Mikið hefur áunnist á 10 árum frá fyrstu sölu í Bandaríkjunum en við erum hvergi nærri hætt.
Það kemur mörgum á óvart hversu mikið Kæling starfar erlendis. Nýlega snéri Atli framkvæmdastjóri og Jón Pétur til baka úr góðri vinnuferð til Norður Ameríku. En um þessar mundir á Kæling 10 ára starfsafmæli í Norður Ameríku.
Viðskiptavinum fjölgað á þessum 10 árum
Á þessum 10 árum hefur viðskiptavinum úti fjölgjað jafnt og þétt og á ákveðnum svæðum er Kæling orðin þekktur aðili hjá bæði útgerðum og landvinnslum. Umhverið á þeim slóðum sem við störfum er talsvert öðruvísi en það sem við þekkjum hér heima. Á þessum svæðum hefur ekki orðið eins mikil samþjöppun og ákveðin tækifæri til sameininga og ná auknu hagræði.Eftir fyrirspurnir um starfsemina erlendis fannst okkur sjálfsagt að segja örlítið frá hvað Kæling er að gera í Norður Ameríku.
Dæmi um verkefni í Norður Ameríku
Einn af okkar viðskiptavinum rekur 5 skip sem eru um 35 metrar að lengd og gerð út á botnvörpu. Um þessar mundir er unnið að endurnýjun á búnaði um borð í tveimur skipum. Í þessi skip fara ískrapavélar, safntankar, sjókælar og lestarkælingar..Kælikerfið í lestinni er með kælispírulum sem heldur 0-2°C. Sjókælikerfið kælir sjó frá 20 gráðum niður í 0°C. Þessum sjó er dælt niður í kælikarið en það er gaman að segja frá því að við karið kemur frá Micro hér á Íslandi og er kælikarið kallað drekinn. Það tekur fiskinn um 40 mínútur að fara í gegnum karið og er hitastigið á aflanum komið í 2-4°C þegar að hann fer niður í lest. Ískrapavélin framleiðir svo ískrapann í safntankinn sem sést fyrir ofan karið frá Micro. Frá safntankinum er ísnum svo dælt niður í lest, þar sem fiskurinn er ísaður niður í fiskikör.
Verktíminn var stífur en búnaðinum var komið fyrir á tveimur vikum ásamt því að kenna mönnum að nota hann. Kennsla er lykilatriði og mikil áhersla lögð á að menn þekki kerfin vel þegar tekið er við heim. Með þeim hætti er hægt að nýta búnaðinn mun betur og ná mun betri árangri í kælingu á afl.
Ánægðir viðskiptavinir með aukin aflaverðmæti
Kælibúnaðurinn um þessu Norður Amerísku skipum hefur reynst mjög vel og tryggt betri og jafnari gæði á afla. Fiskkaupendur geta reitt sig á gæði frá þessari útgerð og vita að hverju þeir ganga sem hefur tryggt viðskiptasambönd enn frekar.
Hafðu samband við okkur ef þú vilt kynna þér búnaðinn eða starfsemi okkar nánar.