Umhverfisvæn bylting um borð í Þórsnesi SH-109

Þórsnesið siglir inn í umhverfisvænni tíma

Kæling um borð í fiskiskipum er afar mikilvægur þáttur í verðmætasköpun veiðanna. Það skiptir því miklu máli að kælikerfin séu hagkvæm í rekstri og áreiðanleg. Kæling hefur unnið með íslenskum og erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum í yfir 15 ár við að hámarka aflaverðmæti með bestu mögulegu kælingu frá veiðum til löndunar. Umbreytingar um borð í Þórsnesi SH-109 eru gott dæmi um slíkt verkefni.

Bylting í pípunum – nýjar lausnir leysa Freonið af

Kæli og frystikerfi sem nýta Freon sem kælimiðil hafa verið mjög algeng um borð í íslenskum fiskiskipum en þessi kælimiðill er dýr, óumhverfisvænn og rekstur slíkra kælikerfa oft mjög áhættusamur.

 

Þar sem Freon er á útleið standa útgerðarfyrirtæki frammi fyrir áskorun um að leysa eldri Freonkerfi af hólmi. Hingað til hefur eini kosturinn verið að skipta alfarið út Freonkerfunum með mjög miklum tilkostnaði. En nú býður Kæling upp á nýjan byltingarkennda lausn sem er margfalt ódýrari og einfaldari. Lausnin sem Kæling býður upp á hefur verið nefnd Hydbrid F/A eða blendingslausn með Freon og vatns blönduðu Ammoníaki (NH4OH) þessi kerfið eru oft kölluð „kuldabera kerfi“. Í stað þess að keyra eingöngu Freon um kælikerfi er það einungis notað í litlum afmörkuðum hluta kerfisins. Eldri kælipressur eru yfirleitt notaðar áfram til að kæla kuldaberann niðu í allt að -40°C með hjálp varmaskiptis.  

Ammoníaks blöndunni  er svo dælt um lokuðar hringrásir til plötufrysta, lestarkælinga o.s.frv.

Minni áhætta, meiri hagkvæmni og mun umhverfisvænni kostur

Með því að velja Hybrid lausn frá Kælingu eru útgerðir og sjávarútvegsfyrirtæki að hljóta margþættan ávinningu líkt og gert var með Þórsnes SH-109. 

Hætta á Freonlekum er allt að 70% minni, sparnaðurinn byrjar strax að skila sér með meiri kæliafköstum og kaup á Freoni líklega úr sögunni næsta áratuginn auk jákvæðra umhverfisáhrifa.

Umtalsverður sparnaður með nýrri lausn frá Kælingu

Reikna má með að einungis sé notast við 1/6 af því Freoni sem áður var notað um borð. Miðað við kælikerfi um borð í Þórsnesi sem áður notaðist við 1.200 lítra af Freon en notast nú eingöngu við 200 lítra af Freon og allt bundið við notkun í vélarrúmi í stað þess að það streymdi um allt skipið í pípum. Búast má við svipuðum hlutföllum eða að 1/6 af því Freoni sem áður var notað verði áfram notað um borð.

Núverandi Freon getur dugað næsta áratuginn

Allt það Freon sem ekki þarf að nota um borð eða 5/6 hlutar er hægt að geyma og nýta næsta áratuginn til að fylla á nýtt kerfi ef þess gerist þörf, þetta kemur til af því að samhvæmt nýjum reglum má nota endurunnið freon af vissum gerðum áfram.

Nokkuð algengt að kælilagnir séu komnar á tíma

Mörg þeirra kælikerfa sem nýta Freon á öllu kerfinu eru með lagnir sem er komnar á tíma vegna tæringar.  Freon leki getur verið mjög kostnaðarsamur þar sem verð á Freon er á bilinu 15.000 til 20.000 kr/kg á móti um 800 kr/kg af Ammoníak blöndunni. Beinn kostnaður við að missa Freon út af kerfi er mikill, umhverfisáhrif eru annað en kostnaður sem hlýst af því að missa niður kæligetu úti á sjó getur verið verið verulegur. Það er því mörgum mikill léttir að komin sé kælilausn á móti eldri Freonkerfum sem hefur í för með sér margvíslegan ávinning.

Lausnin um borð í Þórsnesi SH-109 í hnotskurn

Endurbæturnar sem voru unnar um borð Þórsnesi felast í innleiðingu á Hybrid F/A – (Freon 507/Ammoníak hydroxide NH4OH) kælikerfi frá Kælingu sem í hnotskurn er:

Fullkomið skjámyndakerfi til stjórnunar og eftirlits

Eldri frystipressur yfirfarnar og nýttar áfram.

Ný kælivél sett á kerfi, sem notuð er þegar að skipið er á ferskfiski, lestar hitatigi haldið í 0-2°C. Því þarf ekki að nota stórar frystipressur nema á þegar að skipið er á frystingu.

Aukin frystigeta

Nýir varmaskiptar

Nýjar kælilagnir frá vélarúmi að:

  • Plötufrystum
  • Lestarkælikerfi

Freon magn minnkað úr 1.200 lítrum í 200

Hagkvæm leið fyrir fleiri fiskiskip

Leiðin sem farin var um borð í Þórsnesi hefur reynst afar vel en nú þegar þetta er skrifað hefur Þórsnes verið meira og minn á veiðum í 6 vikur og ný Hybrid lausn reynst afar vel. Þetta getur því reynst afar góður og umhverfisvænn kostur fyrir útgerðir þeirra sem standa frammi fyrir áskorunum vegna áhættu sem felst í eldri kælikerfum í þeirra fiskiskipum. Sérfræðingar Kælingar eru fulltrúum þeirra innan handar við að gera forkönnun á umfangi slíkra breytinga.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jóla og áramótakveðja frá starfsfólki Kælingar Víkurafls. Jólatré með stjórnum

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári  Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu. Jólakveðja frá starfsfólkiKælingar Víkurafls ehf.

Kæling ehf. og Víkurafl ehf. sameinast. Mynd frá undirritun samnings.

Kæling ehf. og Víkurafl ehf. sameinast

Kæling ehf. og Víkurafl ehf. hafa sameinast og verður fyrst um sinn talað um „Kæling Víkurafl“ í daglegu tali. Öflugt þekkingar og

Add a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *