Sjókælar
Sjókælar fyrir krefjandi aðstæður
Sjókælar frá Kælingu Víkurafli eru afrakstur áratuga þróunar og reynslu af notkun við mjög krefjandi aðstæður á Íslandsmiðum og víða annars staðar um heiminn. Sjókælar frá okkur eru í hæsta gæðaflokki og hannaðir fyrir þá sem vilja nýta nútíma kælitækni og hámarka aflaverðmæti.
Kældur sjór afar hentugur til að tryggja rétt hitastig
Kældur sjór er afar hentugur til að tryggja rétt hitastig afla á öllum vinnslustigum allt frá því að hann kemur um borð og þar til geymslukæling hefst.
Yfirborðshiti sjávar gjarnan hærri en hitastig sem aflinn kemur úr
Yfirborðshiti sjávar er gjarnan hærri en það hitastig sjávar sem aflinn kemur úr. Því getur sjór sem dælt er beint frá yfirborði hraðað því að aflinn missi ferskleika sinn.
Við val á sjókæli er mikilvægt að horfa til þess að sjóhiti getur verið mjög breytilegur eftir árstíðum sem hefur áhrif á afkastagetu sjókæla.
Fyrir fiskiskip og vinnslur í landi
Algengt er að nota sjókæla um borð í fiskiskipum en einnig í ákveðnum tilfellum fyrir vinnslur í landi.
Sjókælar eru fáanlegir í all mörgum stöðluðum útfærslum en einnig sérhannaðir fyrir allar stærðir fiskiskipa og fiskvinnslur í landi.
Ending og áreiðanleiki
Reikna má með endingu í allt að 25 ár
Við hönnun og framleiðslu á sjókælum frá Kælingu Víkurafli er ávallt valinn besti mögulegi búnaður og bestu fáanleg efni á hverjum tíma. Sjókælarnir frá okkur hafa m.a. þá sérstöðu að vera framleiddir með títanplötuvarmaskipti sem eykur bæði afköst og endingu verulega.
Með reglulegu viðhaldi uppfærslum á sjókælum má reikna með endingu í allt að 25 ár eða jafnvel lengur.
Sjókælar geta kælt sjó niður í allt að -1°C
Hægt er að nota sjókælana til þess að forkæla afla niður í -1°C áður en hann fer niður í lest eftir slægingu og þvott. Eftir forkælingu er lest gjarnan haldið við 0°C.
Með því að kæla afla strax í körum með köldum sjó er einnig verið að lágmarka þann ís sem þarf á aflann.
Sjávarhiti hefur áhrif á afköst
Eftir því sem sjór er kaldari þá aukast afköst sjókæla, þetta á við um „max flow kælana okkar“ þar sem hugbúnaður kerfisins leitast við að halda stöðugur hitastigi frá kælinum, óháð sjóflæði . Þess vegna er mikill munur á afkastagetu (flæði) eftir því hvort sjávarhiti er 5°C eða 20 °C.
Möguleiki á fleiri en einu úttaki af kældum sjó með mismunandi hitastigi
Sjókælar geta boðið upp á úttöku á miskældum sjó fyrir hvert vinnslustig. Þannig er hægt að vera með fullkomna kælingu á öllum stigum og hámarka gæði afla. Rétt kæling hægir á vexti gerla og minnkar virkni ensíma.
Nákvæmur nútíma stjórnbúnaður með fjartengingu
Þar sem sjóhiti getur verið mjög breytilegur eftir árstíðum er mikilvægt að stýra flæði og hitastigi sjálfvirkt eftir aðstæðum hverju sinni. Þetta er gert með nútíma stjórnkerfi sem sér til þess að tryggja hárrétta kælingu hvernig sem hitastig sjávar er.
Fjarþjónusta í boði
Stjórnbúnaður frá Kælingu Víkurafli fyrir sjókæla býður upp á fjartengingar sem gerir þjónustuteymi okkar mögulegt að tengjast sjókælum hvar sem þeir eru staddir svo lengi sem það er netsamband. Fjartengingin er nýtt til að kanna stöðu sjókæla, þjónusta þá og fínstilla ef þess þarf.
