Nú nýlega hlaut Kæling Víkurafl styrk frá Tækniþróunarsjóði vegna þróunar og smíði á vistvænni ískrapalausn, ICECO₂L, sem er með CO₂-glýkól kælimiðli. Tækninýjung sem stillir sig sjálfvirkt saman við hvaða kælibera sem er. Leysir af hólmi F-gös og NH3-kerfi og er fullkomlega sveigjanlegt, ómengandi, orkusparandi, sjálfvirkt og vistvænt.
Það er mikill heiður að fá svona opinbera viðurkenningu á því mikla þróunar- og nýsköpunarstarfi sem unnin er hér innanhúss hjá okkur í Kælingu Víkurafl.
Nýlega var undirritaður samstarfssamningur á milli Kælingar Víkurafls og PolarFoxx í Þýskalandi. Kæling Víkurafl verður því umboðsaðili fyrir vörur PolarFoxx www.polarfoxx-shop.com, á Íslandi en PolarFoxx er leiðandi í framleiðslu og sölu á þráðlausum hitamælum og rakamælum auk vöktunarkerfa til að vakta öll þau rými og staði þar sem mikilvægt er að fylgjast með hitastigi.
Vöktunarkerfin búa yfir nákvæmum skráningum og sjálfvirkum aðgerðum. Kerfin geta unnið skýrslur og sent með sjálfvirkum hætti á ákveðnum tímasetningum. Einnig er hægt að skilgreina sjálfvirkt viðbragð sem getur falið í sér sendingu tölvupósta og eða hringingar í síma ef upp koma frávik á kjörhita- og eða rakastigi.
Mikil reynsla í lausnum fyrir matvælaiðnað
Í boði eru vandaðr lausnir m.a. fyrir veitingastaði, matvöruverslanir, iðnaðareldhús og eða kjötvinnslur. Í matvælaþjónustu skiptir öllu máli að fylgja HACCP leiðbeiningum til fulls til að tryggja gæði og öryggi matvæla.
Vaktaðir flutningar
Með lausnum frá PolarFoxx er m.a. hægt að tryggja áreiðanleg eftirlit með hitastigi við flutninga. Þessar lausnir hafa reynst afar vel fyrir matvæla- og lyfjaflutninga þar sem hver mínúta við rangt hitastig getur skiptskiptir öllu máli.
Við erum með lausnina
Ef fylgjast þarf með, skrá upplýsingar, gera skýrslur og bregðast við frávikum í hitastigi, rakastig og að tengingar séu virkar þá bjóðum við lausnina. Einn af fjölmörgum lausna frá PolarFoxx er að hægt er að byrja smátt og skala kerfi upp eftir vexti og þörfum fyrirtækja.
Raflausnasérfræðingar Kælingar Víkurafls eru þér innan handar að við hönnun og val á sérsniðnum lausnum fyrir þitt fyrirtæki. Fyrir frekari upplýsingar bendum við á tölvupóstinn info@cooling.is og eða símanúmer okkar 565-7918
Núna í maí eru 20 ár síðan Kæling var stofnuð í bílskúr í Hafnarfirði. Nú fögnum við þessum merku tímamótum stolt sem Kæling Víkurafl.
Af þessu tilefni fjallaði mbl.is um sögu og þróun félagsins í skemmtilegri grein sem má lesa hér.
Upphaf Kælingar ehf má rekja til þess að Atli Steinn og Stefán kynntumst við störf í öðru félagi. Það kom fljótlega í ljós að þeir félagar höfðu sama metnað og að hugur þeirra stefndi hærra, sem varð til þess að við Kælingu ehf. var stofnuð í maí árið 2005.
Þeir félagar byrjuðu með tvær hendur tómar í bílskúrnum heima hjá Atla en halda nú upp á tuttugu ára afmæli fyrirtækisins sem má lesa nánar um hér.
Með sameiningu Kælingar og Víkurafls eykst þjónustan til muna frá því sem áður var. Sameinuð félög geta nú aukið þjónustuframboð sitt þar sem Víkurafl hefur hingað til sérhæft sig í rafþjónustu við sjávarútveg og annan hefðbundinn iðnað ásamt því að setja upp stýringar við vélar, kælikerfi og önnur hefðbundin vélakerfi. Nú er einnig boðið upp á alhliða vinnu við raflagnir, nýlagnir, viðhald og annað því tengdu.
