Kæling ehf. og Víkurafl ehf. sameinast. Mynd frá undirritun samnings.

Kæling ehf. og Víkurafl ehf. sameinast

Kæling ehf. og Víkurafl ehf. hafa sameinast og verður fyrst um sinn talað um „Kæling Víkurafl“ í daglegu tali.

Vinna við K40PX2 færanlega ískrapaverksmiðju frá Kælingu

Öflugt þekkingar og þjónustufyrirtæki

Við samrunan verður til mjög öflugt þekkingar og þjónustufyrirtæki á sviði hitastýringa og sjálfvirknivæðinga. Fyrirtækið selur áfram staðlaðar og sérhannaðar kæli- og hitastýringalausnir auk sjálstýringa ýmiskonar fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi, fiskeldi, líftækniiðnaði, matvælaframleiðslu og öðrum iðnaði.

Fjölþættari þjónusta

Fyrirtækið mun einnig veita alhliða þjónustu og vöktun þegar kemur að kælibúnaði, kælilausnum og flest öllum rafbúnaði í fyrirtækjum. En fyrirtækið mun einnig sjá um öll rafmagnsmál fyrir viðskiptavini sem þess óska.

Kæling ehf. og Víkurafl ehf. sameinast. Mynd frá undirritun samnings.

Eigendur sameinaðs félags Kælingar og Víkurafls, frá vinstri: Atli Steinn Jónsson, E. Stefán Kristjánsson, Jón Pétur Sigurðsson, Arnþór Sigurðsson og Þorleifur Hjalti Alfreðsson.

Hafa unnið að mörgum sameiginlegum verkefnum

Kæling og Víkurafl hafa komið að mörgum sameiginlegum verkefnum í gegnum tíðina um borð í fiskiskipum og hjá sjávarútvegsfyrirtækjum í landi. Samvinna í þessum verkefnum hefur gengið afar vel sem var kveikjan að hugmynd eigenda að sameina félögin. Mikil sérþekking liggur hjá báðum félögum þá einna helst tengt sjávarútvegi en mikill vöxtur og ný þekking hefur myndast hratt hjá báðum félögum við uppsetningar og þjónustu við fiskeldisfyrirtæki.

Líka mikill ávinningur fyrir viðskiptavini

Samlegðaráhrif sameiningarinnar eru mikil milli félaganna og ávinningur viðskiptavina verulegur sem nú geta nýtt þá miklu þekkingu, reynslu og getu sem Kæling – Víkurafl býr yfir.  Fyrirtækið er nú í stakk búið til að annast mun stærri og flóknari verkefni en áður. Viðskiptavinir geta náð fram mun hagkvæmari verkefnum og einfaldari samskiptum í tengslum við þau með því að nýta sameinaða krafta Kælingar og Víkurafls.

Spennandi sókn framundan

Framundan er mikil sókn á mörgum sviðum en þó einn helst í tengslum við umhverfisvæn kælikerfi og kælilausnir en Kæling hefur um árabil unnið að þróun umhverfisvænna kælilausna þar sem bæði er hægt að kaupa ný kerfi sem eru alfarið nýta umhverfisvæna kælimiðla eða sá kostur sem getur verið afar hagkvæmt milliskref í hagræðingu og umhverfismálum en það er að láta breyta eldri kerfum þannig að allt að 90% af óumhverfisvænum kælimiðlum er fjarlægð. Í nýjum umhverfisvænum kælikerfum og kælibúnaði er gjarnan notast við C02 sem kælimiðil en einnig eru í boði aðrir umhverfisvænir kælimiðlar.

Vinna við K40PX2 færanlega ískrapaverksmðiju frá Kælingu í gám.
Photo 7.6.2024, 09 27 23

Kæling að leggja lokahönd á smíði færanlegrar ískrapaverksmiðju sem fer til Færeyja

Nú styttist í að við hjá Kælingu sendum nýja færanlega ískrapaverksmiðju til Færeyja. Þetta er gámlausn sem verður hluti af færanlegu sláturhúsi fyrir fiskeldi. Samstarfsaðilar okkar í Færeyrjum munu með þessari lausn geta farið á milli eldisstaða og séð um alla slátrun og frágang á afurðum til flutnings við fullkomnar aðstæður.

 

Vinna við K40PX2 færanlega ískrapaverksmiðju frá Kælingu

Dýrmætur sveigjanleiki

Það er mikil þróun í kringum fiskeldi í heiminum í dag og sú lausn sem við erum að leggja lokhönd á gefur dýrmætan ogmikilvægan sveigjanleika fyrir fiskeldisfyrirtæki og þá sérstaklega þau sem færa sig reglulega á milli staða með eldið.

 

Ískrapaverksmiðja í gám

Hlutur Kælingar í heildarlausninni snýr að framleiðslu og dælingu á ískrapa. Við höfum því hannað ískrapaverksmiðju sem komið er fyrir í 40 feta einangruðum gám. Í raun má segja að þetta sé „plug and play“ lausn þar sem þarf bara að tengja inntak fyrir sjó inn í gáminn, úttak fyrir ískrapa og rafmagn til að keyra búnaðinn.

 

 

K40PX2 ískrapaverksmiðja í vinnslu fyrir utan Kæilngu ehf.

Fjölþættar gámalausnir

Kæling býður fjölbreyttar gámalausnir sem passa fullkomlega fyrir vinnslur í landi hvort sem lausnirnar þurfa að vera færanlegar eða til að tengja varanlegum vinnslustöðum. Kostirnir eru fjölþættir, færanleikinn getur komið sér vel en ekki síður þeir kostir að það getur verið mjög fljótlegt að innleiða nýjar kælilausnir á vinnslustöðum þar sem gámum er komið fyrir á athafnasvæði og þeir svo tengdir við húsin með tilheyrandi lögnum og þar með getur kælimiðlar og eða ískrapi flætt á þá staði sem þeirra er þörf. Gámalausnirnar geta líka verið mjög hentugar og hagkvæmar lausnir á þeim stöðum sem húsnæði er takmarkað.

Vinna við K40PX2 færanlega ískrapaverksmðiju frá Kælingu í gám.
Skólamatur með svala nálgun í umhverfismálum. Með því að velja umhverfisvæna kælilausn frá Kælingu.

Skólamatur með svala og umhverfisvæna nálgun í kælimálum

Nú er allt að 70% minni raforkunotkun með nýjum kælilausnum frá Kælingu.
 
Víkurfréttir fjölluðu um samstarf Kælingar við Skólamat og þá miklu uppbyggingu sem er búin að eiga sér stað hjá þeim að undanförnu.
 
Hér má lesa meira um þetta ánægjulega og árangursríka samstarf
 

 

Skólamatur með kælilausn frá Kælingu kæld vörumóttaka.

Skólamatur afhendir yfir 23.000 máltíðir og millimál á dag

 

Það eru ekki allir sem átta sig hversu stórt fyrirtæki Skólamatur er orðið. En fyrirtækið sér um yfir 23.000 máltíðir og millimál á dag
Í dag þjónustar Skólamatur yfir 85 skóla á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu með yfir 23.000 máltíðir og millimál á dag fyrir leik- og grunnskólabörn. Kröfurnar um stærra og hentugra húsnæði voru því orðnar aðkallandi eftir vöxt undanfarinna ára.
 
 
Umhverfisvænar kælilausnir hjá Skólamat frá Kælingu megin kælibúnaður sem stýrir mest allri kælingu.

