Kæling og Micro sigurvegarar á Sjávarútvegssýningunni 2022

Sýningarbás Kælingar og Micro hefur verið valinn flottasti básinn á Sjávarútvegssýningunni 2022.

Þetta er skemmtileg viðurkenning og enn einn sigurinn fyrir samstarf þessara fyrirtækja en þau hafa innleitt fullkomnar vinnslu og kælilausnir um borð í nokkur fiskiskip hér á landi. 

Í pípunum eru talsvert af spennandi verkefnum hér heima og nokkur verkefni á döfinni með erlendum aðilum. 

Lausnir þessara fyrirtækja falla mjög vel saman í heildarlausnum fyrir fiskiskip og vinnslur í landi. 

Við hvetjum alla áhugasama að mæta á Sjávarútvegssýninguna sem fer fram 8. til 10. júní 2022 í Fífunni Kópavogi og renna við hjá okkur á bás númer 33.

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kæling ehf. og Víkurafl ehf. sameinast. Mynd frá undirritun samnings.

Kæling ehf. og Víkuralf ehf. sameinast

Kæling ehf. og Víkurafl ehf. hafa sameinast og verður fyrst um sinn talað um „Kæling Víkurafl“ í daglegu tali. Öflugt þekkingar og

Add a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *