Nú er allt að 70% minni raforkunotkun með nýjum kælilausnum frá Kælingu.
Víkurfréttir fjölluðu um samstarf Kælingar við Skólamat og þá miklu uppbyggingu sem er búin að eiga sér stað hjá þeim að undanförnu.
Hér má lesa meira um þetta ánægjulega og árangursríka samstarf
Skólamatur afhendir yfir 23.000 máltíðir og millimál á dag
Það eru ekki allir sem átta sig hversu stórt fyrirtæki Skólamatur er orðið. En fyrirtækið sér um yfir 23.000 máltíðir og millimál á dag
Í dag þjónustar Skólamatur yfir 85 skóla á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu með yfir 23.000 máltíðir og millimál á dag fyrir leik- og grunnskólabörn. Kröfurnar um stærra og hentugra húsnæði voru því orðnar aðkallandi eftir vöxt undanfarinna ára.
Tækifæri fyrir önnur fyrirtæki að taka hagkvæm umhverfisvæn skref
Mikil tækifæri fyrir önnur fyrirtæki að taka stór og umhverfisvæn skref líkt og Skólamatur hefur gert. En með því að minnka freon um allt að 80% á eldri kerfum er búið að taka mjög stórt skref og áhætta í rekstri minnkuð verulega.
Kæling býður upp á Hybrid leið fyrir eldri kælikerfi en með þeirri leið er dregið verulega úr notkun á dýrum og óumhverfisvænum kælimiðlum líkt og freon um allt að 80%. Í staðin fyrir freon er notað Co2 sem kuldberandi efni um lagnir kælikerfisins. Þetta er afar áhrifarík leið sem dregur einnig verulega úr raforkunotkun og áhættu á dýrum umhverfisslysum líkt og að missa freon út af kerfum.
Lagnir í kælikerfum tærast í mörgum tilfellum með aldrinum og því sækjast stjórnendur, sjávarútvegsfyrirtækja, fyrirtækja í matvælaiðnaði, verslunum, hótelum og veitingastöðum mikið eftir því að taka þessi mikilvægu skref í umhverfis- og öryggismálum fyrirtækja.
Skref fyrir skref í rétta átt
Fyrirtæki geta því valið að taka umhverfis- og rekstrarmálin alla leið leið líkt og Skólamatur þegar kemur að kælimálum eða velja minni skref þar sem eldri fjárfesting er nýtt að hámarki og mjög stór umhverfisvæn skref tekin í rétta átt.