Sýningarbás Kælingar og Micro hefur verið valinn flottasti básinn á Sjávarútvegssýningunni 2022.
Þetta er skemmtileg viðurkenning og enn einn sigurinn fyrir samstarf þessara fyrirtækja en þau hafa innleitt fullkomnar vinnslu og kælilausnir um borð í nokkur fiskiskip hér á landi.
Í pípunum eru talsvert af spennandi verkefnum hér heima og nokkur verkefni á döfinni með erlendum aðilum.
Lausnir þessara fyrirtækja falla mjög vel saman í heildarlausnum fyrir fiskiskip og vinnslur í landi.
Við hvetjum alla áhugasama að mæta á Sjávarútvegssýninguna sem fer fram 8. til 10. júní 2022 í Fífunni Kópavogi og renna við hjá okkur á bás númer 33.