K-20P Ískrapavél með forkæli

K-20P í hnotskurn

Ískrapavélar framleiða krapa úr sjó, sem er notaður til kælingar á afla þegar búið er að gera að honum. Ískrapa er hægt að dæla jafnt og þétt í kör eins og lagt er í þau eða í lokin þegar þau hafa verið fyllt af afla.

K-20P ískrapavélin er ein öflugasta ískrapavélin á markaðinum og getur framleitt allt að 5.770 lítra af ískrapa á klukkustund. Vélin er búinn forkæli sem tryggir jöfn afköst við allt að 20°C sjóhita. Saltinnihald þarf að vera 2,6% NaCI að lágmarki. Ef auka þarf saltinnihald er hægt að nýta saltpækilkerfi. Sjónotkun við 15°er allt að 6.500 lítrar á klukkustund og sjósíun 30 míkron.

 

K-20P ÍSKRAPAVÉL

Hámarkaðu aflaverðmæti með réttri kælingu.

 

Rétt meðferð og kæling á afla frá því hann kemur um borð og allt til afhendingar er lykilinn að því að hámarka aflaverðmæti. Kæling ehf. sérhæfir sig í kælingu afla frá því að hann er veiddur og þar til hann er fullunninn í landi.

 

Af hverju að nota ískrapa?

Ískrapi er ein besta kælileið fyrir afla sem er í boði. Ískrapi umleikur allan aflann og tryggir þannig jafnari og betri kælingu t.d. í samanburði við hefðbundinn ís.  Flekkir á roði vegna ójafnrar kælingar heyra sögunni til. Auðvelt að dæla ískrapanum þar sem best er nýta hann í ferlinu hvort sem það er á sjó eða í landi.

 

Ískrapi notaður um borð og í landi

Vinsældir ískrapa fara ört vaxandi bæði á sjó og í landi. Ískrapi hentar afar vel fyrir allan afla úr sjó og einnig önnur matvæli. Þykkni ískrapa getur verið misjafnt frá 15% í 40% ísþykkni á móti sjó. Þunnur ís 15-20% er notaður við vinnslu en þykkari upp í 40% þegar ísa á afla niður í kör.

 

K-20P ískrapavélin í hnotskurn

K-20P getur framleitt allt að 5.770 lítra af ískrapa á klukkustund. Vélin er búinn forkæli sem tryggir jöfn afköst við allt að 20°C sjóhita. Saltinnihald þarf að vera 2,6% NaCI að lágmarki. Ef auka þarf saltinnihald er hægt að nýta saltpækilkerfi. Sjónotkun við 15° er allt að 6.500 lítrar á klukkustund og sjósíun 30 míkron.

 

Fyrirferðalítill búnaður og sveigjanlegur í uppsetningu

Ískrapavélar taka lítið pláss miðað við afköst og eru samsettar úr sjálfstæðum einingum. Sveigjanleiki í uppsetningu er því mjög mikill þannig að ískrapavélum hefur alltaf verið komið fyrir þrátt fyrir takmarkað pláss. Stjórnborð fyrir ískrapavélar eru tölvustýrð og með snertiskjá. Tengja má mörg stjórnborð við hverja ískrapavél. Algengt er að vera með stjórntölvu í brú og aðra á vinnsludekki. Lagnir eru leiddar frá ískrapavél á þann stað eða staði þar sem nýta þarf ískrapann.

 

 

Ending og áreiðanleiki

Fyrstu ískrapavélarnar frá Kælingu voru teknar í notkun árið 2005 og eru allar þær vélar sem Kæling ehf. þjónustar ennþá í notkun. Með reglubundnu eftirliti og réttu viðhaldi má reikna með endingu í 25 ár eða jafnvel lengur.

Þú færð meiri verðmæti úr aflanum með K-20F krapavél með forkæli

Krapi er ólíkur ís að því leyti, að hann fyllir upp í allt tómarúm í hverju kari. Þannig umlykkur krapinn allan aflann og eykur verðmæti hans til muna, þar sem hvergi er tómarúm, eins og getur gerst með ís.

Þú sparar þannig bæði tíma, þar sem ekki þarf lengur að moka ís á milli kara, heldur líka þarftu ekki lengur að fara til sjós með kör full af ís. K-20F krapavélin er þannig fljót að borga sig upp.

K-20P vélin hentar fyrir millistór og stór fiskveiðiskip.

Ísframleiðslugeta við 0° sjóhita:  5.770 l/klst. af 10% ís og 1.800 l/klst. af 40 % ís
Forkælir:  Forkælir heldur uppi jöfnum afköstum ísvélarinnar í allt að 15 °C sjóhita.
Kæliafköst ískrapa við 0° sjóhita: 60.346 Kcal/klst.
Lágmarks saltinnihald:  2,6% NaCl
Orkuþörf í keyrslu:  48 Kw
Utanmál í mm LxBxH:  2000x1400x1850
Þyngd:  1.780 kg
Kælimiðill:  404A/449A
Sjósíun:  30 míkron
Sjónotkun við 15 °C:  6.500l/klst.

Hafa samband

Ekki hika við að hafa samband við okkur. Við leggjum metnað okkar í að veita framúrskarandi þjónustu og bjóðum aðeins hágæða vöru sem við treystum og vitum að skilar auknum aflaverðmætum.

Við eigum margar tegundir af ískrapavélum sem henta öllum stærðum fiskiskipa.

    Um Kælingu

    Kæling ehf. er leiðandi fyrirtæki á sviði kælilausna fyrir sjávarútveg. Við vinnum stöðugt að því markmiði að viðskiptavinir okkar geti hámarkað aflaverðmæti með réttri kælingu á öllum stigum. Kælilausnir frá Kælingu hafa náð fótfestu bæði hér á landi og erlendis enda hafa þau staðið fyrir gæði, áreiðanleika, afköst, endingu og góða þjónustu.

    Shopping Basket