Sérsniðnar kælilausnir fyrir fiskiskip

Sérsniðnar kælilausnir fyrir ólíkar gerðir fiskiskipa

Fullkomin kæling frá upphafi til enda. Um leið og fiskur kemur um borð er mikilvægt meðhöndla hann við rétt hitastig allt þar til aflanum er landað. En þar getur Kæling líka haldið áfram að halda hárréttu hitastigi á aflanum þar til hann fer í flutning.

Helsti búnaður frá Kælingu fyrir fiskskip

Hybrid kerfi

Blóðgun og blæðing við fullkomið hitastig

Til að hámarka aflaverðmæti er mikilvægt að meðhöndla aflann við hárrétt hitastig frá því að hann kemur um borð og þar til honum er landað. Með aðstoð sjókæla er hægt að láta fisk blæða út við kjörhitastig sem varðveitir hámarks gæði á þessu stigi.

Kælilausnir fyrir fiskvinnslur í landi. Þorskar í ískrapa í fiskikeri

Niðurkæling fyrir kæligeymslu eða flutning

Eftir að blæðingu lýkur er mikilvægt að halda réttri kælingu ef vinna á aflann frekar eða hefja niðurkælingu í geymsluhitastig þegar vinnslu afla lýkur um borð. Að ná fullkomnu hitastigi á öllum stigum vinnslunar  er lykilatriði til að tryggja hámarks ferskleika.

Fullnýttu fjárfestinguna

Uppfærsla á eldri kælikerfum yfir í umhverfisvæna kælimiðla.

Minnkaðu freon notkun um allt að 90%

Nú er tækifæri til að uppfæra eldri kælikerfi um borð með því að fara í Hybrid F/A lausn sem getur minnkað freon notkun um allt að 90%. 

Kæling hefur þróað aðferð sem gerir útgerðum kleift að fara í sparneytnar og umhverfisvænar kælilausnir með því að uppfæra eldri kerfi með óumhverfisvænum kælimiðlum líkt og freon.

Lengi vel var eini kosturinn að skipta alfarið út Freonkerfunum með mjög miklum tilkostnaði, en nú býður Kæling upp á margfalt ódýrari og einfaldari lausnir. Lausnirnar eru Hybrid F/A eða blendingslausnir þar sem lítill hluti kerfisins er með Freoni þar sem upprunalega kælingin fer fram en hún er flutt yfir í vatnsblandað Ammoníak með kuldaberum. 

Ammoníaks blöndunni er dælt um lokaðar hringrásir þar sem kælingar er þörf. Við þetta minnkar Freon magnið sem þarf á hvert kerfi um allt að 90% og um leið verður kerfið öruggara, hagkvæmara og umhverfisvænna. 

Ávinningurinn er mikill þar sem hætta á Freonlekum er margfallt minni og þá staðbundin.  Sparnaðurinn byrjar strax að skila sér með meiri kæliafköstum og kaup á Freoni líklega úr sögunni næsta áratuginn auk jákvæðra umhverfisáhrifa. 

Sérsniðnar nútíma kælilausnir eftir þörfum í hverju skipi

Aðstæður eru gjarnan mjög ólíkar frá einum stað til annars. Kæling býður því sérsniðnar lausnir sem taka mið af umhverfi og þörfum hvers og eins.

Sjókælar

Kældur sjór er afar hentugur til að tryggja rétt hitastig afla á öllum stigum allt frá því að hann er tekin úr kví og þar til geymslukæling hefst. Sjókælar geta boðið upp á úttöku á miskældum sjó fyrir hvert vinnslustig. Þannig er hægt að vera með fullkomna kælingu á öllum stigum og hámarka gæði afla. Rétt kæling hægir á vexti gerla og minnkar virkni ensíma.

KP-100 sjókælir frá Kælingu fyrir kælingu á sjó
Ískrapavélar fyrir ískrapa úr sjó

Hringrásasjókælar

Allir sömu kostir og venjulegir sjókælar með mörg úttök með mis kældum sjó en miklu minni orkunotkun. Umhverfisvæn leið sem getur borgað sig á skömmum tíma.

RSW system

Afkastamikil hringrásakerfi sem draga verulega úr orkuþörf.

90%

Allt að 90% sparnaður

Endurnýting á kældum sjó sparar verulega orku.

