Gullver og Þórunn Sveinsdóttir minnka freon notkun um allt að 90%

Stöðugt fleiri útgerðir velja umhverfisvænni kosti og vilja t.d. minnka freon notkun um borð í fiskiskipum sínum.

Nýlega lukum við hjá Kælingu uppsetningum á umhverfisvænum Hybrid F/A lestar kælikerfum um borð í Þórunni Sveinsdóttur
VE-401 og Gullver NS-012

Hybrid F/A lestar kælikerfi minnkar freon um allt að 90%

Hybrid F/A lestar kælikerfi minnkar freon um allt að 90%

Stór umhverfisvæn skref

Með þessum nýju Hybrid F/A lestar kælikerfum taka útgerðirnar Ós ehf. með Þórunni Sveins og Síldarvinnslan hf með Gullver 
stór umhverfisvæn skref og spara samhliða í rekstri og minnka verulega áhættu á freon tengdum vandamálum um borð.

Dregið allt að 90% úr freon notkun um borð

Til þess að auka rekstaröryggi og auka afköst kælikerfa þá höfum við hjá Kælingu þróað lausn sem gengur út á að breyta kælikerfunum í kuldabera kerfi. Settur er varmaskiptir á kælikerfið sem er með freon öðru megin og glycol hinumegin. Glycolinu sem er kælt niður -10 til -15°C er svo dælt inn á spirala í lestinni  með þessu má minnka freon magnið um 85 til 90% og halda því á við varmaskiptinn í stað þess að leiða það um allt skip.
Uppfærsla á lestar kælikerfum - freonið minnkað

Uppfærsla á lestar kælikerfum – freonið minnkað

Mikill rekstrarsparnaður

Á hefðbundnu  lestar kælikerfi eru gjarnan 50-100 kg af freon sem kælimiðli og þegar að kílógrammið af freon kostar  á milli 15 og 20.000 + vsk þá getur það verið mikið tjón ef það lekur af kælikerfinu. Freonið sem var á kerfinu áður en Hybrid F/A lausnin var sett um borð má geyma og nota næstu árin.

Helstu kostir Hybrid F/A (kuldabera) lausnar frá Kælingu eru:

  • Freon sem kælimiðilsmagn aðeins um 10% af fyrra magns á kælikerfinu
  • Jafnari kæling á kælispírulum.
  • Afbræðsla á spírölum einföld með því að hita upp glycol.
  • Ef núverandi kælikerfi er í góðu standi þá má nota spírala, stjórntöflu og stóran hluta af þjöppu samstæðunni við innleiðingu á Hybrid F/A kerfinu
  • Mun minni rekstraráhætta gagnvart Freoni – hætt á dýrum lekum heyrir sögunni til og
    innkaup á freon líklega óþörf næstu árin.       
  • Umhverfisvæn lausn. 
Við hjá Kælingu ehf. óskum Ós ehf. og Síldarvinnslunni Hf.  til lukku með þessu mikilvægu og umhverfisvænu skref.
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn

Fleiri fréttir

Ferskt starf hjá svölu fyrirtæki Kæling er að ráða laus störf

Ferskt starf hjá svölu fyrirtæki

Við erum að ráða í ný störf Kæling leitar að öflugum starfskrafti í teymi sem vinnur að nýsköpun og þjónustu kælilausna. ATH: Við hvetjum laghent og

Kæling á Sjávarútvegssýningunni 2022 í Fífunni fólk á sýningarbásnum

Mikill fjöldi á sýningarbás Kælingar

Það var vel mætt og góð stemning á sýningarbás Kælingar á Sjávarútvegssýningunni 2022 í Fífunni.  Margir góðir gestir stöldruðu við hjá Kælingu

Add a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *