Indriði Kristins BA 751 með krapakerfi frá Kælingu

Nýverið var nýjum Indriða Kristins BA 751 hleypt af stokkunum úr skipasmíðastöðinni Trefjum í Hafnarfirði. Indriði verður með krapakerfi frá Kælingu.

Indriði er yfirbyggður 12 metra langur, 22 tonna bátur, smíðaður úr trefjaplasti. Báturinn verður gerður út frá Tálknafirði.  Hann er með 19.000 króka línubeitningarvél og róið daglega þegar gefur. Nýtt og öflugt krapakerfi frá Kælingu er um borð í bátnum en það gefur möguleika á lengri túrum ef svo ber undir. Kerfið tryggir hámarksgæði aflans þegar komið er í land þar sem hann er kældur um leið og fiskurinn kemur um borð og geymdur í lestinni við hárrétt hitastig.

Á meðfylgjandi myndum má sjá Indriða Kristins við bryggju í Hafnarfirði og krapakerfið um borð. Stefán Kristjánsson einn eigenda Kælingar er þarna að leggja lokahönd á ísetningu kerfisins og sjá til þess að allt gangi nú rétt og vel fyrir sig.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kæling ehf. og Víkurafl ehf. sameinast. Mynd frá undirritun samnings.

Kæling ehf. og Víkuralf ehf. sameinast

Kæling ehf. og Víkurafl ehf. hafa sameinast og verður fyrst um sinn talað um „Kæling Víkurafl“ í daglegu tali. Öflugt þekkingar og

Add a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *