Lestarkælikerfi fyrir fiskiskip

Kæling Víkurafl býður góða valkosti í lestarkælikerfum

Við bjóðum upp á sérsniðnar lausnir eftir þörfum í hverju skipi. 

Okkar markmið er að finna hentugustu lausnina fyrir hvert skip sem tryggir fullkomna geymslukælingu. 

Hjá okkur fást umhverfisvænar lausnir sem draga úr orkunotkun og auka rekstraröryggi.

Tvær megin kæliaðferðir fyrir lestarkælingu

Tvær megin aðferðir eru í boði þegar kemur að kælingu í lestum um borð í fiskiskipum. Önnur er notkun kæliblásara og hin að nota kælispírala. 

Lestarkæling með kæliblásurum

Helsti kostur þess að nota kæliblásara við lestarkælingu er lægri startkostnaður.

Ókostir eru hins vegar nokkrir og má þar nefna hærri viðhaldskostnað, fyrirferð er almennt meiri, blástur frá viftum bræðir ís og þurrkar aflann

Endingartími er gjarnan innan við 10 ár

Hydra kælispíralar í lestarkælingu

Lestarkæling með kælispírulum

Almennt er talið best að nýta kælispírala til lestarkælinga. Kælispíralar mynda ekki blástur og þurrka aflann minna auk þess sem viðhaldskostnaður er mjög  lágur.

Helsti ókosturinn er nokkuð hár startkostnaður en það má líka reikna með stór hluti kerfana endist líftíma skipsins. 

Spíralakerfin geta verið mismunandi eftir stærð fiskiskipa og þá skipt á milli kerfa fyrir stærri fiskiskip og minni fiskiskip.

 

Stærri fiskiskip

Í stærri fiskiskipum er Ammoíak gjarnan notað sem kælimiðill. Ammoníakið er ýmist eini kælimiðillinn sem fer þá í gegnum kælikerfið lagnir og spírala í lest eða þá að notaður er varmaskiptir á milli kælivélar og, lagna og spírala í lestinni. En umhverfisvænum kuldaberandi efnum er þá dælt í gegnum varmaskipti á kælibúnaði og leiddur inn á spírala í lest. Þetta er m.a. gert til þess að koma í veg fyrir að afurðir í lestinni geti orðið fyrir skemmdum ef það kemur leki að spírulunum. er

Minni fiskiskip

Algengt er að notað sé freon sem aðal kælimiðill á kælikerfum í minni fiskiskipum. En Kæling Víkurafl býður fleiri umhverfisvæna valkosti.

Algeng eldri freon kælikerfi

Algengt er að freon sé notað sem aðalkælimiðil á kælikerfum í minni fiskiskipum.

Ókosturinn við þessa leið er hversu mikið magn af ósoneyðandi efni er á kælikerfinu, gjarnan 50-100 kg. Ef leki kemur að slíkum kerfum sem gjarnan eru komin til ára sinna þá getur tjónið orðið verulegt og jafnvel skaðlegt.

Hybrid kælikerfi

Kæling Víkurafl býður upp á Hybrid freon kælikerfi þar sem notast er við 5-10 kg af freoni á kælikefinu sem er eingöngu staðbundið við kælivél í vélarrúmi skipsins, en inn á spírulunum er frostlögur sem keyrður er niður undir –10°C.

Frostlögurinn er í lokuðu kerfi sem nýtir varmaskipti til að flytja kuldann frá kælivélinni inn á kælilagnir og spírala í lestinni. 

Með þessari að ferð má breyta eldri kerfum með lágum tilkostnaði og notkun á freon um allt að 80-90 %.

Fullkomlega umhverfisvæn kerfi

Hér er um að ræða nútímalega 100% umhverfisvæna leið.

Kerfið er sambærilegt og Hybrid kerfin þar sem unnið er með varmaskipta nema hér er notuð CO2-kolsýra sem kælimiðil á kælikerfinu í stað freons.

Umhverfisvænum frostlegi er svo dælt um lagnir og inn á kælispírala í lestinni. Þessi leið nýtir eingöngu umhverfisvæna kælimiðla og er með allt að 70% minni orkunotkun.

Fullnýttu fjárfestinguna

Uppfærsla á eldri lestarkælikerfum yfir í umhverfisvæna kælimiðla.

Minnkaðu freon notkun um allt að 90%

Nú er tækifæri til að uppfæra eldri kælikerfi um borð með því að fara í Hybrid F/A lausn sem getur minnkað freon notkun um allt að 90%. 

Kæling Víkurafl hefur þróað aðferð sem gerir útgerðum kleift að fara í sparneytnar og umhverfisvænar kælilausnir með því að uppfæra eldri kerfi með óumhverfisvænum kælimiðlum líkt og freon.

Lengi vel var eini kosturinn að skipta alfarið út Freonkerfunum með mjög miklum tilkostnaði, en nú býður Kæling upp á margfalt ódýrari og einfaldari lausnir. Lausnirnar eru Hybrid F/A eða blendingslausnir þar sem lítill hluti kerfisins er með Freoni þar sem upprunalega kælingin fer fram en hún er flutt yfir í vatnsblandað Ammoníak með kuldaberum. 

Ammoníaks blöndunni er dælt um lokaðar hringrásir þar sem kælingar er þörf. Við þetta minnkar Freon magnið sem þarf á hvert kerfi um allt að 90% og um leið verður kerfið öruggara, hagkvæmara og umhverfisvænna. 

Ávinningurinn er mikill þar sem hætta á Freonlekum er margfallt minni og þá staðbundin.  Sparnaðurinn byrjar strax að skila sér með meiri kæliafköstum og kaup á Freoni líklega úr sögunni næsta áratuginn auk jákvæðra umhverfisáhrifa. 

Sérsniðnar nútíma kælilausnir eftir þörfum í hverju skipi

Aðstæður eru gjarnan mjög ólíkar frá einu skipi til annars. Kæling Víkurafl býður því sérsniðnar lausnir sem taka mið af umhverfi, aðstæðum og þörfum um borð í hverju skipi.

Hafðu samband og fáðu aðstoð sérfræðinga við að setja upp sérhæfða kælilausnir sem henta ykkar starfsemi.