Kælilausnir fyrir matvælafyrirtæki

Sérhannaðar kælilausnir fyrir matvælafyrirtæki

Kæling veitir matvælafyrirtækjum alhliða þjónustu þegar kemur að kælimálum bæði fyrir vinnslu og geymslu matvæla á öllum stigum. Fyrirtækið annast hönnun, uppsetningu og viðhald á kælibúnaði og kælilausnum um land allt.

Helsti búnaður frá Kælingu fyrir matvælafyrirtæki

Fullkomin kæling á öllum stigum

Hitastig við meðferð og vinnslu matvæla er afar mikilvægt til að varðveita ferskleika, gæði og heilbrigði matvæla. Kæling býður lausnir fyrir alla vinnslu þannig að lofthiti sé eins og best verður á kosið á öllum stigum.

Kælilausnir fyrir matvælafyrirtæki. Kæling á kjötvörum. Maður að taka hitastig á svínalæri með hitamæli. Kæling á matvælum.
Niðurkæling á matvælum. Hrogn í glerkrukkum sem eru kæld niður.

Niðurkæling eins og hún á að vera

Kröfur og aðferðir við kælingu matvæla getur verið mjög misjöfn eftir mætvælum.

Kæling býður sérsniðnar lausnir að þörfum hvers og eins þar sem gætt er að hámarks orkunýtingu og öruggra kæliaðferða sem tryggja gæði matvælanna.

Matvæli geymd við hárrétt hitastig

Það er mikilvægt að geta stýrt og verið með fullkomna stjórn á hitastigi sem matvæli eru geymd við. Geymsluhitastig getur verið misjafnt eftir því á hvaða stigi matvælavinnslan er.

Hjá Kælingu er hægt fá heildarlausnir þar sem eitt eða fleiri kælirými eru með rétta hitastigið fyrir hvert stig vinnslunnar.

Geymsla matvæla við hárrétt hitastig. Svínakjöt hangandi í kæligeymslu og starfsmaður að taka hitastig í kæliklefanum.

Hafðu samband og fáðu aðstoð sérfræðinga við að setja upp sérhæfðar kælilausnir sem henta þínu matvælafyrirtæki.

HYDRA

Fullnýttu eldri fjárfestingu

Breyting á eldri kælikerfum fyrir umhverfisvæna kælimiðla.

Minnkaðu freon notkun um allt að 90%

Nú er tækifæri til að uppfæra eldri kælikerfi með því að bæta inn HYDRA lausn frá Kælingu sem getur minnkað núverandi freon notkun um allt að 90%. 

Mörg matvælafyrirtæki standa frammi fyrir ákalli um umhverfisvænni starfsemi, aukna hagræðingu og sparnað í rekstri.

Lengi vel hefur eini kosturinn verið að skipta alfarið út freonkerfunum með mjög miklum tilkostnaði, en nú býður Kæling upp á margfalt ódýrari og einfaldari lausn sem nefnist HYDRA. HYDRA lausnir eru hybrid f/a (freon/ammoníak) eða blendingslausnir þar sem lítill hluti kerfisins er með freoni þar sem upprunalega kælingin fer fram en hún er flutt yfir í vatnsblandað ammoníak með kuldaberum. 

Ammoníaks blöndunni er dælt um lokaðar hringrásir þangað sem kælingar er þörf. Við þetta minnkar freon magnið sem þarf á hvert kerfi um allt að 90% og um leið verður kerfið öruggara, hagkvæmara og umhverfisvænna. 

Ávinningurinn er mikill þar sem hætta á freonlekum er margfalt minni og þá staðbundin.  Sparnaðurinn byrjar strax að skila sér með auknum kæliafköstum og kaup á freoni líklega úr sögunni næsta áratuginn auk jákvæðra umhverfisáhrifa. 

Þegar nota þarf vatn við vinnslu matvæla

Við á Íslandi búum við fáheyrðar aðstæður þegar kemur að gæðum og ferskleika vatns. En það geta verið aðstæður þar sem hitastig á neysluvatni getur sveiflast á milli árstíða og daga. Nokkrar gráður geta haft mjög neikvæð áhrif og því getur verið gott að geta stýrt fullkomlega hitastigi á neysluvatni sem er notað við vinnslu.

Kæling býður upp á vatnskæla með misjafna afkastagetu.

Vatn við hreinsun og vinnslu matvæla. Úðastútar sem eru notaðir til að skoða mini agúrkur. Vatnskælar. Vatnskæling.

Sérsniðnar kælilausnir fyrir matvælaiðnað

Aðstæður eru gjarnan mjög ólíkar frá einum stað til annars. Kæling býður því sérsniðnar lausnir sem taka mið af umhverfi og þörfum hvers og eins.

Kæliklefar

Kæling býður allar stærðir og gerðir af kæliklefum sem bæði er hægt að fá í stöðluðum stærðum en einnig sérsniðna sem falla fullkomlega að aðstæðum á hverjum stað.

Við bjóðum einnig allar innréttingar, brautir, hurðir og annan búnað sem nauðsynlegur er til að gera virkni og vinnu við kæliklefa sem besta.

Kæliklefar af öllum stærðum og gerðum frá Kælingu

Kæligeymslur

Það skiptir ekki máli hversu stóra eða hversu margskipta kæligeymslu fyrirtæki þurfa. Kæling býður kæligeymslur af ölum stærðum og gerðum. Allt frá geymslum sem eru felldar inn í húsnæði upp í stór sjálfstæð mannvirki.

Nýr stjórnbúnaður

Uppfærsla á eldri kælikerfum sem bæta alla stjórnun og rekstraröryggi

Stuttur viðbragðstími með fjarþjónustu

Kæling hefur þróað afar öruggan og nákvæman rafeindastýrðan stjórnbúnað sem fylgir öllum nýjum  kælilausnum en einnig hægt að fá fyrir eldri lausnir frá Kælingu.

Nýr stjórnbúnaður opnar fyrir fjarþjónustu. Nú er hægt að greina og leysa vandamál án þess að þjónustuteymi Kælingar þurfi að mæta á staðinn.  Afköstum er stýrt með mun nákvæmari hætti og orkunýting mun betri.

Nákvæmar greiningar og álagsstýringar bæta rekstraröryggi og endingu búnaðar sem hefur verið rýflega 15 ár með eldri stjórnbúnaði.

Uppfærsla sem getur borgað sig hratt til baka. Nýr stjórnbúnaður býr yfir mun nákvæmari stillingum á hitastigi og stjórnar opnunum og lokunum með mun nákvæmari hætti en áður hefur þekkst. Þetta þýðir mun nákvæmara hitastig, mikinn raforkusparnað, skráningu upplýsinga um stöðu kerfis og búnað því tengdu, fjarþjónustu og vöktun. Taktu örugg skref í átt að sparnaði með Kælingu. 

Hafðu samband og fáðu aðstoð sérfræðinga við að setja upp sérhæfðar kælilausnir sem henta ykkar starfsemi.