Stór kæld umhverfisvæn skref

Byltingakennd kælilausn hjá Rio Tinto í Straumsvík

Nýlega var tekin í notkun byltingakennd og afar umhverfisvæn kælilausn fyrir mötuneyti Rio Tinto í Straumsvík.

Byltingarkennd kælilausn frá Kælingu hjá Rio Tinto. Mynd af kælivélum sem eru hluti af kælilausn frá Kælingu.

Rio Tinto leitaði til Kælingar

Við upphaf verkefnisins leituðu forsvarsmenn Rio Tinto til Kælingar með það að leiðarljósi að endurnýja kælibúnað til geymslu mætvæla fyrir mötuneyti álversins. En eldri kælikerfi nýttu alfarið Freon sem kælimiðil auk þess að vera orðin lúin og léleg eftir að hafa staðið vaktina í yfir 25 ár.

 

Skýrar kröfur og metnaðarfull umhverfissjónarmið

Markmiðin voru skýr og eitt af lykilatriðum að innleiða lausn sem væri í takt við metnaðarfulla umhverfisstefnu Rio Tinto. Rík áhersla var einnig lögð á að velja vandaða lausn sem væri bæði hagkvæm og örugg í rekstri.

Margþætt bylting

Sérfræðingar Kælingar hófust þegar til handa við hönnun á nýrri kælilausn en hún nær til átta kælirýma sem eru blanda af frystiklefa, hraðkæli og kæliklefum auk lagna og stjórnbúnaðar.

Skömmu síðar var hafist handa við uppsetningu á afar fullkominni og umhverfisvænni kælilausn í samræmi við metnaðarfull markmið og stefnur álversins. Stjórnbúnaður og kælivélar lausnarinnar taka t.a.m. meira en helmingi minna pláss en eldri búnaður. Nýja kælilausnin er afar fullkomin útgáfa af nýrri kynslóð kælilausna sem nýta kolsýru – CO2 sem kælimiðil í stað Freons

Allt að 70% minni raforkunýting

Raforkunotkun nýju lausnarinnar er allt að 70% minni fyrir ákveðnar einingar en í heild er orkunotkunin ríflega 50% minni. Þarna er stígið mikilvægt skref sem fleiri fyrirtæki ættu að huga að bæði vegna hækkunar á orkuverði og yfirlýsinga orkufyrirtækja um að það fari að vanta orku.

Aukið öryggi - vöktun allan sólarhringinn - sneggra viðbragð

Auk betri orkunýtingar þá er öll vöktun og stýring rafeindastýrð og nettengjanleg. Öll vöktun og eftirlit með kerfinu er „on-line“ með sólarhringsvöktun og skilgreindu viðbragðsafli. En sérfræðingar Kælingar geta tengst kerfinum með öruggum og hröðum hætti til þess að greina villur og í flestum tilfellum gert lagfæringar ef eitthvað fer úrskeiðis.

Eitt af því sem gert var til þess að mæta kröfum um aukið rekstraröryggi er að mikilvægustu kælirýmin eru nú með tvöfallt kerfi sem þýðir að ef eitt kerfi bilar þá tekur annað yfir „redundant“ og gerir áhættu á að matvæli geti skemmst vegna bilunar nánast að engu.

Við óskum Rio Tinto til hamingju með þennan mikilvæga og umhverfisvæna áfanga í því að nýta orku með sem bestum hætti.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn

Fleiri fréttir

Byltingarkennd kælilausn frá Kælingu hjá Rio Tinto. Mynd af kælivélum sem eru hluti af kælilausn frá Kælingu.

Stór kæld umhverfisvæn skref

Byltingakennd kælilausn hjá Rio Tinto í Straumsvík Nýlega var tekin í notkun byltingakennd og afar umhverfisvæn kælilausn fyrir mötuneyti Rio Tinto í

Ferskt starf hjá svölu fyrirtæki

Við erum að ráða í ný störf Kæling leitar að öflugum starfskrafti í teymi sem vinnur að nýsköpun og þjónustu kælilausna.  Sækja um starf Starfið

Add a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *