Kæling Víkurafl er umboðsaðili PolarFoxx á Íslandi

Nýlega var undirritaður samstarfssamningur á milli Kælingar Víkurafls og PolarFoxx í Þýskalandi. Kæling Víkurafl verður því umboðsaðili fyrir vörur PolarFoxx www.polarfoxx-shop.com, á Íslandi en PolarFoxx er leiðandi í framleiðslu og sölu á þráðlausum hitamælum og rakamælum auk vöktunarkerfa til að vakta öll þau rými og staði þar sem mikilvægt er að fylgjast með hitastigi.

 

Vöktunarkerfin búa yfir nákvæmum skráningum og sjálfvirkum aðgerðum. Kerfin geta unnið skýrslur og sent með sjálfvirkum hætti á ákveðnum tímasetningum. Einnig er hægt að skilgreina sjálfvirkt viðbragð sem getur falið í sér sendingu tölvupósta og eða hringingar í síma ef upp koma frávik á kjörhita- og eða rakastigi.

Kæling Víkurafl ef umboðsaðili PolarFoxx á Íslandi. Á myndinni eru PolarFoxx þráðlausir hitanemar og rakanemar.

Mikil reynsla í lausnum fyrir matvælaiðnað

Í boði eru vandaðr lausnir m.a. fyrir veitingastaði, matvöruverslanir, iðnaðareldhús og eða kjötvinnslur. Í matvælaþjónustu skiptir öllu máli að fylgja HACCP leiðbeiningum til fulls til að tryggja gæði og öryggi matvæla.

 

Vaktaðir flutningar

Með lausnum frá PolarFoxx er m.a. hægt að tryggja áreiðanleg eftirlit með hitastigi við flutninga. Þessar lausnir hafa reynst afar vel fyrir matvæla- og lyfjaflutninga þar sem hver mínúta við rangt hitastig getur skiptskiptir öllu máli.

 

Við erum með lausnina

Ef fylgjast þarf með, skrá upplýsingar, gera skýrslur og bregðast við frávikum í hitastigi, rakastig og að tengingar séu virkar þá bjóðum við lausnina. Einn af fjölmörgum lausna frá PolarFoxx er að hægt er að byrja smátt og skala kerfi upp eftir vexti og þörfum fyrirtækja.

 

Raflausnasérfræðingar Kælingar Víkurafls eru þér innan handar að við hönnun og val á sérsniðnum lausnum fyrir þitt fyrirtæki. Fyrir frekari upplýsingar bendum við á tölvupóstinn info@cooling.is og eða símanúmer okkar 565-7918

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kæling 20 ára á myndinni eru stofnendur félagsins Atli Steinn Jónsson og E. Stefán. Kristjánsson. Kæling hefur nú sameinast Víkurafli undir Kæling Víkurafl.

Við fögnum 20 ára afmæli

20 ár í kælibransanum Núna í maí eru 20 ár síðan Kæling var stofnuð í bílskúr í Hafnarfirði. Nú fögnum við þessum

Add a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *