ágúst

Kæling semur við Þorbjörn hf.

Kæling semur við Þorbjörn hf. um þjónustu á öllum kælibúnaði um borð í fjórum línuskipum útgerðarinnar.

Við hjá Kælingu fögnum samstarfi við Þorbjörn hf. En nýlega var undirritaður samningur milli fyrirtækjanna um þjónustu á öllum kælibúnaði um borð í fjórum línuskipum.

Samstarf milli þessara fyrirtækja er ekki nýtt af nálinni því Kæling hefur unnið að margskonar kælitengdum verkefnum í gegnum tíðina.

Kæling sér um öll kælikerfi um borð

Kæling mun sjá um viðhald og rekstur á öllum kælibúnaði um borð í þessum fjórum skipum. En um borð í hverju skipi er fjöldinn af kælibúnaði þar má nefna lestarkælikerfi, beitu frystir, kælikerfi fyrir matvæli og sjókælikerfi. Á hverju ári er fara skipin í gegnum allsherjar yfirferð á öllum kælibúnaði. Við slíka yfirferð er ýmist ákveðnum búnaði skipt út, skipt eða gert við hluta kælikerfa þar sem vísbendingar eru um veikleika. Allsherjar yfirferð er mjög mikilvægur þáttur að tryggja sem bestan rekstur á skipinu.kælikerfum Það getur verið dýrt að lenda í bilunum kælikerfum á miðri vertíð eða í miðjum túr.

Fyrirbyggjandi viðhald og öruggur rekstur

Fyrirbyggjandi viðhald og viðgerðir á búnaði skila sér í mun betra rekstraröryggi á kælibúnaði. Oft á tíðum er skipta út hlutum úr kælikerfum og gera þá upp. Uppgerðu hlutirnir eins og t.d. kælipressur má nýta í næsta skip og þannig ná fram sparnaði og rekstraröryggi á kælikerfum.

Mikil áræðni að sigla um innsiglinguna í Grindavík

Við hjá Kælingu þökkum traustið sem Þorbjörn hf. hefur sýnt okkur og tökumst spennt á við þetta skemmtilega verkefni. Það er spennandi til þess að hugsa það þor og áræðni sem skipstjórar og áhafnir þurfa til að sigla um innsiglinguna í Grindavík verandi viss um að allur kælibúnaður um borð sé reiðubúinn í átök út á miðum.

þorskur

Mikið áunnist á 10 árum frá fyrstu sölu í USA

Mikið hefur áunnist á 10 árum frá fyrstu sölu í Bandaríkjunum en við erum hvergi nærri hætt.

Það kemur mörgum á óvart hversu mikið Kæling starfar erlendis. Nýlega snéri Atli framkvæmdastjóri og Jón Pétur til baka úr góðri vinnuferð til Norður Ameríku. En um þessar mundir á Kæling 10 ára starfsafmæli í Norður Ameríku.

Viðskiptavinum fjölgað á þessum 10 árum

Á þessum 10 árum hefur viðskiptavinum úti fjölgjað jafnt og þétt og á ákveðnum svæðum er Kæling orðin þekktur aðili hjá bæði útgerðum og landvinnslum. Umhverið á þeim slóðum sem við störfum er talsvert öðruvísi en það sem við þekkjum hér heima. Á þessum svæðum hefur ekki orðið eins mikil samþjöppun og ákveðin tækifæri til sameininga og ná auknu hagræði.Eftir fyrirspurnir um starfsemina erlendis fannst okkur sjálfsagt að segja örlítið frá hvað Kæling er að gera í Norður Ameríku.

