Kæling ehf er framúrskarandi fyrirtæki árið 2018 og í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem fá þá viðurkenningu.
Við erum stolt af þessari viðurkenningu en Kæling hefur verið framúrskarandi fyrirtæki hjá Kredit info síðan 2013. Creditinfo veitti framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar í Hörpu 14. nóvember fyrir rekstrarárið 2017. Á listanum þessu sinni eru 857 fyrirtæki eða 2% allra skráðra fyrirtækja á Íslandi.
Við horfum björtum augum til framtíðar og sjáum mikinn vöxt og þróun í kælilausnum á næstunni.