Kæling semur við Þorbjörn hf. um þjónustu á öllum kælibúnaði um borð í fjórum línuskipum útgerðarinnar.
Við hjá Kælingu fögnum samstarfi við Þorbjörn hf. En nýlega var undirritaður samningur milli fyrirtækjanna um þjónustu á öllum kælibúnaði um borð í fjórum línuskipum.
Samstarf milli þessara fyrirtækja er ekki nýtt af nálinni því Kæling hefur unnið að margskonar kælitengdum verkefnum í gegnum tíðina.
Kæling sér um öll kælikerfi um borð
Kæling mun sjá um viðhald og rekstur á öllum kælibúnaði um borð í þessum fjórum skipum. En um borð í hverju skipi er fjöldinn af kælibúnaði þar má nefna lestarkælikerfi, beitu frystir, kælikerfi fyrir matvæli og sjókælikerfi. Á hverju ári er fara skipin í gegnum allsherjar yfirferð á öllum kælibúnaði. Við slíka yfirferð er ýmist ákveðnum búnaði skipt út, skipt eða gert við hluta kælikerfa þar sem vísbendingar eru um veikleika. Allsherjar yfirferð er mjög mikilvægur þáttur að tryggja sem bestan rekstur á skipinu.kælikerfum Það getur verið dýrt að lenda í bilunum kælikerfum á miðri vertíð eða í miðjum túr.
Fyrirbyggjandi viðhald og öruggur rekstur
Fyrirbyggjandi viðhald og viðgerðir á búnaði skila sér í mun betra rekstraröryggi á kælibúnaði. Oft á tíðum er skipta út hlutum úr kælikerfum og gera þá upp. Uppgerðu hlutirnir eins og t.d. kælipressur má nýta í næsta skip og þannig ná fram sparnaði og rekstraröryggi á kælikerfum.
Mikil áræðni að sigla um innsiglinguna í Grindavík
Við hjá Kælingu þökkum traustið sem Þorbjörn hf. hefur sýnt okkur og tökumst spennt á við þetta skemmtilega verkefni. Það er spennandi til þess að hugsa það þor og áræðni sem skipstjórar og áhafnir þurfa til að sigla um innsiglinguna í Grindavík verandi viss um að allur kælibúnaður um borð sé reiðubúinn í átök út á miðum.