Kæling Víkurafl ehf. leitar eftir að ráða öflugan starfskraft í skemmtilegt og spennandi framtíðarstarf innan teymis sem vinnur að nýsköpun og þjónustu við kælilausnir.
Starfið felur í sér:
Nýsmíði
Málmvinnslu
Suðuvinnu
Smíði og uppsetningu nútíma kælilausna
Eftirlit og viðhald kælilausna hjá viðskiptavinum
Starfið kallar á að starfsfólk þurfi mögulega að vera á ferðinni, um höfuðborgarsvæðið, úti á landi og mögulega erlendis ef þurfa þykir.
Menntunarkröfur og hæfniskröfur:
Menntun á sviði vélstjórnunar, vélvirkjunar, véltækni eða sambærileg er æskileg.
Jákvæðni, sveigjanleiki og sjálfstæð hugsun eru lykilatriði
Hæfni til að vinna vel í hóp og eiga gott með samvinnu.
Þó menntun skorti hvetjum við öll sem hafa áhuga að starfa í þessum geira að sækja um þó svo að að reynslu og menntun skorti.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Atli Steinn Jónsson, framkvæmdastjóri í gegnum tölvupóst atli@cooling.is
Um Kælingu
Kæling Víkurafl ehf. er framsækið lausnafyrirtæki á sviði kælitækni og rafþjónustu sem selur og þjónustar kælilausnir fyrir fjölda atvinnugreina hér heima og erlendis. Hér er gullið tækifæri til að vaxa í starfi og öðlast dýrmæta þekkingu í nútíma kælitækni.
Hjá Kælingu Víkurafli starfar öflugt og samheldið teymi sem leggur mikið upp úr léttum og skemmtilegum anda á sama tíma og unnið er af krafti og metnaði að öllum verkefnum. Við fögnum áfangasigrum og gerum okkur reglulega glaðan dag saman og með fjölskyldum okkar.
Kæling Víkurafl er verkefnadrifið fyrirtæki þar sem boðið er upp á sveigjanleika þegar kemur að því hvernig starfsmenn mæta verkefnum sínum en leggjum á sama tíma áherslu á samvinnu og samveru á vinnustaðnum.
Stjórnendur félagsins leggja mikið upp úr því að fólki líði vel hjá fyrirtækinu og veita starfsfólki tækfæri til að vaxa og dafna í starfi. Að starfa hjá Kælingu veitir tækifæri til að öðlast fjölbreytta og dýrmæta reynslu í kæliiðnaði með möguleikum á að sækja sér frekari menntun á því sviði. Starfsánægja í fyrirtækinu er mjög góð sem endurspeglast m.a. í stöðugt hækkandi starfsaldri og lágri starfsmannaveltu.
Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um Kælingu Víkurafl.
Kæling ehf. og Víkurafl ehf. hafa sameinast og verður fyrst um sinn talað um „Kæling Víkurafl“ í daglegu tali.
Öflugt þekkingar og þjónustufyrirtæki
Við samrunan verður til mjög öflugt þekkingar og þjónustufyrirtæki á sviði hitastýringa og sjálfvirknivæðinga. Fyrirtækið selur áfram staðlaðar og sérhannaðar kæli- og hitastýringalausnir auk sjálstýringa ýmiskonar fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi, fiskeldi, líftækniiðnaði, matvælaframleiðslu og öðrum iðnaði.
Fjölþættari þjónusta
Fyrirtækið mun einnig veita alhliða þjónustu og vöktun þegar kemur að kælibúnaði, kælilausnum og flest öllum rafbúnaði í fyrirtækjum. En fyrirtækið mun einnig sjá um öll rafmagnsmál fyrir viðskiptavini sem þess óska.
Eigendur sameinaðs félags Kælingar og Víkurafls, frá vinstri: Atli Steinn Jónsson, E. Stefán Kristjánsson, Jón Pétur Sigurðsson, Arnþór Sigurðsson og Þorleifur Hjalti Alfreðsson.
