Skelísvélar
Fyrsta flokks skelísvélar í mörgum útfærslum.
Skelísvélar frá Kælingu eru fullkomnar fyrir fiskvinnslu hversskonar, íssölufyrirtæki, kjötvinnslur og önnur fyrirtæki sem vilja nýta sér skelís til kælingar. Vandaðar og áreiðanlegar skelísvélar sem standast álagið og kröfur um hagkvæmari rekstur.
Besta orkunýting sem í boði er
Við fullyrðum að skelísvélar frá Kælingu séu með hagkvæmustu raforkunotkun í hlutfalli við afköst. Skelísvélarnar frysta vatn hraðar en aðrar vélar vegna einstakrar og einkaleyfisvarinni tækni sem bætir hitaleiðni í eiminum. Eimirinn kælir tromluna þar sem vatnið frýs og ísinn skafinn af hraðar en öðrum vélum.
Ríflega 28% raforkusparnaður við framleiðslu á skelís
Vélarnar frá okkur þurfa minna ragmagn til að búa til sama magn af skelís í samanburði við aðrar vélar. Þetta er best skýrt með dæmi.
Algengt er að aðrar vatnskældar skelísvélar þurfi 105 KWH til að búa til hvert tonn af skelís. Vélarnar frá Kæling þurfa einungis 75 KWH til að búa til hvert tonn af skelís. Orkusparnaðurinn er ríflega 28%.
Ef við tökum dæmi um aðila sem þarf að framleiða 20 tonn á dag og miðum við 225 starfsdaga yfir árið og miðum við vildarkjör hjá Orku Náttúrunnar skv. verðskrá 22. mars 2024. Skelísvélar frá samkeppnisaðilum hafa sýnt þörf á 105KWH til að framleiða hvert tonn af skelís en vélar frá Kælingu þurfa 75KWH til að framleiða sama magn.
Þá getur dæmið litið svona út (105KWH – 75KWH) x 20 x 225 x 7,97 kr. = 1.075.950 kr.m/vsk. sem sparast í raforkunotkun á hverju ári.
Kæling býður skelísvélar og ískistur í öllum stærðum
Minni vélar – meiri afköst
Með þeirri einstöku kælitækni sem skelísvélarnar okkar búa yfir er hægta vera með minni kælivél til að búa til ísinn með sömu getu samanborið við aðrar skelísvélar. Vélarnar henta því afar vel á þeim stöðum þar sem pláss er lítið eða mikilvægt að nýta hvern fermeter eins vel og hægt er.
Gæði, ending og áreiðanleiki
Við leggjum metnað okkar í að bjóða vandaðan og áreiðanlegan búnað. Við veljum íhluti af kostgæfni og nýtum búnað frá þekktum heimsþekktum aðilum. Í skelísvélum okkar eru yfir 80% af íhlutum frá þekktum alþjóðlegum vörumerkjum líkt og Bitzer, GEA Bock, Danfoss, Schneider o.fl. Einnig er notaður búnaður frá minni aðilum sem standast tilgerðar kröfur. Viðskiptavinir okkar geta því verið vissir um að þeir fái vandaðan og áreiðanlegan búnað með bestu mögulegu afköstum.
Reynslan hefur sýnt að á 12 ára tímabili hafa ekki komið upp bilanir í þjöppum, þenslulokum, eimi eða eimsvala.
Stuttur afgreiðslutími
Við eigum algengar stærðir af skelísvélum gjarnan á lager en afgreiðum sérpantanir með skjótum hætti. Afgreiðslutími á sérpöntunum getur verið frá 3 til 6 vikum.