Þjónusta

Við leggjum metnað okkar í góða þjónustu

Áreiðanleg og góð þjónusta
um allt land

Við erum öflugt þekkingar og þjónustufyrirtæki á sviði hitastýringa og sjálfvirknivæðinga. Fyrirtækið selur áfram staðlaðar og sérhannaðar kæli- og hitastýringalausnir auk sjálstýringa ýmiskonar fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi, fiskeldi, líftækniiðnaði, matvælaframleiðslu og öðrum iðnaði.

Við þjónustum allan okkar búnað um allt land og víða erlendis um borð í fiskiskipum og á starfsstöðvum viðskiptavina okkar auk þess að bjóða upp á fjarvöktun og sinna forvarnarviðhaldi til að tryggja sem allra best rekstraröryggi.

Kæling Víkurafl er löggiltur rafverktaki og veitir víðtæka þjónustu á svið rafiðnar í tengslum við lagnir uppsetningu og tengingu á búnaði hvort sem hann er frá okkur eða öðrum. Að auki sjáum við um uppsetningu og forritun á iðntölvum og öðrum sjálfvirknibúnaði. Við getum séð um öll rafmagnsmál viðskiptavina okkar sem þess óska.

Helstu þjónustuþættir:

  • Uppsetning á kælibúnaði og kælilausnum
  • Þjónusta og viðhald með kælibúnaði og kælilausnum
  • Virkt eftirlit með heimsóknum og fjarvöktun á kælibúnaði, kælilausnum og rafbúnaði.
  • Snöggt viðbragð við bilunum og eða áföllum á kerfum og búnaði
  • Forritun og viðhald iðnstýringa
  • Alhliða rafmagnsþjónusta við fyrirtæki, skiparafmagn og húsarafmagn.

Helsti búnaður og lausnir sem fyrirtækið selur og þjónustar:

  • Kæliklefar
  • Frystiklefar
  • Ískrapavélar
  • Ístankar
  • Sjókælar
  • Skelísvélar
  • Lestakælikerfi
  • Hydrur – fjölvirk umhverfisvæn kælikerfi

Fagleg ráðgjöf byggð á áratuga reynslu

Söluráðgjafar okkar hafa komið að mörgum og fjölbreyttum verkefnum í fjölda atvinnugreina. Við erum sérfræðingar í hitastýringum og hvernig er hægt að skapa besta umhverfið til að meðhöndla hráefni eða afurðir og eða geyma þær við bestu mögulegu hitaskilyrði. Hafðu samband og fáðu faglega aðstoð við að finna réttu lausnina fyrir þitt fyrirtæki.

Kæling Víkurafl löggildur rafverktaki

Hafðu samband

Ekki hika við að hafa samband. Við leggjum metnað okkar í að svara hratt og vel.