Hafa unnið að mörgum sameiginlegum verkefnum
Kæling og Víkurafl hafa komið að mörgum sameiginlegum verkefnum í gegnum tíðina um borð í fiskiskipum og hjá sjávarútvegsfyrirtækjum í landi. Samvinna í þessum verkefnum hefur gengið afar vel sem var kveikjan að hugmynd eigenda að sameina félögin. Mikil sérþekking liggur hjá báðum félögum þá einna helst tengt sjávarútvegi en mikill vöxtur og ný þekking hefur myndast hratt hjá báðum félögum við uppsetningar og þjónustu við fiskeldisfyrirtæki.
Líka mikill ávinningur fyrir viðskiptavini
Samlegðaráhrif sameiningarinnar eru mikil milli félaganna og ávinningur viðskiptavina verulegur sem nú geta nýtt þá miklu þekkingu, reynslu og getu sem Kæling – Víkurafl býr yfir. Fyrirtækið er nú í stakk búið til að annast mun stærri og flóknari verkefni en áður. Viðskiptavinir geta náð fram mun hagkvæmari verkefnum og einfaldari samskiptum í tengslum við þau með því að nýta sameinaða krafta Kælingar og Víkurafls.
Spennandi sókn framundan
Framundan er mikil sókn á mörgum sviðum en þó einn helst í tengslum við umhverfisvæn kælikerfi og kælilausnir en Kæling hefur um árabil unnið að þróun umhverfisvænna kælilausna þar sem bæði er hægt að kaupa ný kerfi sem eru alfarið nýta umhverfisvæna kælimiðla eða sá kostur sem getur verið afar hagkvæmt milliskref í hagræðingu og umhverfismálum en það er að láta breyta eldri kerfum þannig að allt að 90% af óumhverfisvænum kælimiðlum er fjarlægð. Í nýjum umhverfisvænum kælikerfum og kælibúnaði er gjarnan notast við C02 sem kælimiðil en einnig eru í boði aðrir umhverfisvænir kælimiðlar.
Nú styttist í að við hjá Kælingu sendum nýja færanlega ískrapaverksmiðju til Færeyja. Þetta er gámlausn sem verður hluti af færanlegu sláturhúsi fyrir fiskeldi. Samstarfsaðilar okkar í Færeyrjum munu með þessari lausn geta farið á milli eldisstaða og séð um alla slátrun og frágang á afurðum til flutnings við fullkomnar aðstæður.
Dýrmætur sveigjanleiki
Það er mikil þróun í kringum fiskeldi í heiminum í dag og sú lausn sem við erum að leggja lokhönd á gefur dýrmætan ogmikilvægan sveigjanleika fyrir fiskeldisfyrirtæki og þá sérstaklega þau sem færa sig reglulega á milli staða með eldið.
Ískrapaverksmiðja í gám
Hlutur Kælingar í heildarlausninni snýr að framleiðslu og dælingu á ískrapa. Við höfum því hannað ískrapaverksmiðju sem komið er fyrir í 40 feta einangruðum gám. Í raun má segja að þetta sé „plug and play“ lausn þar sem þarf bara að tengja inntak fyrir sjó inn í gáminn, úttak fyrir ískrapa og rafmagn til að keyra búnaðinn.
Fjölþættar gámalausnir
Kæling býður fjölbreyttar gámalausnir sem passa fullkomlega fyrir vinnslur í landi hvort sem lausnirnar þurfa að vera færanlegar eða til að tengja varanlegum vinnslustöðum. Kostirnir eru fjölþættir, færanleikinn getur komið sér vel en ekki síður þeir kostir að það getur verið mjög fljótlegt að innleiða nýjar kælilausnir á vinnslustöðum þar sem gámum er komið fyrir á athafnasvæði og þeir svo tengdir við húsin með tilheyrandi lögnum og þar með getur kælimiðlar og eða ískrapi flætt á þá staði sem þeirra er þörf. Gámalausnirnar geta líka verið mjög hentugar og hagkvæmar lausnir á þeim stöðum sem húsnæði er takmarkað.
Skólamatur afhendir yfir 23.000 máltíðir og millimál á dag
Það eru ekki allir sem átta sig hversu stórt fyrirtæki Skólamatur er orðið. En fyrirtækið sér um yfir 23.000 máltíðir og millimál á dag
Í dag þjónustar Skólamatur yfir 85 skóla á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu með yfir 23.000 máltíðir og millimál á dag fyrir leik- og grunnskólabörn. Kröfurnar um stærra og hentugra húsnæði voru því orðnar aðkallandi eftir vöxt undanfarinna ára.