Val um rafdrifna eða glussadrifna sjókæla
Hefðubundnir sjókælar eru tengdir rafkerfi skipa en Kæling Víkurafl býður einnig upp á glussadrifna sjókæla fyrir þau skip sem ekki eru útbúin ljósavél. Þar sem takmarkaður aðgangur er að 220V eða 400V rafmagni kemur glussatæknin að góðum notum. Kælipressan á sjókælinum er drifin áfram af glussakerfi skipsins, sjódælan þarf 24 volta rafmagni, en stjórntöflur þarf 220V.
Hefðbundnir sjókælar eru þannig uppbyggðir að kælipressa sem drifin er áfram af 3 fasa rafmagni, eimsvala, títanvarmaskipti ásamt stýrilokum og stjórnlokum er komið fyrir á grind, oftast með áfastri stjórntöflu sem einnig má koma fyrir annars staðar í skipinu. Sjókælar geta kælt sjó niður í allt að -1°C en yfirleitt er unnið með 0°C.
Sjókælar og ískrapavélar vinna vel saman
Sjókælar eru gjarnan notaðir með ískrapavélum til þess að bæta orkunýtingu og afköst ískrapavéla.
Yfirleitt eru sjókælar látnir kæla niður í 0°C áður en sjó er dælt inn á ískrapavélar. Þannig er hægt að framleiða meiri ískrapa, hraðar og með mun minni orkunotkun í samanburði við að taka sjó beint inn á ískrapavélar.
Sala og þjónusta sjókæla um allan heim
Kæling Víkurafl býður sjókæla og annan kælibúnað til sölu til viðskiptavina um allan heim. Kæling Víkurafl hefur mjög sterka stöðu á íslenskum markaði en okkar helstu útflutningslönd eru m.a. Bandaríkin, Canada, Noregur, Bretland, Færeyjar o.fl. lönd. Við veitum öllum okkar erlendu viðskiptavinum faglega þjónustu, á þeirra starfsstöðvum, um borð í þeirra fiskiskipum og í gegnum fjartengingar.
Sérfræðingar veita faglega ráðgjöf við valið
Það er margt sem hefur áhrif á það hvaða búnað er heppilegast að velja. Markviss þarfagreining þar sem m.a. er hugað að þess aflamagns sem þarf að vera hægt að kæla á ákveðnu tímabili og við hvaða sjávarhitastig veiðarnar fara fram. Þarna geta ólík væðisvæði og árstíðabundnar sveiflur haft talsverð áhrif.
Hringrásasjókælar – RSW einnig í boði.
Hringrásasjókælar – RSW eru einnig í boði. Til að ná fram enn frekari orkusparnaði er hægt að velja hringrásasjókæla en þá er kældum sjó sem þegar hefur verið nýttur í vinnsluferlinu, síaður, kældur frekar og eða ferskum sjó dælt með inn á hringrásina til að tryggja rétt flæði af sjó með hárrétt hitastig. Minni orka fer í að kæla áður kældan sjó sem er kaldari en sjórinn sem dælt er um borð.
Kæling Víkurafl býður einnig upp á hringrásasjókæla (RSW) sem hægt er skoða nánar hér.
Hafðu samband
Ekki hika við að hafa samband við okkur. Við leggjum metnað okkar í að veita framúrskarandi þjónustu og bjóðum aðeins hágæða vöru sem við treystum og vitum að skilar auknum aflaverðmætum.
Við eigum margar tegundir af sjókælum sem henta öllum stærðum fiskiskipa.
Um Kælingu Víkurafl
Kæling Víkurafl ehf. er öflugt þekkingar og þjónustufyrirtæki á sviði hitastýringa og sjálfvirknivæðinga. Við hönnum og framleiðum búnað og lausnir fyrir viðskiptavini í ólíkum atvinnugreinum hér á Íslandi og erlendis. Okkar megin áherslur liggja í öllu sem kemur við hitastýringu á vinnslu og geymslurýmum auk allrar kælingar á afla og afurðum fyrirtækja í sjávarútvegi og matvælaiðnaði en bjóðum einnig lausnir og þjónustu fyrir aðrar atvinnugreinar.
Við erum löggilt rafverktakafyrirtæki og veitum alhliða þjónustu á sviði rafiðnaðar fyrir viðskiptavini okkar. Viðskiptavinir geta látið okkur annast öll rafmagnsmál fyrirtækisins hvort sem þau tengjast okkar búnaði eða ekki.
Kæling Víkurafl veitir víðtæka veita alhliða þjónustu og vöktun þegar kemur að kælibúnaði, kælilausnum og flest öllum rafbúnaði í fyrirtækjum.