KP-6 Sjókælir

KP-6 sjókælir afkastar allt að 700 lítrum á klukkstund af sjó sem er kældur niður í allt að -2°C. Saltinnihald þarf að vera 2,6% NaCI að lágmarki. Ef auka þarf saltinnihald er hægt að nýta saltpækilkerfi. Sjónotkun við 15° er allt að 1.000 lítrar á klukkustund og sjósíun 100 míkron.

.

Sjókælir

Sjókælar frá Kælingu ehf. eru í hæsta gæðaflokki og hannaðir sem hagkvæmur valkostur í nútíma kælitækni til að hámarka aflaverðmæti. Sjókæla má nota á mörum stigum matvælavinnslu, bæði til sjós og lands.

Rétt kæling frá upphafi

Kældur sjór er afar hentugur til að tryggja rétt hitastig afla á öllum stigum allt frá því að hann kemur um borð og þar til geymslukæling hefst. Sjókælar geta boðið upp á úttöku á miskældum sjó fyrir hvert vinnslustig. Þannig er hægt að vera með fullkomna kælingu á öllum stigum og hámarka gæði afla. Rétt kæling hægir á vexti gerla og minnkar virkni ensíma.

Yfirborðshiti sjávar er gjarnan hærri en það hitastig sjávar sem aflinn kemur úr. Því getur sjór sem dælt er beint frá yfirborði hraðað því að aflinn missi ferskleika sinn. Sjóhiti getur verið mjög breytilegur eftir árstíðum sem hefur áhrif á afkastagetu sjókæla. Tölvustýrðir skynjarar og sérhæfður hugbúnaður hámarka sjóflæði í gegnum sjókæli á hverjum tíma þannig að ávallt er hægt að vinna með hárrétt kælistig á öllum vinnslustigum.

KP-6 sjókælir í hnotskurn

KP-6 sjókælir afkastar allt að 700 lítrum á klukkstund af sjó sem er kældur niður í allt að -2°C. Saltinnihald þarf að vera 2,6% NaCI að lágmarki. Ef auka þarf saltinnihald er hægt að nýta saltpækilkerfi. Sjónotkun við 15° er allt að 1.000 lítrar á klukkustund og sjósíun 100 míkron.

Uppbygging sjókæla

Sjókælar frá Kælingu ehf. eru með kælipressu sem drifin er af 3 fasa rafmagni, eimsvala, títanvarmaskipti ásamt tölvustýrðum stýrilokum og stjórnlokum. Stjórntöflu má staðsetja nánast hvar sem er og mögulegt að hafa fleiri en einn stjórnskjá.

Sjókælar og ískrapavélar

Algengt er að velja saman sjókæli og ískrapavél. Nauðsynlegt er að kæla sjó niður í 0° áður en hann fer inn á ískrapavélar til að viðhalda fullum afköstum hennar.

Ending og áreiðanleiki

Við hönnun og framleiðslu á sjókælum er ávallt valinn besti mögulegi búnaður og bestu fáanleg efni á hverjum tíma. Sjókælarnir hafa þá sérstöðu að vera framleiddir með títan- plötuvarmaskipti sem eykur bæði afköst og endingu verulega. Með reglulegu viðhaldi uppfærslum á sjókælum má reikna með endingu í allt að 25 ár eða jafnvel lengur.

Sjókælar eru hagkvæmur búnaður til að auka aflaverðmæti. Sjókælirinn dælir sjó upp og kælir hann niður, algengt niður í -2°C áður en honum er dælt í kör. Aflinn er settur í kar með hitastigi sem hentar best hverju stigi í vinnslunni um borð. Þannig er ferskleika fisksins og hámörkun verðmæti hans tryggð þegar komið er að landi.

Sjókælar geta endurunnið áður kældan sjó sem hefur verið nýttur til kælingar. Sjónum er þá dælt frá körum inn á skjókælirinn sem kælir sjóinn aftur í það kælistig sem vinna á með. Með þessu næst umtalsverður orkusparnaður þar sem ekki þarf að kæla sjóinn jafn mikið niður eins og þegar honum var dælt um borð upprunalega.

KP-6 sjókælir er öflugur kælir

KP-6 afkastar allt að 4800 lítrum á klukkstund. Hér um að ræða einn öflugasta sjókælirinn á markaðinum og hann er fljótur að borga sig upp í auknum aflaverðmætum.

Hér er því um að ræða hrikalega öfluga vel sem óhætt er að mæla með.

  5 kW
 Kæliafköst: 6kW
 Kæliafköst 10°C-2°C: 700 l/klst.
 Lágmarks saltinnihald: 2,6% NaCI
 Utanmál í mm (LxBxH): 1200x500x725
 Þyngd: 180 kg
 Kælimiðill: 404A/449A
 Sjósíun: 100 my
 Sjónotkun við 15°: 1.000 l/klst.

Hafa samband

Ekki hika við að hafa samband við okkur. Við leggjum metnað okkar í að veita framúrskarandi þjónustu og bjóðum aðeins hágæða vöru sem við treystum og vitum að skilar auknum aflaverðmætum.

Við eigum margar tegundir af sjókælum sem henta öllum stærðum fiskiskipa.

    Um Kælingu

    Kæling ehf. er meðal leiðandi fyrirtækja á sviði kæli-, frysti- og ískrapakerfa, einkum fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað. Fyrirtækið framleiðir meðal annars krapavélar, sjókæla og kælikerfi fyrir fiskiskip. Kerfin hafa náð fótfestu bæði hér á landi og erlendis enda varðveita þau gæði og ferskleika hráefnisins við vinnslu þess og geymslu í skipunum.

    Shopping Basket