- 565-7918
- info@cooling.is
- Mán - Fös: 8:00 - 17:00
Nýr búnaður sem umbreytir eldri kælikerfum í umhverfisvænar lausnir.
Kæling býður nú Hydru sem er fjölvirkt kælikerfi og hannað til tengjast eldri kælikerfum og minnka eldri óumhverfisvæna kælimiðla niður um allt að 90% og þarf mun minni orku til að skila sömu kæliafköstum.
Nýr búnaður sem umbreytir eldri kælikerfum í umhverfisvænar lausnir.
Kæling býður nú Hydru sem er fjölvirkt kælikerfi og hannað til tengjast eldri kælikerfum og minnka eldri óumhverfisvæna kælimiðla niður um allt að 90% og þarf mun minni orku til að skila sömu kæliafköstum.
Óumhverfsivænum kælimiðlum líkt og Freon eru skornir niður og haldið á mjög afmörkuðum hluta kælikerfisins. Freonið er eingöngu í kjarna kælikerfisins og kælingin flutt yfir í umhverfisvæna kælimiðla líkt og glýcol með varmaskiptitækni. Glýcolinu er það efni sem streymi um rör og kælispírala á þá staði sem eiginleg kæling fer fram.
Einföld og fljótleg leið til að gera eldri kerfi umhverfisvæn og hagkvæmari í rekstri.
Framleiðslugeta á skelís: | 8 tonn /24 klst. |
Þykkt á ísflögum: | 1,8 – 2,2mm. |
Hitastig á ísflögum: | -5° |
Stærð á skelísgeymslu: | Valkvætt |
Orka: | 3 x 400V – 50/60Hz |
Orkuþörf: | 75kWH pr. tonn |
Frystigeta: | 49,8kW |
Orkuþörf í keyrslu: | 31,25kW |
Utanmál í mm LxBxH: | 3000 x 2150 x 2050 mm* |
Þyngd: | 2.000* |
Kælimiðill: | R404A |
Við við afkastamælingu: | +30°lofthiti og +20° vatnshiti |
Kæling á skelísvél: | Vatnskæling/Sjókæling/Loftkæling |
* Stærð fer eftir kæliaðferð á vél
**Þyngd fer eftir kæliaðferð á vél
Hydran getur tengst öllum eldri kælikerfum frá Kælingu og mörgum kerfum frá öðrum framleiðendum.
Freonið er eingöngu í kjarna kælikerfisins og kælingin flutt yfir í umhverfisvæna kælimiðla líkt og glýcol með varmaskiptitækni. Glýcolinu er það efni sem streymi um rör og kælispírala á þá staði sem eiginleg kæling fer fram.
Hydran tryggir betri kælingu með allt að 30% minni orku og áður auk þess sem kælingin verður betri t.d. á kælispírölum þar sem ísmyndun er mun minni.
Hætta á tjóni vegna leka er lágmörkuð. Hætta á tjóni vegna Freon leka er á mjög afmörkuðu svæði og með vöktun er hægt að grípa strax inn í og koma í veg fyrir tjón. Komi upp glýcol leki þá er kostnaður við slíkan leka mun minni auk þess sem glýcolið getur ekki valdið skaða t.d. með því að skemma afla þar sem vottað matvæla glýcol er á um 90% af kerfinu.
Hydra er hönnuð með það fyrir augum að uppsetning taki stuttan tíma. Öllu er haganlega komið fyrir þannig að Hydra taki lítið pláss og því auðvelt að koma henni fyrir. Lausnin er að stærstum hluta stöðluð og einungis lítill hluti hennar sem þarf að aðlaga að hverju skipi eða stað. Algengur tími við umskipti er 2 vikur.
Í stað þess að skipta alfarið um kerfi þá eru eldri fjárfestingar nýttar að stórum hluta á sama tíma og þær eru gerðar mun hagkvæmari og umhverfisvænni.
Með því að velja Hydru lausn Kælingar er ekki eingöngu tekið mikilvæg skref í umhverfismálum og rekstraráhætta sem fylgir freon kerfum er minnkuð verulega. En fyrst og fremst er felst rekstrarlegur ávinningur í mun minni orkunotkun. Algent er að orkunotkun við samsvarandi kæliafköst minnki um 50%.
Einstök leið til að hámarka nýtingu eldri fjárfestinga, minnka rekstraráhættu og draga úr rekstrarkostnaði.
Hafðu samband og kælisérfræðingar okkar finna hentugustu kælilausnina fyrir þína starfsemi.
Kæling ehf. er leiðandi fyrirtæki á sviði kælilausna fyrir sjávarútveg. Við vinnum stöðugt að því markmiði að viðskiptavinir okkar geti hámarkað aflaverðmæti með réttri kælingu á öllum stigum. Kælilausnir frá Kælingu hafa náð fótfestu bæði hér á landi og erlendis enda hafa þau staðið fyrir gæði, áreiðanleika, afköst, endingu og góða þjónustu.