Tækifæri fyrir önnur fyrirtæki að taka hagkvæm umhverfisvæn skref

Mikil tækifæri fyrir önnur fyrirtæki að taka stór og umhverfisvæn skref líkt og Skólamatur hefur gert. En með því að minnka freon um allt að 80% á eldri kerfum er búið að taka mjög stórt skref og áhætta í rekstri minnkuð verulega.
Kæling býður upp á Hybrid leið fyrir eldri kælikerfi en með þeirri leið er dregið verulega úr notkun á dýrum og óumhverfisvænum kælimiðlum líkt og freon um allt að 80%. Í staðin fyrir freon er notað Co2 sem kuldberandi efni um lagnir kælikerfisins. Þetta er afar áhrifarík leið sem dregur einnig verulega úr raforkunotkun og áhættu á dýrum umhverfisslysum líkt og að missa freon út af kerfum.
Lagnir í kælikerfum tærast í mörgum tilfellum með aldrinum og því sækjast stjórnendur, sjávarútvegsfyrirtækja, fyrirtækja í matvælaiðnaði, verslunum, hótelum og veitingastöðum mikið eftir því að taka þessi mikilvægu skref í umhverfis- og öryggismálum fyrirtækja.
Skólamatur kældur vinnslusalur með umhverfisvænum kælilausnum frá Kælingu

Skref fyrir skref í rétta átt

Fyrirtæki geta því valið að taka umhverfis- og rekstrarmálin alla leið leið líkt og Skólamatur þegar kemur að kælimálum eða velja minni skref þar sem eldri fjárfesting er nýtt að hámarki og mjög stór umhverfisvæn skref tekin í rétta átt.

K4F ískrapavél um borð í Bárði SH 81

Leika verkfærin í höndunum á þér?

Kæling óskar eftir öflugum starfskrafti í samsetningu og uppsetningu á kælikerfum

Starfið felur í sér

Starfið felur í sér skemmtilega og fjölþætta vinnu við kæli-og frystibúnað og lausnum bæði á starfstöð Kælingar og hjá viðskiptavinum.

Menntunar og hæfniskröfur

Skil á umsóknum og umsóknarfrestur

Umsóknir sendist á greta@cooling.is. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 15. desember 2023 en Kæling áskilur sér rétt á að ráða inn fólk áður en umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Atli Steinn Jónsson, framkvæmdastjóri í gegnum tölvupóst atli@cooling.is

Um Kælingu

Kæling er framsækið lausnafyrirtæki á sviði kælitækni sem selur og þjónustar kælilausnir fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað hér heima og erlendis. Gullið tækifæri til að vaxa í starfi og öðlast dýrmæta þekkingu í nútíma kælitækni. 

Hjá Kælingu starfar öflugt og samheldið teymi sem leggur mikið upp úr léttum og skemmtilegum anda á sama tíma og unnið er af krafti og metnaði að öllum verkefnum. Við fögnum áfangasigrum og gerum okkur reglulega glaðan dag saman og með fjölskyldum okkar.

Kæling er verkefnadrifið fyrirtæki þar sem boðið er upp á sveigjanleika þegar kemur að því hvernig starfsmenn mæta verkefnum sínum en leggjum á sama tíma áherslu á samvinnu og samveru á vinnustaðnum.

Stjórnendur félagsins leggja mikið upp úr því að fólki líði vel hjá fyrirtækinu og veita starfsfólki tækfæri til að vaxa og dafna í starfi. Að starfa hjá Kælingu veitir tækifæri til að öðlast fjölbreytta og dýrmæta reynslu í kæliiðnaði með möguleikum á að sækja sér frekari menntun á því sviði. Starfsánægja í fyrirtækinu er mjög góð sem endurspeglast m.a. í stöðugt hækkandi starfsaldri og lágri starfsmannaveltu.  

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um Kælingu.

Running Tide velur kælilausnir frá Kælingu

Running Tide velur lausnir frá Kælingu

Við hjá Kælingu fáum reglulega spennandi og skemmtilegar fyrirspurnir um lausnir á stýringu hitastigs vökva og eða lofttegunda fyrir fjölbreytta starfsemi. Á dögunum barst okkur skemmtileg fyrirspurn frá Running Tide sem er mjög áhugavert fyrirtæki á sviði umhverfismála.

