Nú vantar okkur öflugan aðila í teymið – framtíðarstarf

Ef þú ert eða þekkir öflugan aðila sem vill vinna við nýsköpun og þjónustu í kælitækni, þá erum við hjá Kælingu að leita eftir öflugum starfskröftum í framleiðslu, uppsetningu og þjónustu á kælikerfum og kælibúnaði. Um framtíðarstarf er að ræða.

Kæling er framsækið fyrirtæki í hönnun og framleiðslu, uppsetningu og viðhaldi á kælikerfum og ískrapavélum. Fyrirtækið selur og þjónustar kælibúnað á Íslandi og í Norður Ameríku.

Um er að ræða fram­tíð­ar­starf

Starfssvið

  • Reglubundið eftirlit og viðhald kælikerfa
  • Samsetning á kælibúnaði og kælitækjum í starfstöð Kælingar
  • Uppsetning og þjónusta á kælibúnaði og kælitækjum hjá viðskiptavinum
  • Nýsmíði – málmvinnsla

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun eða reynsla á sviði kælitækni og eða vélstjórnunar æskileg
  • Reynsla og þekking á málmiðnaði
  • Jákvæðni og áhuga­semi í starfi.
  • Sveigj­an­leiki í starfi og lausn­a­miðuð hugsun.
  • Sjálfstæð í vinnubrögð

ATH: Við hvetjum laghenta og reynslumikla aðila til að sækja um þó að menntun skorti.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Atli Steinn Jónsson, framkvæmdastjóri í gegnum tölvupóst atli@cooling.is

Umsóknir sendist á info@cooling.is. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2018 en áskilkjum okkur rétt að ráða fólk inn fyrr.
Ekki hika, sæktu um strax í dag!

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jóla og áramótakveðja frá starfsfólki Kælingar Víkurafls. Jólatré með stjórnum

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári  Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu. Jólakveðja frá starfsfólkiKælingar Víkurafls ehf.

Kæling ehf. og Víkurafl ehf. sameinast. Mynd frá undirritun samnings.

Kæling ehf. og Víkurafl ehf. sameinast

Kæling ehf. og Víkurafl ehf. hafa sameinast og verður fyrst um sinn talað um „Kæling Víkurafl“ í daglegu tali. Öflugt þekkingar og

Add a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *