Það er mikil sókn í umhverfsivænum lausnum hjá Kælingu Víkurafli.
Mörg umhverfisvæn verkefni eru í gangi hjá Kælingu Víkurafli þessa dagana. Við finnum fyrir verulegum áhuga viðskiptavina á umhverfsivænum kælilausnum sem bæði þurfa mun minni raforku og nýta umhverfisvæna kælimiðla.
Mörg umhverfisvæn verkefni í gangi
Við erum meðal annars að vinna í Áskeli ÞH-048, þar sem verið er setja upp Hydru sem er fjölvirkt kælikerfi sem hannað er til að tengjast eldri kerfum og gera þau mun umhverfisvænni. Allt að 90% af eldri óumhverfsivænum kælimiðlum eru teknir út og orkusprnaður allt að 30%, framkvæmd sem getur verið mjög fljót að borga sig.
Á þessari skemmtilegu mynd sjást fjölmörg skip sem við komum að, þarna sést Ársæll, líka Pálína Þórunn GK-049 og í baksýn er Birtingur NK-119 en á vormánuðum settum við upp Hydru um borð í honum. Einnig kom inn til löndunar Jóhanna Gísladóttir ÁR-206 en Kæling Víkurafl sér um að þjónusta það skip líka.


