Um okkur
Um okkur
Við erum
leiðandi á sviði kælilausna
Kæling Víkurafl ehf. er öflugt þekkingar og þjónustufyrirtæki á sviði hitastýringa og sjálfvirknivæðinga. Við hönnum og framleiðum búnað og lausnir fyrir viðskiptavini í ólíkum atvinnugreinum hér á Íslandi og erlendis. Okkar megin áherslur liggja í öllu sem kemur við hitastýringu á vinnslu og geymslurýmum auk allrar kælingar á afla og afurðum fyrirtækja í sjávarútvegi og matvælaiðnaði en bjóðum einnig lausnir og þjónustu fyrir aðrar atvinnugreinar.
Við erum löggilt rafverktakafyrirtæki og veitum alhliða þjónustu á sviði rafiðnaðar fyrir viðskiptavini okkar. Viðskiptavinir geta látið okkur annast öll rafmagnsmál fyrirtækisins hvort sem þau tengjast okkar búnaði eða ekki.
Kæling Víkurafl veitir víðtæka veita alhliða þjónustu og vöktun þegar kemur að kælibúnaði, kælilausnum og flest öllum rafbúnaði í fyrirtækjum.
Víðtæk þjónusta
Helstu þjónustuþættir
- Uppsetning á kælibúnaði og kælilausnum
- Þjónusta og viðhald með kælibúnaði og kælilausnum
- Virkt eftirlit með heimsóknum og fjarvöktun á kælibúnaði, kælilausnum og rafbúnaði.
- Snöggt viðbragð við bilunum og eða áföllum á kerfum og búnaði
- Forritun og viðhald iðnstýringa
- Alhliða rafmagnsþjónusta við fyrirtæki, skiparafmagn og húsarafmagn.
Fyrir fjölda atvinnugreina
Helstu lausnir
Fyrirtækið hannar og smíðar bæði sérsniðnar og staðlaðar lausnir og búnað á sviði hitastýringa og kælinga á afla og afurðum fyrir viðskiptavini okkar hér heima og erlendis. En búnaður frá okkur er mikið notaður um borð í fiskiskipum en einnig töluvert í landi.
- Fiskiskip
- Fiskvinnslur
- Fiskeldi
- Líftækniiðnað
- Matvælafyrirtæki
- Stóreldhús
- Framleiðslufyrirtæki
- Útfararstofur og sjúkrastofnanir
Áreiðanlegur búnaður
Helsti búnaður
- Kæliklefar
- Frystiklefar
- Ískrapavélar
- Ístankar
- Sjókælar
- Skelísvélar
- Lestakælikerfi
- Hydrur – fjölvirk umhverfisvæn kælikerfi
Lausnamiðað teymi
Starfsfólkið
Hjá Kælingu Víkurafli ehf. starfar samheldið og lausnamiðað teymi. Við erum vön að takast á við krefjandi verkefni fyrir og með viðskiptavinum okkar og elskum að takast á við áskoranir. Hjá fyrirtækinu starfa ríflega tuttugu manns. Hér er hægt að sjá starfsfólk Kælingar Víkurafls ehf.
Markviss sókn
Sagan
Kæling Víkurafl er fyrirtæki sem varð til við samruna Kælingar ehf. og Víkurafls ehf. í október 2024.
Kæling ehf. var stofnað þann 1. september árið 2005 af þeim Atla Steini Jónssyni og Erlendi Stefáni Kristjánssyni. Upphaflega var starfsemin í bílskúrnum heima hjá Atla en eftir aðeins sex mánuði hafði hún sprengt það rými utan af sér og þá var flutt í núverandi húsnæði að Stapahrauni 6 í Hafnarfirði. Starfsemi félagsins snérist í fyrstu um hönnun og framleiðslu á ískrapavélum, uppsetningu þeirra og þjónustu í kringum þær.
Víkurafl ehf. var stofnað í janúar 2017 af þeim Arnþóri Sigurðssyni og Þorleifi Hjalta Alfreðssyni í Grindavík. Víkurafl hefur verið mjög öflugt rafverktakafyrirtæki sem hefur unnið mikið fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi en einnig talsvert fyrir fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum. Enda veitir fyrirtækið alhliða þjónustu á sviði rafiðnaðar. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í iðntölvum og sjálfvirknivæðingu auk þess að tengja vakta og þjónusta ýmsan rafbúnað.