Það var vel mætt og góð stemning á sýningarbás Kælingar á Sjávarútvegssýningunni 2022 í Fífunni.
Margir góðir gestir stöldruðu við hjá Kælingu til að kynna sér nýjungar og ræða þau fjölmörgu tækifæri sem nú bjóðast á sviði kælitækni bæði til að auka aflaverðmæti en einnig til að auka rekstrarhagkvæmni og velja umhverfisvæna kælingalausnir.
Heimsóknir erlendra gesta eru oft mjög áhugaverðar á svona sýningum og þessi var engin undantekning. Við hér á Íslandi gerum okkur ekki oft grein fyrir hversu öflug íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í því að innleiða betri tækni og umhverfisvænni lausnir í samanburði við erlend fyrirtæki.
Eitt af því sem við tökum tökum nánast sem sjálfsögðum hlut í dag er að framleiða allan ís um borð úr sjó en það virðist mjög algengt að erlend skip þurfi að kaupa og tanka verulegt magni áður en haldið er á miðinn til þess að geta framleitt ís um borð.
Við hjá Kælingu viljum þakka öllum sem lögðu leið sína á bás okkar og skipuleggjendum fyrir góða sýningu og þá sérstaklega fyrir verðlaunin sem Kæling hlut fyrir sýningarbásinn á sýningunn
Takk fyrir okkur.