Hátækni stjórnbúnaður fyrir kælibúnað
Heildstæð rafræn stýringalína fyrir allan kælibúnað og lausnir frá Kælingu.
Nú eru allar stýringar frá Kælingu rafstýrðar í stað mekanískra loka auk þess eru allar mælingar og eftirlit framkvæmt með stafrænum nemum. Fylgst er með þrýstingi, snúningshraða, álagi, vökvahæðum, hitistigi o.fl. með rafrænum hætti. Þetta eykur alla nákvæmni til muna og eykur bæði nýtingu og endingu á kælibúnaði frá Kælingu.
Fjarþjónusta í boði úti á sjó og í landi á fjarlægum stöðum
Stjórnbúnaður frá Kælingu býður upp á stafrænan aflestur hvort sem það er í gegnum fjartengingu með aflestri úr tölvu á staðnum. Fjartenging er boðin sem aukaeining við stjórnbúnaðinn en með henni gjörbreytast þjónustumöguleikar og rekstraröryggi.
Einn helsti ávinningur fjarþjónustu er að tæknimenn Kælingar geta tengst búnaði á meðan skip eru á sjó eða hjá vinnslum í landi á fjarlægum stöðum. Þannig er hægt að greina stöðuna og grípa til aðgerða.
Mjög nákvæmur stjórnbúnaður
Rafræn stýring og stjórnun og rafstýrðum þennslulokum fyrir forkælir og kælingu. Þegar sjórinn er kæling er orðin rétt þá er sjó hleypt inn á krapavélina.
Þessar stýringar gefa mun betri nýtingu og nákvæmari stjórnun. Power back hefur nægan straum til þess að loka þennslulokastýringum ef það verður straumfall.
Uppfærslur fyrir eldri búnað
Aukið öryggi og hagkvæmari rekstur
Mögulegt er að uppfæra allan eldri kælibúnað frá Kælingu
Allar eldri gerðir af kælibúnaði og lausnum frá Kælingu má uppfærsa, þ.e. fá nýjar stýringar, með nýjum hugbúnaði og nýjum tölvum.
Öryggi er mun betra og rekstur á stýringum betri. Rafræn öryggi í stað gamalla gleröryggja. Nú eru endursetjanleg öryggi, sem slá út ef eitthvað kemur upp á í stjórnkerfi búnaðarins sem tryggir að það komi ekki til skemmda vegna óvæntrar spennu.
Iðntölvueiningar eru mjög nákvæmar og skynja strauminn með mikilli nákvæmni sem gefur mun nákvæmari aflestur og mun nákvæmari stýringar.
Allar meldingar koma fram á skjám, sem staðsetja má hvar sem og nánast í takmörkuðum fjölda. Með því móti getur áhöfn brugðist við villumeldingum, bilunum og jafnvel með aðstoð úr landi í gegnum símtöl ef það eru ekki fjartengingar til staðar. En þá getur þjónustuteymi Kælingar farið beint inn á búnaðinn og brugðist við og bjargað málum.
Reikna má með mun betri endingu þar sem allir hlutar kerfisins keyra mun betur og af meiri nákvæmni. Ef einhverjir hlutar eru undir auknu álagi þá er hægt að bregðast við því í stað þess að þeir brenni yfir af álagi.
Bylting á miðunum
Ekki endilega nauðsynlegt að stíma í land ef upp koma bilanir
Fjarþjónusta kælikerfa um borð er bylting
Kæling hefur þróað af öruggan og nákvæman stjórnbúnað fyrir kælilausnir sem hentar einnig eldri lausnum frá Kælingu. Þessum búnaði má stjórna, hafa eftirlit með og þjónusta í gegnum fjartengingar.
Allur nýr kælibúnaður frá Kælingu kemur með afar fullkomnum rafeindastýrðum stjórnbúnaði sem passar einnig við eldri búnað.
Nýr stjórnbúnaður opnar fyrir fjarþjónustu. Nú er hægt að greina og vandamál án þess að sigla þurfi í land. Afköstum er stýrt með mun nákvæmari hætti og orkunýting mun betri. Nákvæmar greiningar og álagsstýringar bæta rekstraröryggi og endingu búnaðar sem hefur verið rýflega 15 ár hingað til.
Uppfærsla sem getur borgað sig hratt til baka. Nýr stjórnbúnaður býr yfir mun nákvæmari stillingum á hitiastigi og stjórnar opnunum og lokunum með mun nákvæmari hætti en áður hefur þekkst. Þetta þýðir mun nákvæmara hitastig, mikinn raforkusparnað, skráningu upplýsinga um stöðu kerfis og búnað því tengdu, fjarþjónustu og vöktun. Taktu örugg skref í átt að sparnaði með Kælingu.
Aukið rekstraröryggi
Í nýjum stjórnbúnaði eru öll öryggi endursetjanleg, þau slá út ef eitthvað kemur upp á í stjórnkerfi búnaðarins sem tryggir að það komi ekki til skemmda vegna óvæntrar spennu.
Mun nákvæmari stýringar
Iðntölvueiningar sem eru í nýjum stjórnbúnaði Kælingar eru mjög nákvæmar og skynja strauminn með mikilli nákvæmni sem gefur mun nákvæmari aflestur og mun nákvæmari stýringar.
Mun betri og þægilegri yfirsýn
Allar meldingar koma fram á skjám, sem staðsetja má hvar sem og nánast í takmörkuðum fjölda. Með því móti getur áhöfn brugðist við villumeldingum, bilunum og jafnvel með aðstoð úr landi í gegnum símtöl ef það eru ekki fjartengingar til staðar. En þá getur þjónustuteymi Kælingar farið beint inn á búnaðinn og brugðist við og bjargað málum.
Betri keyrsla og betri ending
Reikna má með mun betri endingu þar sem allir hlutar kerfisins keyra mun betur og af meiri nákvæmni. Ef einhverjir hlutar eru undir auknu álagi þá er hægt að bregðast við því í stað þess að þeir brenni yfir af álagi.
Hafðu samband og fáðu aðstoð sérfræðinga við að setja upp sérhæfða kælilausnir sem henta ykkar starfsemi.