Running Tide velur kælilausnir frá Kælingu

Spennandi samstarfsaðili

Running Tide er afar spennandi fyrirtæki sem vinnur að bættri heilsu sjávar með bindingu kolefnis í sjó. Í sinni einföldustu mynd þá byggist þeirra aðferð upp á því að rækta þörunga og koma þeim til á flothylkjum sem fleytt er langt út á haf þar sem flothylkin og þörungurinn sekkur til botns í djúpsævi og bindur kolefnið. Þörungurinn er ræktaður upp í hitastýrðu umhverfi á starfsstöð fyrirtækisins á Akranesi. Sérstök flothylki sem samanstanda af kalkstein og viðarkurli með þörungum sem er komið fyrir á ákveðnum hafsvæðum þar sem þau binda kolefni úr hröðu kolefnishringrásinni. Þörungarnir vaxa hratt og þyngjast sem endar með því að baujan með þörungunum sekkur til botns með kolefnið sem hefur bundis í baujunni og situr þar í hundruð eða jafnvel þúsundir ára.

Þörungar frá Running Tide þörunga og koma þeim til á flothylkjum sem fleytt er langt út á haf þar sem flothylkin og þörungurinn sekkur til botns í djúpsævi og bindur kolefnið

Lausnin frá Kælingu

Áskorunin frá Running Tide fólst í að skapa þrískipt vinnurými með ólíkum hitastigum fyrir hvert þrep framleiðslunnar á þörungunum. Lausnin fólst í að byggja upp þrjú einangruð og aðgreind rými úr einingum frá Kælingu með fullkominn stjórnbúnað til að stýra lofthita í hverju rými með umhverfisvænum hætti. Til að stýra lofthita nýtum við nýja kynslóð af mjög fullkomnum umhverfisvænum kælibúnaði sem nýta kolsýru – CO2 sem kælimiðil í stað t.d. Freon sem hefur verið ríkjandi sem kælimiðill um langt skeið.

Hvert rými er byggt upp sjálfstætt með vönduðum einingum sem falla einstaklega þétt saman og gefa mikla einangrun sem er einn af lykilþáttum í umhverfisvænum lausnum. Sveiflur eru óæskilegar og sífelldar leiðréttingar á kjörhitastigi kalla á meiri orkunýtingu. Vandaðar lokanir og hurðakerfi í kæliklefalausnum Kælingar leika þar stórt hlutverk.

Raforkunotkun í lágmarki

Raforkunotkun kælibúnaðar sem þessa er allt að 80% minni til samanburðar við eldri lausnir sem víða eru í notkun. Þess má geta að mikil aukning er einmitt á verkefnum hjá Kælingu þar sem eldri kælirými eru uppfærð með nýtíma kælibúnaði til þess bæði að taka stór umhverfisvæn skref m.a. með því að skipta út Freon sem kælimiðli en einnig til þess að stórminnka raforkunotkun og auka rekstraröryggi. Þar er ýmist alfarið skipt kerfum út eða nýttar svokallaðar Hybrid lausnir þar sem Freon magn er í algjöru lágmarki og nýtt til að kæla aðra umhverfisvæna kælimiðla í gegnum varmaskipta.

Binding kolefnis í sjó með þörungum sem sökkva til botns

 

Eftirlit og viðhald í gegnum fjartengingar

Ný kynslóð kælilausna frá Kælingu eru mun hagkvæmari í rekstri og með mun meira rekstraröryggi en eldri lausnir. Öll vöktun er orðin stafræn og hægt að tengja við öryggiskerfi og eða beinu viðbragðsafli hjá Kælingu sem getur sem skjótum hætti tengst kerfum og kannað stöðu og jafnvel framkvæmd viðgerðir í gegnum fjartengingar.

Við er stolt og ánægð af samstarfi við Running Tide og hvetjum fólk til að kynna sér þeirra spennandi viðfangsefni og nálgun. En við munum vinna áfram með þeim að þeirra mikilvæga verkefni við að bæta heilbrigði náttúrunnar.

Kæling - Þjónusta

Við leitum eftir vélstjóra

Við erum að ráða í ný störf

Kæling leitar að öflugum starfskrafti með vélstjórnarréttindi eða aðra sambærilega menntun í framtíðarstarf innan teymis sem vinnur að nýsköpun og þjónustu kælilausna. 

Starfið felur í sér

Starf sérfræðinga í kælitækni hjá Kælingu er fjölbreytt, skemmtileg og jafnframt nokkuð krefjandi starf. Sérfræðingar vinna við þróun, hönnun og uppsetningu á nýjum kælibúnaði en einnig viðhaldi og eftirliti á eldri búnaði. Þetta er lifandi og fjölbreytt starf sem unnið er ýmist á starfstöð fyrirtæksins í Hafnarfirði en einnig er talsvert á starfsstöðvum og eða um borð hjá viðskiptavinum víða um land og einnig erlendis.

 

Sérfræðingar hjá Kælingu eru sjálfstæðir í vinnubrögðum en vinna einnig mjög þétt sem ein heild í stærri verkefnum og að þróun kælilausna og búnaðar félagsins. Með nýjum meðlimum í teymið koma gjarnan nýjar hugmyndir sem tekið er fagnandi.

Menntunar og hæfniskröfur

Skil á umsóknum og umsóknarfrestur

Umsóknir sendist á info@cooling.is. Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 14. apríl 2023 en Kæling áskilur sér rétt á að ráða inn fólk áður en umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Atli Steinn Jónsson, framkvæmdastjóri í gegnum tölvupóst atli@cooling.is

Um Kælingu

Kæling er framsækið lausnafyrirtæki á sviði kælitækni sem selur og þjónustar kælilausnir fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað hér heima og erlendis. Gullið tækifæri til að vaxa í starfi og öðlast dýrmæta þekkingu í nútíma kælitækni. 

Hjá Kælingu starfar öflugt og samheldið teymi sem leggur mikið upp úr léttum og skemmtilegum anda á sama tíma og unnið er af krafti og metnaði að öllum verkefnum. Við fögnum áfangasigrum og gerum okkur reglulega glaðan dag saman og með fjölskyldum okkar.

Kæling er verkefnadrifið fyrirtæki þar sem boðið er upp á sveigjanleika þegar kemur að því hvernig starfsmenn mæta verkefnum sínum en leggjum á sama tíma áherslu á samvinnu og samveru á vinnustaðnum.

Stjórnendur félagsins leggja mikið upp úr því að fólki líði vel hjá fyrirtækinu og veita starfsfólki tækfæri til að vaxa og dafna í starfi. Að starfa hjá Kælingu veitir tækifæri til að öðlast fjölbreytta og dýrmæta reynslu í kæliiðnaði með möguleikum á að sækja sér frekari menntun á því sviði. Starfsánægja í fyrirtækinu er mjög góð sem endurspeglast m.a. í stöðugt hækkandi starfsaldri og lágri starfsmannaveltu.  

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um Kælingu.

K4F ískrapavél um borð í Bárði SH 81

Ferskt starf hjá svölu fyrirtæki

Ferskt starf hjá svölu fyrirtæki Kæling er að ráða laus störf

Við erum að ráða í ný störf

Kæling leitar að öflugum starfskrafti í teymi sem vinnur að nýsköpun og þjónustu kælilausna. 

Starfið felur í sér

Starf sérfræðinga í kælitækni hjá Kælingu er fjölbreytt, skemmtileg og jafnframt nokkuð krefjandi starf. Sérfræðingar vinna við þróun, hönnun og uppsetningu á nýjum kælibúnaði en einnig viðhaldi og eftirliti á eldri búnaði. Þetta er lifandi og fjölbreytt starf sem unnið er ýmist á starfstöð fyrirtæksins í Hafnarfirði en einnig er talsvert á starfsstöðvum og eða um borð hjá viðskiptavinum víða um land og einnig erlendis.

 

Sérfræðingar hjá Kælingu eru sjálfstæðir í vinnubrögðum en vinna einnig mjög þétt sem ein heild í stærri verkefnum og að þróun kælilausna og búnaðar félagsins. Með nýjum meðlimum í teymið koma gjarnan nýjar hugmyndir sem tekið er fagnandi.