Nú er tækifæri til að uppfæra eldri kælikerfi um borð með því að fara í Hybrid F/A lausn sem getur minnkað freon notkun um allt að 90%. 

Kæling hefur þróað aðferð sem gerir útgerðum kleift að fara í sparneytnar og umhverfisvænar kælilausnir með því að uppfæra eldri kerfi með óumhverfisvænum kælimiðlum líkt og freon.

Lengi vel var eini kosturinn að skipta alfarið út Freonkerfunum með mjög miklum tilkostnaði, en nú býður Kæling upp á margfalt ódýrari og einfaldari lausnir. Lausnirnar eru Hybrid F/A eða blendingslausnir þar sem lítill hluti kerfisins er með Freoni þar sem upprunalega kælingin fer fram en hún er flutt yfir í vatnsblandað Ammoníak með kuldaberum. 

Ammoníaks blöndunni er dælt um lokaðar hringrásir þar sem kælingar er þörf. Við þetta minnkar Freon magnið sem þarf á hvert kerfi um allt að 90% og um leið verður kerfið öruggara, hagkvæmara og umhverfisvænna. 

Ávinningurinn er mikill þar sem hætta á Freonlekum er margfallt minni og þá staðbundin.  Sparnaðurinn byrjar strax að skila sér með meiri kæliafköstum og kaup á Freoni líklega úr sögunni næsta áratuginn auk jákvæðra umhverfisáhrifa. 

Ískrapavélar fyrir ískrapa úr sjó

Ískrapavélar

Ískrapi er ein besta kælileið fyrir afla sem er í boði. Ískrapi umleikur allan aflann og tryggir þannig jafnari og betri kælingu t.d. í samanburði við hefðbundinn ís.  Flekkir á roði vegna ójafnrar kælingar heyra sögunni til. Auðvelt að dæla ískrapanum þar sem best er nýta hann í ferlinu hvort sem það er á sjó eða í landi.

Lestarkælikerfi

Þegar kemur að lestarkælikerfum þá býður Kæling Víkurafl nokkrar leiðir í þeim. Allt frá umhverfisvænum breytingum á eldri freonkerfum yfir í fullkomnar nýjar umhverfisvænar lausnir sem spara mikla orku og draga verulaga úr rekstraráhættu. 

Lestarkælikerfi

Það eru ýmsar leiðir í boði þegar kemur að geymslukælingu um borð. Þurrkæling í lestum, ískrapi í körum eða ísflögur allt eftir því sem hentar best um borð í hverju skipi.

Stjórnun hitastigs á öllum stigum vinnslu um borð

Hjá Kælingu færðu sérhæfðar kælilausnir fyrir hvert vinnslustig um borð. Fullkomin kæling frá upphafi til enda tryggir hámarks aflaverðmæti.

Nýr stjórnbúnaður

Hentar einnig eldri búnaði

Fjarþjónusta kælikerfa um borð er bylting

Kæling hefur þróað af öruggan og nákvæman stjórnbúnað fyrir kælilausnir sem hentar einnig eldri lausnum frá Kælingu. Þessum búnaði má stjórna, hafa eftirlit með og þjónusta í gegnum fjartengingar.

Allur nýr kælibúnaður frá Kælingu kemur með afar fullkomnum rafeindastýrðum stjórnbúnaði sem passar einnig við eldri búnað.

Nýr stjórnbúnaður opnar fyrir fjarþjónustu. Nú er hægt að greina og vandamál án þess að sigla þurfi í land. Afköstum er stýrt með mun nákvæmari hætti og orkunýting mun betri. Nákvæmar greiningar og álagsstýringar bæta rekstraröryggi og endingu búnaðar sem hefur verið rýflega 15 ár hingað til.

Uppfærsla sem getur borgað sig hratt til baka. Nýr stjórnbúnaður býr yfir mun nákvæmari stillingum á hitiastigi og stjórnar opnunum og lokunum með mun nákvæmari hætti en áður hefur þekkst. Þetta þýðir mun nákvæmara hitastig, mikinn raforkusparnað, skráningu upplýsinga um stöðu kerfis og búnað því tengdu, fjarþjónustu og vöktun. Taktu örugg skref í átt að sparnaði með Kælingu. 

Hafðu samband og fáðu aðstoð sérfræðinga við að setja upp sérhæfða kælilausnir sem henta ykkar starfsemi.