Við hjá Kælingu fáum reglulega spennandi og skemmtilegar fyrirspurnir um lausnir á stýringu hitastigs vökva og eða lofttegunda fyrir fjölbreytta starfsemi. Á dögunum barst okkur skemmtileg fyrirspurn frá Running Tide sem er mjög áhugavert fyrirtæki á sviði umhverfismála.
Spennandi samstarfsaðili
Running Tide er afar spennandi fyrirtæki sem vinnur að bættri heilsu sjávar með bindingu kolefnis í sjó. Í sinni einföldustu mynd þá byggist þeirra aðferð upp á því að rækta þörunga og koma þeim til á flothylkjum sem fleytt er langt út á haf þar sem flothylkin og þörungurinn sekkur til botns í djúpsævi og bindur kolefnið. Þörungurinn er ræktaður upp í hitastýrðu umhverfi á starfsstöð fyrirtækisins á Akranesi. Sérstök flothylki sem samanstanda af kalkstein og viðarkurli með þörungum sem er komið fyrir á ákveðnum hafsvæðum þar sem þau binda kolefni úr hröðu kolefnishringrásinni. Þörungarnir vaxa hratt og þyngjast sem endar með því að baujan með þörungunum sekkur til botns með kolefnið sem hefur bundis í baujunni og situr þar í hundruð eða jafnvel þúsundir ára.
Lausnin frá Kælingu
Áskorunin frá Running Tide fólst í að skapa þrískipt vinnurými með ólíkum hitastigum fyrir hvert þrep framleiðslunnar á þörungunum. Lausnin fólst í að byggja upp þrjú einangruð og aðgreind rými úr einingum frá Kælingu með fullkominn stjórnbúnað til að stýra lofthita í hverju rými með umhverfisvænum hætti. Til að stýra lofthita nýtum við nýja kynslóð af mjög fullkomnum umhverfisvænum kælibúnaði sem nýta kolsýru – CO2 sem kælimiðil í stað t.d. Freon sem hefur verið ríkjandi sem kælimiðill um langt skeið.
Hvert rými er byggt upp sjálfstætt með vönduðum einingum sem falla einstaklega þétt saman og gefa mikla einangrun sem er einn af lykilþáttum í umhverfisvænum lausnum. Sveiflur eru óæskilegar og sífelldar leiðréttingar á kjörhitastigi kalla á meiri orkunýtingu. Vandaðar lokanir og hurðakerfi í kæliklefalausnum Kælingar leika þar stórt hlutverk.
Raforkunotkun í lágmarki
Raforkunotkun kælibúnaðar sem þessa er allt að 80% minni til samanburðar við eldri lausnir sem víða eru í notkun. Þess má geta að mikil aukning er einmitt á verkefnum hjá Kælingu þar sem eldri kælirými eru uppfærð með nýtíma kælibúnaði til þess bæði að taka stór umhverfisvæn skref m.a. með því að skipta út Freon sem kælimiðli en einnig til þess að stórminnka raforkunotkun og auka rekstraröryggi. Þar er ýmist alfarið skipt kerfum út eða nýttar svokallaðar Hybrid lausnir þar sem Freon magn er í algjöru lágmarki og nýtt til að kæla aðra umhverfisvæna kælimiðla í gegnum varmaskipta.
Eftirlit og viðhald í gegnum fjartengingar
Ný kynslóð kælilausna frá Kælingu eru mun hagkvæmari í rekstri og með mun meira rekstraröryggi en eldri lausnir. Öll vöktun er orðin stafræn og hægt að tengja við öryggiskerfi og eða beinu viðbragðsafli hjá Kælingu sem getur sem skjótum hætti tengst kerfum og kannað stöðu og jafnvel framkvæmd viðgerðir í gegnum fjartengingar.
Við er stolt og ánægð af samstarfi við Running Tide og hvetjum fólk til að kynna sér þeirra spennandi viðfangsefni og nálgun. En við munum vinna áfram með þeim að þeirra mikilvæga verkefni við að bæta heilbrigði náttúrunnar.