Menntunar og hæfniskröfur

Skil á umsóknum og umsóknarfrestur

Umsóknir sendist á info@cooling.is. Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 17. mars 2023 en Kæling áskilur sér rétt á að ráða inn fólk áður en umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Atli Steinn Jónsson, framkvæmdastjóri í gegnum tölvupóst atli@cooling.is

Um Kælingu

Kæling er framsækið lausnafyrirtæki á sviði kælitækni sem selur og þjónustar kælilausnir fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað hér heima og erlendis. Gullið tækifæri til að vaxa í starfi og öðlast dýrmæta þekkingu í nútíma kælitækni. 

Hjá Kælingu starfar öflugt og samheldið teymi sem leggur mikið upp úr léttum og skemmtilegum anda á sama tíma og unnið er af krafti og metnaði að öllum verkefnum. Við fögnum áfangasigrum og gerum okkur reglulega glaðan dag saman og með fjölskyldum okkar.

Kæling er verkefnadrifið fyrirtæki þar sem boðið er upp á sveigjanleika þegar kemur að því hvernig starfsmenn mæta verkefnum sínum en leggjum á sama tíma áherslu á samvinnu og samveru á vinnustaðnum.

Stjórnendur félagsins leggja mikið upp úr því að fólki líði vel hjá fyrirtækinu og veita starfsfólki tækfæri til að vaxa og dafna í starfi. Að starfa hjá Kælingu veitir tækifæri til að öðlast fjölbreytta og dýrmæta reynslu í kæliiðnaði með möguleikum á að sækja sér frekari menntun á því sviði. Starfsánægja í fyrirtækinu er mjög góð sem endurspeglast m.a. í stöðugt hækkandi starfsaldri og lágri starfsmannaveltu.  

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um Kælingu.

Rafmagnstafla Kaelistyring 1920x1360

Rafvirki – Kæling leitar að rafvirkja í leiðandi framtíðarstarf

Við hjá Kælingu leitum að reynslumiklum og metnaðarfullum rafvirkja sem vill starfa nýsköpun og framleiðslu á framúrskarandi kælibúnaði?

Framtíðarstarf fyrir rafvirkja

Kæling leitar nú að rafvirkja í leiðandi hlutverk í félaginu til framtíðar.

Starf rafvirkja hjá Kælingu er eitt af lykilstörfum í sérfræðiteymi okkar.

Rafvirki sem við leitum að mun hafa yfirumsjón með hönnun, uppsetningu og viðhald á stjórntöflum og stjórnkerfum fyrir kælibúnað og kælilausnir.

Um er að ræða lifandi og spennandi framtíðarstarf sem felur í sér fjölbreytt verkefni á starfstöð félagsins í Hafnarfirði en einnig víða um land og jafnvel erlendis.

Starfssvið

Starf rafvirkja hjá Kælingu felst m.a. í:

Hæfniskröfur

Við óskum umsóknum frá einstaklingum sem haldbæra þekkingu og reynslu af hönnun og uppsetningu iðnstýrikerfa. Helstu hæfniskröfur og menntun sem við leitum eftir hjá umsækjendum eru:

Umsóknarfrestur

Umsóknir sendist á info@cooling.is. Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 17. mars 2023 en Kæling áskilur sér rétt á að ráða inn fólk áður en umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Atli Steinn Jónsson, framkvæmdastjóri í gegnum tölvupóst atli@cooling.is

Um Kælingu

Kæling er framsækið lausnafyrirtæki á sviði kælitækni sem selur og þjónustar kælilausnir fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað hér heima og erlendis. Gullið tækifæri til að vaxa í starfi og öðlast dýrmæta þekkingu í nútíma kælitækni. 

Hjá Kælingu starfar öflugt og samheldið teymi sem leggur mikið upp úr léttum og skemmtilegum anda á sama tíma og unnið er af krafti og metnaði að öllum verkefnum. Við fögnum áfangasigrum og gerum okkur reglulega glaðan dag saman og með fjölskyldum okkar.

Kæling er verkefnadrifið fyrirtæki þar sem boðið er upp á sveigjanleika þegar kemur að því hvernig starfsmenn mæta verkefnum sínum en leggjum á sama tíma áherslu á samvinnu og samveru á vinnustaðnum.

Stjórnendur félagsins leggja mikið upp úr því að fólki líði vel hjá fyrirtækinu og veita starfsfólki tækfæri til að vaxa og dafna í starfi. Að starfa hjá Kælingu veitir tækifæri til að öðlast fjölbreytta og dýrmæta reynslu í kæliiðnaði með möguleikum á að sækja sér frekari menntun á því sviði. Starfsánægja í fyrirtækinu er mjög góð sem endurspeglast m.a. í stöðugt hækkandi starfsaldri og lágri starfsmannaveltu.  

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um Kælingu.

Gullver og Þórunn Sveinsdóttir VE minnka freon notkun um allt að 90%

Gullver og Þórunn Sveinsdóttir minnka freon notkun um allt að 90%

Stöðugt fleiri útgerðir velja umhverfisvænni kosti og vilja t.d. minnka freon notkun um borð í fiskiskipum sínum.

Nýlega lukum við hjá Kælingu uppsetningum á umhverfisvænum Hybrid F/A lestar kælikerfum um borð í Þórunni Sveinsdóttur
VE-401 og Gullver NS-012

Hybrid F/A lestar kælikerfi minnkar freon um allt að 90%
Hybrid F/A lestar kælikerfi minnkar freon um allt að 90%

Stór umhverfisvæn skref

Með þessum nýju Hybrid F/A lestar kælikerfum taka útgerðirnar Ós ehf. með Þórunni Sveins og Síldarvinnslan hf með Gullver 
stór umhverfisvæn skref og spara samhliða í rekstri og minnka verulega áhættu á freon tengdum vandamálum um borð.

Dregið allt að 90% úr freon notkun um borð

Til þess að auka rekstaröryggi og auka afköst kælikerfa þá höfum við hjá Kælingu þróað lausn sem gengur út á að breyta kælikerfunum í kuldabera kerfi. Settur er varmaskiptir á kælikerfið sem er með freon öðru megin og glycol hinumegin. Glycolinu sem er kælt niður -10 til -15°C er svo dælt inn á spirala í lestinni  með þessu má minnka freon magnið um 85 til 90% og halda því á við varmaskiptinn í stað þess að leiða það um allt skip.
Uppfærsla á lestar kælikerfum - freonið minnkað
Uppfærsla á lestar kælikerfum – freonið minnkað

Mikill rekstrarsparnaður

Á hefðbundnu  lestar kælikerfi eru gjarnan 50-100 kg af freon sem kælimiðli og þegar að kílógrammið af freon kostar  á milli 15 og 20.000 + vsk þá getur það verið mikið tjón ef það lekur af kælikerfinu. Freonið sem var á kerfinu áður en Hybrid F/A lausnin var sett um borð má geyma og nota næstu árin.

Helstu kostir Hybrid F/A (kuldabera) lausnar frá Kælingu eru:

  • Freon sem kælimiðilsmagn aðeins um 10% af fyrra magns á kælikerfinu
  • Jafnari kæling á kælispírulum.
  • Afbræðsla á spírölum einföld með því að hita upp glycol.
  • Ef núverandi kælikerfi er í góðu standi þá má nota spírala, stjórntöflu og stóran hluta af þjöppu samstæðunni við innleiðingu á Hybrid F/A kerfinu
  • Mun minni rekstraráhætta gagnvart Freoni – hætt á dýrum lekum heyrir sögunni til og
    innkaup á freon líklega óþörf næstu árin.       
  • Umhverfisvæn lausn. 
Við hjá Kælingu ehf. óskum Ós ehf. og Síldarvinnslunni Hf.  til lukku með þessu mikilvægu og umhverfisvænu skref.