Við höfum verið að smíða mikið af ískrapavélum fyrir Cleópatra báta upp á síðakasitð, ískrapavélar voru nýverið settar um borð í Jónínu Brynju ÍS 55 og Fríðu Dagmar ÍS 103 báðir í eigu Jakobs Valgeirs ehf á Bolungarvík, þetta eru K4F ískrapavélar. Vélarnar eru útbúnar með títan forkæli sem heldur uppi framleiðslugetunni þegar sjóhitinn fer hækkandi á sumrin.
Einnig voru settar tvær K4F ískrapavélar um borð í báta Einhamars Seafood ehf, það eru bátarnir Gísli Súrsson GK-8 og Auður Vésteins SU-88. Við settum líka 30 Kw forkæla í bátana sem munu framleiða kaldan sjó í kælikar frá 3X. Forkælarnir eru alsjálfvirkir og eru staðsettir ofan á ískrapavélunum.