Við leitum eftir vélstjóra

Við erum að ráða í ný störf

Kæling leitar að öflugum starfskrafti með vélstjórnarréttindi eða aðra sambærilega menntun í framtíðarstarf innan teymis sem vinnur að nýsköpun og þjónustu kælilausna. 

Starfið felur í sér

Starf sérfræðinga í kælitækni hjá Kælingu er fjölbreytt, skemmtileg og jafnframt nokkuð krefjandi starf. Sérfræðingar vinna við þróun, hönnun og uppsetningu á nýjum kælibúnaði en einnig viðhaldi og eftirliti á eldri búnaði. Þetta er lifandi og fjölbreytt starf sem unnið er ýmist á starfstöð fyrirtæksins í Hafnarfirði en einnig er talsvert á starfsstöðvum og eða um borð hjá viðskiptavinum víða um land og einnig erlendis.

 

Sérfræðingar hjá Kælingu eru sjálfstæðir í vinnubrögðum en vinna einnig mjög þétt sem ein heild í stærri verkefnum og að þróun kælilausna og búnaðar félagsins. Með nýjum meðlimum í teymið koma gjarnan nýjar hugmyndir sem tekið er fagnandi.

Menntunar og hæfniskröfur

Skil á umsóknum og umsóknarfrestur

Umsóknir sendist á info@cooling.is. Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 14. apríl 2023 en Kæling áskilur sér rétt á að ráða inn fólk áður en umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Atli Steinn Jónsson, framkvæmdastjóri í gegnum tölvupóst atli@cooling.is

Um Kælingu

Kæling er framsækið lausnafyrirtæki á sviði kælitækni sem selur og þjónustar kælilausnir fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað hér heima og erlendis. Gullið tækifæri til að vaxa í starfi og öðlast dýrmæta þekkingu í nútíma kælitækni. 

Hjá Kælingu starfar öflugt og samheldið teymi sem leggur mikið upp úr léttum og skemmtilegum anda á sama tíma og unnið er af krafti og metnaði að öllum verkefnum. Við fögnum áfangasigrum og gerum okkur reglulega glaðan dag saman og með fjölskyldum okkar.

Kæling er verkefnadrifið fyrirtæki þar sem boðið er upp á sveigjanleika þegar kemur að því hvernig starfsmenn mæta verkefnum sínum en leggjum á sama tíma áherslu á samvinnu og samveru á vinnustaðnum.

Stjórnendur félagsins leggja mikið upp úr því að fólki líði vel hjá fyrirtækinu og veita starfsfólki tækfæri til að vaxa og dafna í starfi. Að starfa hjá Kælingu veitir tækifæri til að öðlast fjölbreytta og dýrmæta reynslu í kæliiðnaði með möguleikum á að sækja sér frekari menntun á því sviði. Starfsánægja í fyrirtækinu er mjög góð sem endurspeglast m.a. í stöðugt hækkandi starfsaldri og lágri starfsmannaveltu.  

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um Kælingu.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jóla og áramótakveðja frá starfsfólki Kælingar Víkurafls. Jólatré með stjórnum

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári  Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu. Jólakveðja frá starfsfólkiKælingar Víkurafls ehf.

Kæling ehf. og Víkurafl ehf. sameinast. Mynd frá undirritun samnings.

Kæling ehf. og Víkurafl ehf. sameinast

Kæling ehf. og Víkurafl ehf. hafa sameinast og verður fyrst um sinn talað um „Kæling Víkurafl“ í daglegu tali. Öflugt þekkingar og

Add a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *