Rafvirki – Kæling leitar að rafvirkja í leiðandi framtíðarstarf

Við hjá Kælingu leitum að reynslumiklum og metnaðarfullum rafvirkja sem vill starfa nýsköpun og framleiðslu á framúrskarandi kælibúnaði?

Framtíðarstarf fyrir rafvirkja

Kæling leitar nú að rafvirkja í leiðandi hlutverk í félaginu til framtíðar.

Starf rafvirkja hjá Kælingu er eitt af lykilstörfum í sérfræðiteymi okkar.

Rafvirki sem við leitum að mun hafa yfirumsjón með hönnun, uppsetningu og viðhald á stjórntöflum og stjórnkerfum fyrir kælibúnað og kælilausnir.

Um er að ræða lifandi og spennandi framtíðarstarf sem felur í sér fjölbreytt verkefni á starfstöð félagsins í Hafnarfirði en einnig víða um land og jafnvel erlendis.

Starfssvið

Starf rafvirkja hjá Kælingu felst m.a. í:

Hæfniskröfur

Við óskum umsóknum frá einstaklingum sem haldbæra þekkingu og reynslu af hönnun og uppsetningu iðnstýrikerfa. Helstu hæfniskröfur og menntun sem við leitum eftir hjá umsækjendum eru:

Umsóknarfrestur

Umsóknir sendist á info@cooling.is. Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 17. mars 2023 en Kæling áskilur sér rétt á að ráða inn fólk áður en umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Atli Steinn Jónsson, framkvæmdastjóri í gegnum tölvupóst atli@cooling.is

Um Kælingu

Kæling er framsækið lausnafyrirtæki á sviði kælitækni sem selur og þjónustar kælilausnir fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað hér heima og erlendis. Gullið tækifæri til að vaxa í starfi og öðlast dýrmæta þekkingu í nútíma kælitækni. 

Hjá Kælingu starfar öflugt og samheldið teymi sem leggur mikið upp úr léttum og skemmtilegum anda á sama tíma og unnið er af krafti og metnaði að öllum verkefnum. Við fögnum áfangasigrum og gerum okkur reglulega glaðan dag saman og með fjölskyldum okkar.

Kæling er verkefnadrifið fyrirtæki þar sem boðið er upp á sveigjanleika þegar kemur að því hvernig starfsmenn mæta verkefnum sínum en leggjum á sama tíma áherslu á samvinnu og samveru á vinnustaðnum.

Stjórnendur félagsins leggja mikið upp úr því að fólki líði vel hjá fyrirtækinu og veita starfsfólki tækfæri til að vaxa og dafna í starfi. Að starfa hjá Kælingu veitir tækifæri til að öðlast fjölbreytta og dýrmæta reynslu í kæliiðnaði með möguleikum á að sækja sér frekari menntun á því sviði. Starfsánægja í fyrirtækinu er mjög góð sem endurspeglast m.a. í stöðugt hækkandi starfsaldri og lágri starfsmannaveltu.  

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um Kælingu.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

K4F ískrapavél um borð í Bárði SH 81

Leika verkfærin í höndunum á þér?

Kæling óskar eftir öflugum starfskrafti í samsetningu og uppsetningu á kælikerfum Sækja um starf Starfið felur í sér Starfið felur í sér

Add a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *