Ískrapatankar

Vandaðir ískrapatankar í fjölbreyttum útfærslum

Kæling Víkurafl hannar og framleiðir vandaða tanka fyrir geymslu á ískrapa.
Ískrapatankar frá Kælingu eru framleiddir úr plasti með tvöföldum vegg, og þar á milli er ,,urethan‘‘ sem myndar góða einangrun.

Inni í ískrapatönkum er hræribúnaður sem kemur í veg fyrir að sjór og ís aðskiljist. Á öðrum enda ískrapatankana er dælubúnaður fyrir ískrapa. Hann virkar með þeim hætti að þegar að opnað er fyrir ískrapaloka t.d. í lest á skipi, þá fer ískrapadælan sjálfvirkt í gang og stöðvast þegar lokað er fyrir.

Ískrapatankar eru hentugir þar sem þörf er á miklum ískrapa á stuttum tíma og eru fáanlegir í nokkrum stærðum.

  • 1500 lítra rúmmál. (LxBxH) 1800x1340x1460 mm
  • 2000 lítra rúmmál. (LxBxH) 2310x1340x1460 mm
  • 3000 lítra rúmmál. (LxBxH) 3230x1340x1460 mm (sjá mynd)
  • 4000 lítra rúmmál. (LxBxH) 4160x1340x1460 mm
  • Sérsmíði – Kæling Víkurafl býður sérhönnun og sérsmíði á ískrapatönkum samkvæmt óskum.
Ískrapatankar eru einnig fáanlegir í lóðréttum útfærslum – leitið nánari upplýsinga hjá söluráðgjöfum info@cooling.is

Kæling býður vandaða ístanka

Allt frá dagróðrabátum upp í stærstu togara. Ef þú vilt hámarka ferskleika þinna sjávarafurða þá er Kæling með lausnirnar fyrir þig.