Nú styttist í að við hjá Kælingu sendum nýja færanlega ískrapaverksmiðju til Færeyja. Þetta er gámlausn sem verður hluti af færanlegu sláturhúsi fyrir fiskeldi. Samstarfsaðilar okkar í Færeyrjum munu með þessari lausn geta farið á milli eldisstaða og séð um alla slátrun og frágang á afurðum til flutnings við fullkomnar aðstæður.
Dýrmætur sveigjanleiki
Það er mikil þróun í kringum fiskeldi í heiminum í dag og sú lausn sem við erum að leggja lokhönd á gefur dýrmætan ogmikilvægan sveigjanleika fyrir fiskeldisfyrirtæki og þá sérstaklega þau sem færa sig reglulega á milli staða með eldið.
Ískrapaverksmiðja í gám
Hlutur Kælingar í heildarlausninni snýr að framleiðslu og dælingu á ískrapa. Við höfum því hannað ískrapaverksmiðju sem komið er fyrir í 40 feta einangruðum gám. Í raun má segja að þetta sé „plug and play“ lausn þar sem þarf bara að tengja inntak fyrir sjó inn í gáminn, úttak fyrir ískrapa og rafmagn til að keyra búnaðinn.
Fjölþættar gámalausnir
Kæling býður fjölbreyttar gámalausnir sem passa fullkomlega fyrir vinnslur í landi hvort sem lausnirnar þurfa að vera færanlegar eða til að tengja varanlegum vinnslustöðum. Kostirnir eru fjölþættir, færanleikinn getur komið sér vel en ekki síður þeir kostir að það getur verið mjög fljótlegt að innleiða nýjar kælilausnir á vinnslustöðum þar sem gámum er komið fyrir á athafnasvæði og þeir svo tengdir við húsin með tilheyrandi lögnum og þar með getur kælimiðlar og eða ískrapi flætt á þá staði sem þeirra er þörf. Gámalausnirnar geta líka verið mjög hentugar og hagkvæmar lausnir á þeim stöðum sem húsnæði er takmarkað.