Kæling Víkurafl ehf. leitar eftir að ráða öflugan starfskraft í skemmtilegt og spennandi framtíðarstarf innan teymis sem vinnur að nýsköpun og þjónustu við kælilausnir.
Starfið felur í sér:
- Nýsmíði
- Málmvinnslu
- Suðuvinnu
- Smíði og uppsetningu nútíma kælilausna
- Eftirlit og viðhald kælilausna hjá viðskiptavinum
Starfið kallar á að starfsfólk þurfi mögulega að vera á ferðinni, um höfuðborgarsvæðið, úti á landi og mögulega erlendis ef þurfa þykir.
Menntunarkröfur og hæfniskröfur:
- Menntun á sviði vélstjórnunar, vélvirkjunar, véltækni eða sambærileg er æskileg.
- Jákvæðni, sveigjanleiki og sjálfstæð hugsun eru lykilatriði
- Hæfni til að vinna vel í hóp og eiga gott með samvinnu.
Þó menntun skorti hvetjum við öll sem hafa áhuga að starfa í þessum geira að sækja um þó svo að að reynslu og menntun skorti.
Skil á umsóknum og umsóknarfrestur
Umsóknir sendist í gegnum skráningar á Alfreð – alfred.is
Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2025 en Kæling Víkurafl ehf. áskilur sér rétt á að ráða inn fólk áður en umsóknarfrestur rennur út.
Nánari upplýsingar um starfið
Nánari upplýsingar um starfið veitir Atli Steinn Jónsson, framkvæmdastjóri í gegnum tölvupóst atli@cooling.is
Um Kælingu
Kæling Víkurafl ehf. er framsækið lausnafyrirtæki á sviði kælitækni og rafþjónustu sem selur og þjónustar kælilausnir fyrir fjölda atvinnugreina hér heima og erlendis. Hér er gullið tækifæri til að vaxa í starfi og öðlast dýrmæta þekkingu í nútíma kælitækni.
Hjá Kælingu Víkurafli starfar öflugt og samheldið teymi sem leggur mikið upp úr léttum og skemmtilegum anda á sama tíma og unnið er af krafti og metnaði að öllum verkefnum. Við fögnum áfangasigrum og gerum okkur reglulega glaðan dag saman og með fjölskyldum okkar.
Kæling Víkurafl er verkefnadrifið fyrirtæki þar sem boðið er upp á sveigjanleika þegar kemur að því hvernig starfsmenn mæta verkefnum sínum en leggjum á sama tíma áherslu á samvinnu og samveru á vinnustaðnum.
Stjórnendur félagsins leggja mikið upp úr því að fólki líði vel hjá fyrirtækinu og veita starfsfólki tækfæri til að vaxa og dafna í starfi. Að starfa hjá Kælingu veitir tækifæri til að öðlast fjölbreytta og dýrmæta reynslu í kæliiðnaði með möguleikum á að sækja sér frekari menntun á því sviði. Starfsánægja í fyrirtækinu er mjög góð sem endurspeglast m.a. í stöðugt hækkandi starfsaldri og lágri starfsmannaveltu.
Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um Kælingu Víkurafl.