Vilt þú starfa að nýsköpun og framleiðslu á framúrskarandi kælibúnaði?
Ef þú ert eða þekkir dugmikinn og áræðin einstakling sem hefur áhuga á að starfa við nýsköpun og þjónustu í kælitækni, þá er Kæling með starfið.
Við leitum að eftir öflugum starfskröftum í framleiðslu, uppsetningu og þjónustu á kælikerfum og kælibúnaði.
Um framtíðarstarf er að ræða.
Kæling er framsækið fyrirtæki í hönnun og framleiðslu, uppsetningu og viðhaldi á kælikerfum og ískrapavélum. Fyrirtækið selur og þjónustar kælibúnað á Íslandi, í Norður Ameríku auk fleiri landa.
Um er að ræða framtíðarstarf
Starfssvið
- Reglubundið eftirlit og viðhald kælikerfa
- Samsetning á kælibúnaði og kælitækjum í starfstöð Kælingar
- Uppsetning og þjónusta á kælibúnaði og kælitækjum hjá viðskiptavinum
- Nýsmíði – málmvinnsla
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun eða reynsla á sviði kælitækni og eða vélstjórnunar æskileg
- Reynsla og þekking á málmiðnaði
- Jákvæðni og áhugasemi í starfi.
- Sveigjanleiki í starfi og lausnamiðuð hugsun.
- Sjálfstæð í vinnubrögð
ATH: Við hvetjum laghenta og reynslumikla aðila til að sækja um þó að menntun skorti.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Atli Steinn Jónsson, framkvæmdastjóri í gegnum tölvupóst atli@cooling.is
Umsóknir sendist á info@cooling.is. Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2021 en áskilkjum okkur rétt að ráða fólk inn fyrr.
Ekki hika, sendu inn umsókn strax í dag!