- 565-7918
- info@cooling.is
- Mán - Fös: 8:00 - 17:00
KPH-18 sjókælir er lítill en öflugur sjókælir, sem áorkar allt að 1000 lítrum á klukkustund.
Sjókælar eru notaður um borð í fiskiskipum til að varðveita gæði og verðmæti afla. Þetta er bæði árangursrík og hagkvæm leið til að viðhalda gæðum aflans, þar til komið er til hafnar eða þar til hægt er að vinna aflann um borð.
Aflinn er kældur um leið og hann kemur um borð, í sjó sem er við frostmark. Það tryggir ferskleika og gæði hans.
KPH-18 afkastar allt að 1000 lítrum á klukkstund. Vélin dælir sjó og kælir hann niður að frostmarki áður en sjónum er dælt í körin.
Þannig helst aflinn ferskur þar til komið er í land og þú færð meiri verðmæti úr honum.
Orkunotkun 230 V: | 200w |
Kæliafköst: | 18 kW |
Kæliafköst 10°C-2°C: | 1000 l/klst. |
Lágmarks salt innihald: | 2,6% NaCl |
Orkunotkun 24 V: | 25 A |
Utanmál í cm (LxWxH): | 110 x 60 x 70 |
Þyngd: | 210 kg |
Kælimiðill: | 404A |
Sjósíun: | 100 míkron |
Sjónotkun við 15°: | 1500 l/klst. |
Ekki hika við að hafa samband við okkur. Við leggjum metnað okkar í að veita framúrskarandi þjónustu og bjóðum aðeins hágæða vöru sem við treystum og vitum að skilar auknum aflaverðmætum.
Við eigum margar tegundir af sjókælum sem henta öllum stærðum fiskiskipa.
Kæling ehf. er meðal leiðandi fyrirtækja á sviði kæli-, frysti- og ískrapakerfa, einkum fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað. Fyrirtækið framleiðir meðal annars krapavélar, sjókæla og kælikerfi fyrir fiskiskip. Kerfin hafa náð fótfestu bæði hér á landi og erlendis enda varðveita þau gæði og ferskleika hráefnisins við vinnslu þess og geymslu í skipunum.