Dæmi um verkefni í Norður Ameríku

Einn af okkar viðskiptavinum rekur 5 skip sem eru um 35 metrar að lengd og gerð út á botnvörpu. Um þessar mundir er unnið að endurnýjun á búnaði um borð í tveimur skipum. Í þessi skip fara ískrapavélar, safntankar, sjókælar og lestarkælingar..Kælikerfið í lestinni er með kælispírulum sem heldur 0-2°C.  Sjókælikerfið kælir sjó frá 20 gráðum niður í  0°C. Þessum sjó er dælt niður í kælikarið en það er gaman að segja frá því að við karið kemur frá Micro hér á Íslandi og er kælikarið kallað drekinn. Það tekur fiskinn um 40 mínútur að fara í gegnum karið og er hitastigið á aflanum komið í 2-4°C þegar að hann fer niður í lest. Ískrapavélin framleiðir svo ískrapann í safntankinn sem sést fyrir ofan karið frá Micro. Frá safntankinum er ísnum svo dælt niður í lest, þar sem fiskurinn er ísaður niður í fiskikör.

Verktíminn var stífur en búnaðinum var komið fyrir á tveimur vikum ásamt því að kenna mönnum að nota hann. Kennsla er lykilatriði og mikil áhersla lögð á að menn þekki kerfin vel þegar tekið er við heim. Með þeim hætti er hægt að nýta búnaðinn mun betur og ná mun betri árangri í kælingu á afl.

Ánægðir viðskiptavinir með aukin aflaverðmæti

Kælibúnaðurinn um þessu Norður Amerísku skipum hefur reynst mjög vel og tryggt betri og jafnari gæði á afla. Fiskkaupendur geta reitt sig á gæði frá þessari útgerð og vita að hverju þeir ganga sem hefur tryggt viðskiptasambönd enn frekar.

Hafðu samband við okkur ef þú vilt kynna þér búnaðinn eða starfsemi okkar nánar.

Skinney Thinganes

Uppsetning á kæligeymslu hjá Skinney Þinganesi að hefjast

Kæling setur upp kæligeymslu hjá Skinney Þinganesi og áætlað að uppsetning klárist á þessu ári.

Kæling er stöðugt í spennandi verkefnum hér heima og erlendis. Nú er eitt mjög spennandi að hefjast en það er uppsetning á 12.300 m3 kæligeymslu fyrir afurðir hjá Skinney Þinganes. Hitastigið í þessari glæsilegu kæligeymslu verður 0-2 °C. Kælibúnaðurinn sem settur verður upp í þessari geymslu er mjög öflugur en nýtir orku vel og er hagkvæmur í rekstri. Við ætlum að fylgjast með vinnslu þessa verkefnis hér á síðunni og á Facebook.

Áætlað er að er að uppsetning klárist síðar á þessu ári.

K-4F krapavél með forkæli

Ískrapavélar vinsælar fyrir Cleópatra báta

Við höfum verið að smíða mikið af ískrapavélum fyrir Cleópatra báta upp á síðakasitð, ískrapavélar voru nýverið settar um borð í Jónínu Brynju ÍS 55 og Fríðu Dagmar ÍS 103 báðir í eigu Jakobs Valgeirs ehf á Bolungarvík, þetta eru  K4F ískrapavélar. Vélarnar eru útbúnar með títan forkæli sem heldur uppi framleiðslugetunni þegar sjóhitinn fer hækkandi á sumrin.

Einnig voru settar tvær K4F ískrapavélar um borð í báta Einhamars Seafood ehf, það eru bátarnir Gísli Súrsson GK-8 og Auður Vésteins SU-88. Við settum líka 30 Kw forkæla í bátana sem munu framleiða kaldan sjó í kælikar frá 3X. Forkælarnir eru alsjálfvirkir og eru staðsettir ofan á ískrapavélunum.

kleifaberg

Kæling ehf setur ískrapavél um borð í Kleifabergið RE 70

Kæling setur öfluga 2 strokka ískrapavél í Kleifabergið RE 70, sem gert er út af Brim hf.

Útgerðarfyrirtækið Brim hf. festi kaup á ískrapavél af  Kælingu ehf á haustmánuðum  Kerfið var svo sett  um um borð í Kleifaberg RE 70 í Desember.

Kefið er af gerðinni K-8F Splitt, sem þýðir að þetta er 2 strokka ísvél með forkæli, þar sem kælivél , ísstrokkar og forkæli er komið fyrir um  í sitt hvoru lagi.