Vésteinn er smíðaður af Trefjum í Hafnarfirði fyrir útgerðarfélagið Einhamar í Grindavík. Kæling setti upp kælikerfi í skipinu.
Skipið
Vésteinn GK-88 er 15metrar á lengd og mælist 30 brúttótonn. Vésteinn er systurskip Auðar Vésteins SU-88 og Gísli Súrssonar GK-8 og sem Einhamar fékk afhent árið árið 2014.
Skipið er úr trefjaplasti og vel búið tækjum og stjórnbúnaði. En skipið er búið til línuveiða.
Vélarrými
Aðalvél skipsins er 880 hestafla Doosan 4V222TI (22L). Auk þess útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.
Kælibúnaður um borð í skipinu er vandaður og afkastamikill en fyrir valinu varð K4-F ískrapavél vél með forkæli og K-25 sjókæli frá Kælingu ehf.
Brúin
Brúin er velbúin tækjum en siglingatæki eru af gerðinni JRC og Raymarine. Í brunni er hægt að stýra þykkt og magni á ískrapa auk dælingar frá sjókæli til að hámarka gæði og ferskleika aflans.
Stór borðsalur er í brúnni og aðbúnaður allur hin besti.
Dekkið
Skipið er útbúið til línuveiða. Beitningavél, rekkakerfi og línuspil er frá Mustad í Noregi.
Búnaður á dekki er frá Stálorku. Löndunarkrani á er af gerðinni TMP frá Ásafli ehf.
Vel búið skip
Í lestinni er rými fyrir allt að 41 stk. 460lítra plastkör. Millidekk er lokað með aðgreindu dráttarrými.
Aðstaða fyrir áhöfn er til fyrirmyndar. Í skipunu er upphituð stakkageymsla. Svefnpláss er fyrir fimm í lúkar auk fullkominnar eldunaraðstöðu með eldavél, bakarofni, örbylgjuofn, ísskáp og uppþvottavél.
Skipið er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður um borð fyrir áhöfn í takt við það.
Starfsfólk Kælingar óskar Einhamri og áhöfn til hamingju með nýtt og glæsilegt skip.