- 565-7918
- info@cooling.is
- Mán - Fös: 8:00 - 17:00
Kæling sérsmíðar frystiklefa sem hannaðir eru út frá þörfum viðskiptavina. Frystiklefar eru fáanlegir í öllum stærðum og annast Kæling alla uppsetningu og viðhald á þeim, jafnt stórum sem smáum. Ef þú þarfnast frystiklefa þá hefur Kæling lausnina fyrir þig.
Við erum með frábær kælikerfi í stóra sem smáa frystiklefa, sem tryggja ferskleika vörunnar allan tíma. Þá leggjum við mikið upp úr framúrskarandi þjónustu.
Frystiklefarnir okkar hafa margsannað gildi sitt og treysta margir af helstu matvælaframleiðendum landsins á frystiklefa frá okkur.
Sérfræðingar okkar eru með margra ára reynslu í uppsetningu og viðhaldi á frystiklefum. Við leggjum metnað okkar í að veita þér framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum.
Við getum því ráðlagt þér um hvaða stærð og gerð hentar þér best og standa þér fjölmargir uppsetningarmöguleikar til boða.
Þá eigum við mikið úrval af innréttum og killukerfum í frystiklefa, sem hjálpa þér að hámarka nýtingu klefans.
Kæling hefur sett upp fjöldann allan af frystiklefum um allt land enda eru klefarnir mjög góðir og hafa þeir reynst einstaklega vel. Þá höfum mikla þekkingu á uppsetningu hvers kyns kælikerfa, sem svo sjókæla og krapavéla fyrir skip.
Við vöndum til verka og þú getur alltaf treyst á þjónustu okkar. Við leggjum metnað okkar í hvert einasta verk, enda er hagur þinn hagur okkar.
Hafðu endilega samband við okkar með því að fylla út formið hér að neðan og við höfum samband um hæl. Saman getum við fundið rétta frystiklefann fyrir þig.
Kæling ehf. er meðal leiðandi fyrirtækja á sviði kæli-, frysti- og ískrapakerfa, einkum fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað. Fyrirtækið framleiðir meðal annars krapavélar, sjókæla og kælikerfi fyrir fiskiskip. Kerfin hafa náð fótfestu bæði hér á landi og erlendis enda varðveita þau gæði og ferskleika hráefnisins við vinnslu þess og geymslu í skipunum.