Það er mikil sókn í umhverfsivænum lausnum hjá Kælingu Víkurafli.
Mörg umhverfisvæn verkefni eru í gangi hjá Kælingu Víkurafli þessa dagana. Við finnum fyrir verulegum áhuga viðskiptavina á umhverfsivænum kælilausnum sem bæði þurfa mun minni raforku og nýta umhverfisvæna kælimiðla.
Mörg umhverfisvæn verkefni í gangi
Við erum meðal annars að vinna í Áskeli ÞH-048, þar sem verið er setja upp Hydru sem er fjölvirkt kælikerfi sem hannað er til að tengjast eldri kerfum og gera þau mun umhverfisvænni. Allt að 90% af eldri óumhverfsivænum kælimiðlum eru teknir út og orkusprnaður allt að 30%, framkvæmd sem getur verið mjög fljót að borga sig.
Á þessari skemmtilegu mynd sjást fjölmörg skip sem við komum að, þarna sést Ársæll, líka Pálína Þórunn GK-049 og í baksýn er Birtingur NK-119 en á vormánuðum settum við upp Hydru um borð í honum. Einnig kom inn til löndunar Jóhanna Gísladóttir ÁR-206 en Kæling Víkurafl sér um að þjónusta það skip líka.
Stöðugt fleiri útgerðir velja umhverfisvænni kosti og vilja t.d. minnka freon notkun um borð í fiskiskipum sínum.
Nýlega lukum við hjá Kælingu uppsetningum á umhverfisvænum Hybrid F/A lestar kælikerfum um borð í Þórunni Sveinsdóttur VE-401 og Gullver NS-012
Hybrid F/A lestar kælikerfi minnkar freon um allt að 90%
Stór umhverfisvæn skref
Með þessum nýju Hybrid F/A lestar kælikerfum taka útgerðirnar Ós ehf. með Þórunni Sveins og Síldarvinnslan hf með Gullver stór umhverfisvæn skref og spara samhliða í rekstri og minnka verulega áhættu á freon tengdum vandamálum um borð.
Dregið allt að 90% úr freon notkun um borð
Til þess að auka rekstaröryggi og auka afköst kælikerfa þá höfum við hjá Kælingu þróað lausn sem gengur út á að breyta kælikerfunum í kuldabera kerfi. Settur er varmaskiptir á kælikerfið sem er með freon öðru megin og glycol hinumegin. Glycolinu sem er kælt niður -10 til -15°C er svo dælt inn á spirala í lestinni með þessu má minnka freon magnið um 85 til 90% og halda því á við varmaskiptinn í stað þess að leiða það um allt skip.
Uppfærsla á lestar kælikerfum – freonið minnkað
Mikill rekstrarsparnaður
Á hefðbundnu lestar kælikerfi eru gjarnan 50-100 kg af freon sem kælimiðli og þegar að kílógrammið af freon kostar á milli 15 og 20.000 + vsk þá getur það verið mikið tjón ef það lekur af kælikerfinu. Freonið sem var á kerfinu áður en Hybrid F/A lausnin var sett um borð má geyma og nota næstu árin.
Helstu kostir Hybrid F/A (kuldabera) lausnar frá Kælingu eru:
Freon sem kælimiðilsmagn aðeins um 10% af fyrra magns á kælikerfinu
Jafnari kæling á kælispírulum.
Afbræðsla á spírölum einföld með því að hita upp glycol.
Ef núverandi kælikerfi er í góðu standi þá má nota spírala, stjórntöflu og stóran hluta af þjöppu samstæðunni við innleiðingu á Hybrid F/A kerfinu
Mun minni rekstraráhætta gagnvart Freoni – hætt á dýrum lekum heyrir sögunni til og innkaup á freon líklega óþörf næstu árin.
Umhverfisvæn lausn.
Við hjá Kælingu ehf. óskum Ós ehf. og Síldarvinnslunni Hf. til lukku með þessu mikilvægu og umhverfisvænu skref.
Það var vel mætt og góð stemning á sýningarbás Kælingar á Sjávarútvegssýningunni 2022 í Fífunni.
Margir góðir gestir stöldruðu við hjá Kælingu til að kynna sér nýjungar og ræða þau fjölmörgu tækifæri sem nú bjóðast á sviði kælitækni bæði til að auka aflaverðmæti en einnig til að auka rekstrarhagkvæmni og velja umhverfisvæna kælingalausnir.
Heimsóknir erlendra gesta eru oft mjög áhugaverðar á svona sýningum og þessi var engin undantekning. Við hér á Íslandi gerum okkur ekki oft grein fyrir hversu öflug íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í því að innleiða betri tækni og umhverfisvænni lausnir í samanburði við erlend fyrirtæki.
Eitt af því sem við tökum tökum nánast sem sjálfsögðum hlut í dag er að framleiða allan ís um borð úr sjó en það virðist mjög algengt að erlend skip þurfi að kaupa og tanka verulegt magni áður en haldið er á miðinn til þess að geta framleitt ís um borð.
Við hjá Kælingu viljum þakka öllum sem lögðu leið sína á bás okkar og skipuleggjendum fyrir góða sýningu og þá sérstaklega fyrir verðlaunin sem Kæling hlut fyrir sýningarbásinn á sýningunn