Tækifæri fyrir önnur fyrirtæki að taka hagkvæm umhverfisvæn skref
Mikil tækifæri fyrir önnur fyrirtæki að taka stór og umhverfisvæn skref líkt og Skólamatur hefur gert. En með því að minnka freon um allt að 80% á eldri kerfum er búið að taka mjög stórt skref og áhætta í rekstri minnkuð verulega.
Kæling býður upp á Hybrid leið fyrir eldri kælikerfi en með þeirri leið er dregið verulega úr notkun á dýrum og óumhverfisvænum kælimiðlum líkt og freon um allt að 80%. Í staðin fyrir freon er notað Co2 sem kuldberandi efni um lagnir kælikerfisins. Þetta er afar áhrifarík leið sem dregur einnig verulega úr raforkunotkun og áhættu á dýrum umhverfisslysum líkt og að missa freon út af kerfum.
Lagnir í kælikerfum tærast í mörgum tilfellum með aldrinum og því sækjast stjórnendur, sjávarútvegsfyrirtækja, fyrirtækja í matvælaiðnaði, verslunum, hótelum og veitingastöðum mikið eftir því að taka þessi mikilvægu skref í umhverfis- og öryggismálum fyrirtækja.
Skref fyrir skref í rétta átt
Fyrirtæki geta því valið að taka umhverfis- og rekstrarmálin alla leið leið líkt og Skólamatur þegar kemur að kælimálum eða velja minni skref þar sem eldri fjárfesting er nýtt að hámarki og mjög stór umhverfisvæn skref tekin í rétta átt.
Starfið felur í sér skemmtilega og fjölþætta vinnu við kæli-og frystibúnað og lausnum bæði á starfstöð Kælingar og hjá viðskiptavinum.
Nýsmíði - málmvinnsla - suðuvinna
Smíði og uppsetningu nútíma kælilausna
Eftirlit og viðhald kælilausna hjá viðskiptavinum
Menntunar og hæfniskröfur
Reynsla á sviði smíða- og eða tæknivinnu
Jákvæðni og áhugasemi í starfi
Sveigjanleiki í starfi og lausnamiðuð hugsun
Sjálfstæð vinnubrögð
Skil á umsóknum og umsóknarfrestur
Umsóknir sendist á greta@cooling.is. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 15. desember 2023 en Kæling áskilur sér rétt á að ráða inn fólk áður en umsóknarfrestur rennur út.
Nánari upplýsingar um starfið
Nánari upplýsingar um starfið veitir Atli Steinn Jónsson, framkvæmdastjóri í gegnum tölvupóst atli@cooling.is
Um Kælingu
Kæling er framsækið lausnafyrirtæki á sviði kælitækni sem selur og þjónustar kælilausnir fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað hér heima og erlendis. Gullið tækifæri til að vaxa í starfi og öðlast dýrmæta þekkingu í nútíma kælitækni.
Hjá Kælingu starfar öflugt og samheldið teymi sem leggur mikið upp úr léttum og skemmtilegum anda á sama tíma og unnið er af krafti og metnaði að öllum verkefnum. Við fögnum áfangasigrum og gerum okkur reglulega glaðan dag saman og með fjölskyldum okkar.
Kæling er verkefnadrifið fyrirtæki þar sem boðið er upp á sveigjanleika þegar kemur að því hvernig starfsmenn mæta verkefnum sínum en leggjum á sama tíma áherslu á samvinnu og samveru á vinnustaðnum.
Stjórnendur félagsins leggja mikið upp úr því að fólki líði vel hjá fyrirtækinu og veita starfsfólki tækfæri til að vaxa og dafna í starfi. Að starfa hjá Kælingu veitir tækifæri til að öðlast fjölbreytta og dýrmæta reynslu í kæliiðnaði með möguleikum á að sækja sér frekari menntun á því sviði. Starfsánægja í fyrirtækinu er mjög góð sem endurspeglast m.a. í stöðugt hækkandi starfsaldri og lágri starfsmannaveltu.
Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um Kælingu.