum hefur blætt út er hann færður yfir í ker með 0° heitum sjó þar sem er látinn kólna niður áður en hann fer niður í lest og settur í krapa.

Með þessari aðferð er hægt að tryggja hámarksgæði á aflanum allt frá því að fiskur er veiddur og þar til honum er komið til vinnslu eða á markaði í landi. 

vesteinn

Vésteinn GK-88 sjósettur

Vésteinn er smíðaður af Trefjum í Hafnarfirði fyrir útgerðarfélagið Einhamar í Grindavík. Kæling setti upp kælikerfi í skipinu.

Skipið

Vésteinn GK-88 er 15metrar á lengd og mælist 30 brúttótonn. Vésteinn er systurskip Auðar Vésteins SU-88 og Gísli Súrssonar GK-8 og  sem Einhamar fékk afhent árið árið 2014.

Skipið er úr trefjaplasti og vel búið tækjum og stjórnbúnaði. En skipið er búið til línuveiða.

Vélarrými

Aðalvél skipsins er 880 hestafla Doosan 4V222TI  (22L). Auk þess útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Kælibúnaður um borð í skipinu er vandaður og afkastamikill en fyrir valinu varð K4-F ískrapavél vél með forkæli og K-25 sjókæli frá Kælingu ehf.

Brúin

Brúin er velbúin tækjum en siglingatæki eru af gerðinni JRC og Raymarine. Í brunni er hægt að stýra þykkt og magni á ískrapa auk dælingar frá sjókæli til að hámarka gæði og ferskleika aflans.

Stór borðsalur er í brúnni og aðbúnaður allur hin besti.

Dekkið

Skipið er útbúið til línuveiða. Beitningavél, rekkakerfi og línuspil er frá Mustad í Noregi.

Búnaður á dekki er frá Stálorku. Löndunarkrani á er af gerðinni TMP frá Ásafli ehf.

Vel búið skip

Í lestinni er rými fyrir allt að 41 stk. 460lítra plastkör. Millidekk er lokað með aðgreindu dráttarrými.

Aðstaða fyrir áhöfn er til fyrirmyndar. Í skipunu er upphituð stakkageymsla.  Svefnpláss er fyrir fimm í lúkar auk fullkominnar eldunaraðstöðu með eldavél, bakarofni, örbylgjuofn, ísskáp og uppþvottavél.

Skipið er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður um borð fyrir áhöfn í takt við það.

Starfsfólk Kælingar óskar Einhamri og áhöfn til hamingju með nýtt og glæsilegt skip.

Hafbborg EA með kælibúnað frá Kælingu

Til hamingju með Hafborg EA

Við hjá Kælingu óskum útgerð og áhöfn til hamingju með Hafborg EA nýtt skip sem var að bætast í flotann. Sérsmíðað skip sem er hannað til dragnótarveiða.

Hafbborg EA með kælibúnað frá Kælingu

Þetta er ekki einungis glæsilegt skip heldur er allur tækjabúnaður hinn vandaðasti. Búnaðurinn er sérvalinn með það að leiðarljósti að hámarka afköst og hámarka aflaverðmæti. Við getum með stolti sagt frá því að um borð er K8F ískrapavél og 3000 lítar ístankur frá Kælingu. Þessi ískrapavél hentar einkar vel fyrir skip af þessari stærð.

Hámarks afköst og hámarks aflaverðmæti höfð að leiðarljósi

Við val á ískrapavél var haft að leiðarljósi afkastageta ásamt auðveldum og öruggum rekstri á vélinni.

ágúst

Kæling semur við Þorbjörn hf.

Kæling semur við Þorbjörn hf. um þjónustu á öllum kælibúnaði um borð í fjórum línuskipum útgerðarinnar.

Við hjá Kælingu fögnum samstarfi við Þorbjörn hf. En nýlega var undirritaður samningur milli fyrirtækjanna um þjónustu á öllum kælibúnaði um borð í fjórum línuskipum.

Samstarf milli þessara fyrirtækja er ekki nýtt af nálinni því Kæling hefur unnið að margskonar kælitengdum verkefnum í gegnum tíðina.

Kæling sér um öll kælikerfi um borð

Kæling mun sjá um viðhald og rekstur á öllum kælibúnaði um borð í þessum fjórum skipum. En um borð í hverju skipi er fjöldinn af kælibúnaði þar má nefna lestarkælikerfi, beitu frystir, kælikerfi fyrir matvæli og sjókælikerfi. Á hverju ári er fara skipin í gegnum allsherjar yfirferð á öllum kælibúnaði. Við slíka yfirferð er ýmist ákveðnum búnaði skipt út, skipt eða gert við hluta kælikerfa þar sem vísbendingar eru um veikleika. Allsherjar yfirferð er mjög mikilvægur þáttur að tryggja sem bestan rekstur á skipinu.kælikerfum Það getur verið dýrt að lenda í bilunum kælikerfum á miðri vertíð eða í miðjum túr.

Fyrirbyggjandi viðhald og öruggur rekstur

Fyrirbyggjandi viðhald og viðgerðir á búnaði skila sér í mun betra rekstraröryggi á kælibúnaði. Oft á tíðum er skipta út hlutum úr kælikerfum og gera þá upp. Uppgerðu hlutirnir eins og t.d. kælipressur má nýta í næsta skip og þannig ná fram sparnaði og rekstraröryggi á kælikerfum.

Mikil áræðni að sigla um innsiglinguna í Grindavík

Við hjá Kælingu þökkum traustið sem Þorbjörn hf. hefur sýnt okkur og tökumst spennt á við þetta skemmtilega verkefni. Það er spennandi til þess að hugsa það þor og áræðni sem skipstjórar og áhafnir þurfa til að sigla um innsiglinguna í Grindavík verandi viss um að allur kælibúnaður um borð sé reiðubúinn í átök út á miðum.

Skinney Thinganes

Uppsetning á kæligeymslu hjá Skinney Þinganesi að hefjast

Kæling setur upp kæligeymslu hjá Skinney Þinganesi og áætlað að uppsetning klárist á þessu ári.

Kæling er stöðugt í spennandi verkefnum hér heima og erlendis. Nú er eitt mjög spennandi að hefjast en það er uppsetning á 12.300 m3 kæligeymslu fyrir afurðir hjá Skinney Þinganes. Hitastigið í þessari glæsilegu kæligeymslu verður 0-2 °C. Kælibúnaðurinn sem settur verður upp í þessari geymslu er mjög öflugur en nýtir orku vel og er hagkvæmur í rekstri. Við ætlum að fylgjast með vinnslu þessa verkefnis hér á síðunni og á Facebook.

Áætlað er að er að uppsetning klárist síðar á þessu ári.