Ferskvatnskælar
Tryggðu stöðugt kjörhitastig á fersku vatni við vinnsluna
Kæling leggur metnað í að framleiða ferskvatnskæla í hæsta gæðaflokki fyrir þá sem sækjast eftir nákvæmri stjórnun á kælistigi vatns sem notað er við meðferð og vinnslu á afla um borð og við landvinnslu.
Kæling býður ferskvatnskælibúnað fyrir fiskiskip og landvinnslu.
Tryggðu jafnt og rétt kælistig á fersku vatni sem notað er við vinnslu á aflanum og tryggðu rétta kælingu. Ef þú vilt hámarka ferskleika þinna afurða þá er Kæling með lausnirnar fyrir þig.
Vatnskælar
Tryggðu stöðugt kjörhitastig
1°
Kæling niður í allt að 1° hita
Fullkomið hitasig á fersku vatni
Ferskvatnskæla er hægt að fá í mörgum stærðum og útfærslum.
Með góðu móti er hægt að kæla vatn nyður i 1-2 gr með vatnskæli. Yfir sumartíma og með hækkandi lofthita hækkar gjarnan hitastig á ferskvatni sem notað er við vinnslu sem getur skapað vandamál og haft áhrif á gæði afurða.
Verðmæti geta tapast fljótt þegar hlýrra vatn fer að umliggja afurðir sem búið er að halda í kjörhitastigi á fyrri stigum vinnslu.
Kalt vatn er oft notað í biðkörum, eftir slægingu, áður en fiskur er flakaður sem þarf að vinna með köldu vatni.
Í ákveðnum tilfellum getur verið gott að kæla fisk og eða aðrar afurðir sem eru á leið til frystingar er með köldu vatni. Þannig má viðhalda gæðum og auka frystigetu.
Fiskur/afurð sem kemur úr lausfrysti fer í íshúðun með köldu vatni úr vatnskæli nær mun meiri íshúðun.
Hafðu samband og fáðu aðstoð sérfræðinga Kælingar við að velja hentugustu lausnina til að tryggja hámarks verðmæti afurða.