Stöðugt fleiri útgerðir velja umhverfisvænni kosti og vilja t.d. minnka freon notkun um borð í fiskiskipum sínum.
Nýlega lukum við hjá Kælingu uppsetningum á umhverfisvænum Hybrid F/A lestar kælikerfum um borð í Þórunni Sveinsdóttur
VE-401 og Gullver NS-012
Stór umhverfisvæn skref
Með þessum nýju Hybrid F/A lestar kælikerfum taka útgerðirnar Ós ehf. með Þórunni Sveins og Síldarvinnslan hf með Gullver
stór umhverfisvæn skref og spara samhliða í rekstri og minnka verulega áhættu á freon tengdum vandamálum um borð.
stór umhverfisvæn skref og spara samhliða í rekstri og minnka verulega áhættu á freon tengdum vandamálum um borð.
Dregið allt að 90% úr freon notkun um borð
Til þess að auka rekstaröryggi og auka afköst kælikerfa þá höfum við hjá Kælingu þróað lausn sem gengur út á að breyta kælikerfunum í kuldabera kerfi. Settur er varmaskiptir á kælikerfið sem er með freon öðru megin og glycol hinumegin. Glycolinu sem er kælt niður -10 til -15°C er svo dælt inn á spirala í lestinni með þessu má minnka freon magnið um 85 til 90% og halda því á við varmaskiptinn í stað þess að leiða það um allt skip.
Mikill rekstrarsparnaður
Á hefðbundnu lestar kælikerfi eru gjarnan 50-100 kg af freon sem kælimiðli og þegar að kílógrammið af freon kostar á milli 15 og 20.000 + vsk þá getur það verið mikið tjón ef það lekur af kælikerfinu. Freonið sem var á kerfinu áður en Hybrid F/A lausnin var sett um borð má geyma og nota næstu árin.
Helstu kostir Hybrid F/A (kuldabera) lausnar frá Kælingu eru:
- Freon sem kælimiðilsmagn aðeins um 10% af fyrra magns á kælikerfinu
- Jafnari kæling á kælispírulum.
- Afbræðsla á spírölum einföld með því að hita upp glycol.
- Ef núverandi kælikerfi er í góðu standi þá má nota spírala, stjórntöflu og stóran hluta af þjöppu samstæðunni við innleiðingu á Hybrid F/A kerfinu
- Mun minni rekstraráhætta gagnvart Freoni – hætt á dýrum lekum heyrir sögunni til og
innkaup á freon líklega óþörf næstu árin. - Umhverfisvæn lausn.
Við hjá Kælingu ehf. óskum Ós ehf. og Síldarvinnslunni Hf. til lukku með þessu mikilvægu og umhverfisvænu skref.